Dagur - 07.10.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 07.10.1983, Blaðsíða 9
Par sem þetta er síöa ötga þá er rétt að sýna hérna nokkrar öfgakenndar myndir úr hinum og þessum áttum. Fyrst sjáum við hér minnsta skákborð í heimi en það smíð- uðu úrsmíðanemar í Sviss, hinu nýja heimalandi Kortsnojs. Skákborðið og meðfylgjandi peð, hrókar, riddarar, biskup- ar, kóngar og drottningar eru úr kopar, sínki og nikkel og hver hlið á borðinu er aðeins 12 millimetrar á lengd. Hæðin er einnig 12 mm og sá skákmaður sem trónir hæst, auðvitað kóng- urinn, er 2.5 millimetrar. Haft er fyrir satt að það þurfi góða smásjá, fína flísatöng og óhemju þolinmæði til að máta andstæðinginn á þessu skák- borði. Næst vendum við okkar kvæði í kross og lítum á dýrustu buddu í heimi. Þar er auðvitað ekki átt við stúlkuna á mynd- inni, heldur er það litla kúlulaga veskið sem við er átt. Veskið? Já auðvitað því þetta er ekki sprengja og því síður „bowling kúla.“ Veskið er metið á 10 milljónir íslenskar og í það er notað „barna-krókódílaskinn,“ eðalsteinar og keðjan er úr 100% platiníum. Pað er því rétt að hafa einn reyndan á sex- hleypunni þegar farið er í búðir með slíkan grip en veskið er varðveitt í Múnchen í V-Þýska- landi. Að síðustu sjáum við svo hæstu hárkollu í heimi. Hún er ekki nema tæpir þrír metrar á hæð og er í hinum víðfræga en þó styttanlega Maríu Antoi- nettustíl. Það var svissnesk hár- greiðslukona sem greiddi þessa risakollu og gekk henni greið- lega að slá heimsmetið með þessu lokkaflóði. Það er haft fyrir satt að þetta sé þó ekkert fyrir þá sem greiða sér um þess- ar mundir með þvottapoka og þrá hárprýði heitar en allt annað. Sólarsími Á meðfylgjandi mynd sjáum við nýjung sem jafnvel brjálaðasta manni gæti ekki dottið í hug að gengi hér á landi. Þetta er nefni- lega símaklefi knúinn sólarraf- hlöðu og fyrir þá sem áhuga hafa á sólarsímaati þá upplýsist hér með að símaklefinn er í Ibardinskarðinu í Pyreneafjöll- um á landamærum Spánar og Frakklands. Svona símaklefa væri aldrei hægt að nota á íslandi. Fyrir það fyrsta þá þyrfti að flytja inn sól að hætti Bakkabræðra til að sjá klefanum fyrir nauðsynlegri glætu. í öðru lagi þá þrífast símaklefar mjög illa hér á landi þar sem íbúarnir kunna illa að umgangast svona klefa. Vilja helst brjóta þá og bramla og jafnvel gengur þetta símaklefa- hatur svo langt að þeir eru rúst- aðir í Reykjavík aðeins stein- snar frá lögreglustöðinni. í þriðja lagi má svo nefna að svona sólarklefar eru aðeins notaðir á eyðilegum stöðum þar sem ekki borgar sig að leggja línu og hvaða manni dytti í hug að koma fyrir símaklefa á Sprengisandi eða Kjalvegi hér á landi? Til sölu er Eiður ÞH 3 4 tonn smíðaöur 1979 og með 50 ha. Leyland- vél. Skipper dýptarmælir, Lóran, talstöð, tvær rúllur, spil o.fl. fylgir. Uppl. gefur Hermann Daðason í síma 33222 á Grenivík eftir kl. 7 á kvöldin. Addi Sport ekta leður- og rúskinnsskór stærðir 39-44. Verð kr. 430.- Einnig strigaskór á börn og fullorðna. Verð frá kr. 229.- PÓStsendum. Skóvinnustofa Akureyrar Hafnarstræti 88, sími 23450. Styrktarfélag vangefinna á Norðurlandi Fundur að Hrísalundi 1b (verndaða vinnustaðn- um) miðvikudaginn 12. október kl. 20.30. Mætum öll. Stjórnin. Frá Ferliþjónustu Akureyrar Vegna afmælis Sjálfsbjargar laugardaginn 9. október mun bifreið Ferliþjónustu Akureyrar aka að og frá Bjargi, Bugðusíðu 1. Akstur skal panta í síma 26888 á tímabilinu 13.30-17.30 og eftir kl. 20.30 samdægurs. Forstöðumaður. Meinatæknir óskast í hlutastarf við Kristneshæli Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 31100. Atvinna Vantar starfskraft til vélritunar og símavörslu. Bókhaldsþekking nauðsynleg. Umsóknum sé skilað á afgreiðslu Dags fyrir 14. október merkt: „Starfskraftur“. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða hjúkrunarfræðinga á: Lyflækningadeild, Handlækningadeild, Gjör gæsludeild, Svæfingadeild, Barnadeíld og í stöðu fræðslustjóra hjúkrunar. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96- 22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. 7. október 1983 K?.yj MSC.VJJÍÖ . v - -PfG.UR - i-TiJOrVJ -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.