Dagur - 05.10.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 05.10.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ekki ganga nær fjárhag heimilanna í stjómmálaályktun sem nýlega var samþykkt á fundi framkvæmdastjórnar Sambands ungra framsóknarmanna var lýst yfir stuðningi við ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og síð- an sagði: „Framkvæmdastjórn SUF lýsir yfir ánægju sinni með þann árangur sem náðst hefur í niðurtalningu verðbólgunnar undir forystu forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar, en minnir jafnframt á að forsenda þess ár- angurs sem náðst hefur er m.a. skilningur al- mennings á þeim aðgerðum sem grípa þurfti til. Þennan skilning verður ríkisstjórnin að meta og má því ekki að óbreyttu ganga nær fjárhag heimilanna en orðið er. í stað þess á ríkisstjórnin að ganga á undan með góðu for- dæmi og draga saman í ríkisgeiranum". Síðan er lögð áhersla á að næstu árin verði sýnd festa í stjórn landsmála, svo unnt verði að hefja nýja sókn til betri framtíðar. Lögð verði áhersla á hjöðnun verðbólgu, viðunandi jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd, verndun kaupmáttar lægstu launa og lífskjara þeirra sem þyngst framfæri hafa og síðast en ekki síst atvinnuöryggi. Minnt er á að hlutverk Framsóknarflokksins í þessari ríkisstjórn sé að standa vörð um velferðarþjóðfélagið og í því sambandi er varað við öllum útboðs- og sölu- hugmyndum í heilbrigðisþjónustunni og ann- arri félagslegri þjónustu. „Framkvæmdastjórn SUF skorar á félags- málaráðherra að gera nú þegar verulegar úr- bætur í málefnum þeirra sem eru að byggja eða kaupa húsnæði. Þörfin fyrir umbætur er ekki síst hjá því fólki sem var að eignast hús- næði á meðan húsnæðismálin voru í heljar- greipum Alþýðubandalagsins. Framkvæmdastjórn SUF ítrekar fyrri sam- þykktir sínar um stighækkandi lánshlutfall í 80% af byggingarkostnaði, lengingu lánstíma í 42 ár og að lán verði greidd út til lántakenda í einu lagi. Framkvæmdastjórn SUF skorar á ríkisstjórnina að ná þessum markmiðum á kjörtímabilinu". Þá er í samþykkt framkvæmdastjórnar Sam- bands ungra framsóknarmanna fjallað um bráðabirgðasamkomulagið við Alusuisse, sem stjórnin telur mikilvægan áfanga og sýni ótvírætt að málstaður framsóknarmanna í fyrri ríkisstjórn hafi verið réttur og sanni að unnt hafi verið að ná samkomulagi um hækkun raf- orkuverðs fyrr, gagnstætt því sem fyrrver- andi iðnaðarráðherra hafi haldið fram. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, hélt ræðu á fundi Alþýðusambands Norðurlands. Með honum á myndinni er Hákon Hákonarson. Frá 18. þingi Aiþýðusambands Norðurlands: Fordæma hömlulausan innflutning trévöru „18. þing Alþýðusambands Norðurlands, haldið að Illugastöðum 30. sept. og 1. okt. 1983, lýsir áhyggjum sín- um vegna þeirrar miklu óvissu sem ríkir í atvinnumál- um á Norðurlandi, sem nú þegar er farið að leiða til bú- seturöskunar, segir m.a. í ályktun um atvinnumál, sem haldið var á Illugastöðum um síðustu helgi. Síðan segir í ályktuninni:“ Atvinnuöryggi er sjálfsögð mannréttindi sem verður að tryggja, hvar sem menn eru búsettir. Gera verður þær kröf- ur til Alþingis, ríkisstjórnarinn- ar og sveitarstjórna, að stuðlað "verði að eflingu útflutnings- atvinnuveganna með markviss- um stjórnunaraðgerðum, svo sem með betri nýtingu þess fjár- magns sem fyrir hendi er, þann- ig að fjármagn verði ávallt tryggt til framkvæmda, þegar uppbygging hefst. Á sama hátt verður að tryggja