Dagur - 07.10.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 07.10.1983, Blaðsíða 5
140 ÁRA AFMÆLI TÓNLISTARFÉLAGSINS: Á laugardaginn verður haldið upp á 40 ára afmæli Tónlistar- félags Akureyrar. Hátíðartón- leikar verða í Borgarbíói klukkan 14, en þar verður frumflutt verk Atla Heimis Sveinssonar, Óður til steinsins, en það er gert við myndir Ágústar Jónssonar og Ijóð Kristjáns frá Djúpalæk, sem birtust á bók fyrir nokkrum árum. Jónas Ingimundarson, píanóleikari, flytur verkið, Jó- hann Pálsson Ies ljóðin og myndirnar verða sýndar á kvikmyndatjaldinu í Borgar- bíói. Atli Heimir Sveinsson segir svo um þetta verk í verkefnaskrá: „Jónas Ingimundarson gaf mér bók Ágústar Jónssonar, með þessum sérkennilegu furðumynd- um, sem margar hverjar minna á ákveðna strauma í nýrri málara- list. Sú hugmynd fæddist að horfa á myndir og hlýða á tónlist um leið. Samt er ekkert áþreifanlegt samband milli skynjunar eyrans og augans. En við þetta bætast Jónas Ingimundarson. Tónleikar á Akureyri taugardaginn 8. okt 1983. EFNISSKRÁ: L. van Beethoven (1779-1827): KVINTETT fyrir flautu, óbó, klarinett, fagott og horn i Es- dúr, op. 71 Adagio - Allegro Adagio Menuetto - Quasi Allegretto Rondo - Allegro Darius Milhaud (1892-1974): “LA CHEMINÉE DU ROI RENÉ“, svíta fyrir blásarakvint- ett ur. Kannski verður allt að vera hápunktur í slíku formi. Jónas Ingimundarson er sér- stæður píanóleikari. Fjölbreyti- leg ásláttartækni hans hefur alltaf heillað mig, óvanalega fíngerður styrkleikaskali og skýr hendinga- mótun. Og hann kann þá sjald- gæfu list að láta píanóið syngja, en það er ósönghæfast allra hljóðfæra. Þetta reyndi ég að hafa í huga þegar ég var að semja verkið. Oður til steinsins er til- einkaður hjónunum Póru Krist- jánsdóttur og Sveini Einarssyni, en þau eru gamlir vinir mínir og samstarfsmenn.“ ljóð Kristjáns frá Djúpalæk - enn eitt svið skynjunar. Þetta eru þrjátíu smálög, sund- urlausar hugleiðingar um jafn- margar myndir. Formið er al- þekkt fyrr og síðar: Monent mus- icaux eftir Schubert, smálaga- bálkar Schumanns, prelúdíur Chopins og smálög Antons Weberns. Þetta er erfitt form: Engin úrvinnsla er möguleg að- eins framsaga ólíkra hugmynda, engin dramatík, enginn hápunkt- Blásarakvintett Keykjavíkur skipa: Bernard Wilkinson, flauta, Daði Kol- beinsson, óbó, Einar Jóhannesson, klarinett, Hafsteinn Guðmundsson, fagott, Joseph Ognibene, hom. Frumílutt verkið Oður tíl steinsins vinna margra aðila tókst um Tónlistarskólann. Segja má að í stórum dráttum hafi farsællega tekist til um starfsemi Tónlist- arfélagsins þrátt fyrir þrengi íg- ar á köflum, fjárhagslegar og félagslegar eins og gengur. Fyrir tæpum áratug voru gerðar breytingar á lögum Tónlistarfé- lags Akureyrar og eru þær helstar að kjósa skal átján manna félagsráð sem formaður, ritari og gjaldkeri teljast til og svo að félagið er opið öllum. Stefán Ágúst var sívökull í starfinu og með eldlegum áhuga tókst honum að yfirstíga erfið- leikana. En hann naut líka dyggs stuðnings meðstjórnenda sinna, ritara og féhirða. Þeir sem lengst störfuðu með Stefáni Ágúst eða um og yfir tvo ára- tugi voru Jóhann Ó. Haraldsson ritari og Haraldur Sigurgeirsson féhirðir. Hér verður trauðla komist hjá að nefna tvo menn aðra, sem einna lengst og mest hafa unnið Tónlistarfélagi Ak- ureyrar, en þeir eru skólastjór- arnir Jakob Tryggvason og Jón Hlöðver Áskelsson, sá síðar- nefndi einnig formaður félags- ins um árabil. Formenn Tónlistarfélags Ak- ureyrar: Stefán Ágúst Krist- jánsson 1943-67, Jón Sigur- geirsson 1967-70, Jón Hlöðver Áskelsson 1970-74 og 1976-81, Jón Hjörleifur Jónsson 1974- 76. Núverandi stjórn Tónlistar- félags Akureyrar skipa: For- maður Jón Arnþórsson, ritari Hrafnhildur Jónsdóttir, gjald- keri Hulda Þórarinsdóttir. I. Cortége (líkfylgd) II. Aubade (morgunljóð) III. Jongleurs (fjölleikamenn) IV. La Maousinglade (staðar- heiti í Aix-en-Provence, þar sem Milhaud bjó) V. Joutes sur l’Arc („burtreið- ar“ á ánni Arc. Vinsælir kappleik- ir á bátum til forna) VI. Chasse á Valabre (veiði- ferð í Valabre-skógi) VII. Madrigal-Nocturne (nætur- Ijóð) Malcolm Arnold (f.1921): “THREE SHANTIES” fyrir blásara- kvintett Allegro con brio Allegretto semplice Allegro vivace. Sigurður Björnsson framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands, Jón Arnþórsson formaður Tónlistarfélags Akureyrar og Atli Guðlaugsson skólastjóri Tónlistarskóla Akureyrar. Myndin er tekin er þeir könnuðu aðstæður til hljómleikahalds í nýju íþróttahöllinni á Akureyri á sl. vetri. - í tilefni 40 ára afmælis Tónlistarfélags Akureyrar Hinn 4. maí árið 1943 var Tón- listarfélag Akureyrar stofnað. Pá átti Tónlistarfélagið í Reykjavík þ.e. samtök tólf manna nokkurra ára blómlegt starf að baki og því ekki óeðli- legt að áhrifa gætti frá höfuð- staðnum um snið og starfsemi sams konar félags á Akureyri. Verkefnið beið og tækifærið greip framtakssamur hugsjóna- maður, Stefán Ágúst Kristjáns- son, sem átti eftir að veita Tón- listarfélagi Akureyrar forystu í nær aldarfjórðung. En öfluga hvatningu mun hann hafa feng- ið frá hinum ágætu listamönn- um Árna Kristjánssyni píanó- leikara og Birni Ólafssyni fiðlu- leikara. Fyrstu stjórn Tónlistarfélags Akureyrar skipuðu Stefán Ágúst Kristjánsson formaður, Finnbogi Jónsson ritari og Jakob Tryggvason meðstjórn- andi. Aðalviðfangsefni félagsins var að efla tónlistarstarfsemi í bænum og þó einkum að endur- vekja lúðrasveit á Akureyri, að koma á fót og reka tónlistar- skóla og að fá tónlistarmenn innlenda og erlenda til hljóm- leikahalds. Lúðrasveitin efldist með hverju ári og varð óháð Tónlistarfélaginu eftir 1947. Árið 1945 var stofnaður tónlist- arskóli og var Margrét Eiríks- dóttir píanóleikari ráðin til að veita honum forstöðu. Nú árið 1983 er nemendafjöldi við Tón- listarskólann á Akureyri rétt um fimm hundruð. í desember sl. gafst bæjarbúum kostur á að hlýða á tónleika skólahljóm- sveitarinnar í Akureyrarkirkju. Petta var stór stund í tónlistar- lífi bæjarins og hinir kornungu hljóðfæraleikarar vöktu mikla hrifningu. Jón Sigureeirsson. Rétt er að geta þess hér, að um það leyti sem tólfmenning- arnir á Akureyri tóku höndum saman, voru ófáir áhugasamir tónlistariðkendur og -unnendur m.a. úr söngfélögum, sem hug- leitt höfðu stofnun tónlistarfé- lags á breiðum grundvelli, opið öllum. Allt fór þó vel og sam- Jón Sigurgeirsson: Horft um öxl 7. október 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.