enn frekar grundvöll samkeppnisiðnaðar- ins. Pingið mótmælir harðlega öll- um hugmyndum sem fram hafa komið um frekari frestun Blönduvirkjunar og hvetur þingið til áframhaldandi víð- tækrar samstöðu Norðlendinga um virkjunina, þannig að tryggð verði næg orka til stór- iðnaðar. Skorar þingið á ríkis- stjórn og stóriðjunefnd að flýta þeim athugunum sem í gangi eru vegna stóriðju á Eyjafjarð- arsvæðinu. í framhaldi af slíkri virkjun ber að gera sérstaka at- hugun á hvaða möguleikar eru á Norðurlandi til að nýta þá um- framorku, sem skapast, til al- mennrar atvinnuuppbyggingar og nýiðnaðar. Þingið styður steinullarverksmiðju í Skaga- firði og pappírsverksmiðju á Húsavík. Þingið fordæmir hömlulausan innflutning fullunninnar tré- vöru, húsgagna, innréttinga og tilbúinna húsa. Benda má á, að fyrir nokkrum árum var á Akur- eyri blómleg húsgagna fram- leiðsla, sem að mestu leyti er aflögð í dag. Hvetur þingið landsmenn til að velja innlendar vörur frekar en erlendar. Hraðað verði uppbyggingu Verkmenntaskólans á Akureyri og fjárframlög til hans stórauk- in, þannig að hann verði sem fyrst fullbúinn og honum þannig gert kleift að sinna því hlut- verki'sem honum er ætlað til eflingar atvinnuvegunum. Traust atvinnulíf er forsenda stöðugleika í bygginga- og tréiðnaði. Til að hindra óæski- legar sveiflur í þessum starfs- greinum þarf auk þess að tryggja fjármagn til hús- byggjenda og byggingasjóða. Gera þarf áætlanir um opinber- ar byggingar og halda áfram byggingu íbúðarhúsnæðis á fé- lagslegum grunni. Þingið telur að efla beri ís- lenskan skipasmíðaiðnað og bendir á, að íslenskur skipa- smíðaiðnaður á að geta tryggt eðlilegt viðhald og nýsmíði fiskiskipa. Þá skorar þingið á Útgerðarfélag Akureyringa hf. og bæjarstjórn að láta væntan- lega nýsmíði togara félagsins fara fram í Slippstöðinni hf. Akureyri. Tryggja verður stöðugan rekstur fiskvinnslustöðva með jafnri nýtingu fiskstofna og dreifingu fiskiskipaflotans. Þetta skapar möguleika til að afnema það misrétti, sem starfs- fólk fiskiðnaðarins býr við með tilliti til atvinnuöryggis og upp- sagna. Því telur þingið óeðlilegt að siglt sé með afla á erlendan markað. Gera verður kröfu um aukna fullvinnslu sjávarafurða og tryggja þannig fjölgun atvinnutækifæra í fiskvinnslu. Launafólk verður að fá með- ákvörðunarrétt, þegar meta skal hvort og hvernig eigi að taka upp hina nýju örtölvu- tækni. Breytta vinnuhætti verð- ur að meta í ljósi þess, hvort erfiðum og hættulegum störfum er fækkað og hvaða áhrif breyt- ingarnar hafa á atvinnuöryggi. Þingið bendir á nauðsyn þess að atvinnufyrirtæki verði í rík- ara mæli rekin á félagslegum grundvelli, enda sýnir reynslan að slíkur rekstur skapar mest atvinnuöryggi og tryggir besta afkomu. Þingið varar við sölu ríkis- fyrirtækja án samráðs við starfsfólk, verkalýðsfélög og bæjaryfirvöld, þar sem þessi fyrirtæki eru til að auka atvinnuöryggi viðkomandi staða. Þingið telur mikilvægt að stofna og efla iðnþróunarfélög tií áframhaldandi iðnaðarupp- byggingar á Norðurlandi og hvetur þingmenn Norðurlands- kjördæmanna og heimamenn til samstarfs um að hrinda í fram- kvæmd þeim hugmyndum iðn- þróunarfélaga, sem líklegastar teljast til aukinnar atvinnuupp- byggingar og koma á fót mark- aðs- og tæknideildum á Akur- ejyri, er hafi náið samstarf við Utflutningsmiðstöð iðnaðarins og Iðntæknistofnun íslands, er þjóni Norðurlandi öllu.“ 4 - DAGUR - 5. október 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.