Dagur - 07.10.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 07.10.1983, Blaðsíða 11
7. okt. 10.35 Mér eru fornu minnin kær. Umsjón: Einar Kristjáns- son frá Hermundarfelli. 19.50 Við stokkinn. Heiðdís Norðfjörð segir bömunum sögu fyrir svefninn. 21.40 Norðanfari. Þættir úr sögu Akureyrar. Umsjón: Óðinn Jónsson. 23.00 Náttfari. Umsjón: Gestur Einar Jónasson. 8. okt. 20.00 Ungir pennar. Umsjón: Dómhildur Sig- urðardóttir. 21.15 Sveitalinan á Tjörnesi. Umsjón: Hiida Torfadótt- ir Laugum í Reykjadal. 23.00 Spegilbrot. Þáttur um sérstæða tón- listarmenn síðasta ára- tugar í umsjá Snorra Guð- varðssonar og Benedikts Más Aðalsteinssonar. Lokaþáttur. 9. okt. 22.35 Kotra. Umsjón: Signý Pálsdóttir. Mánudagur 10. okt. 19.35 Daglegt mál. Umsjón: Erlingur Sigurð- arson. 11. okt. 11.15 Við Pollinn. Umsjón: Ingimar Eydal. 13. okt. 19.35 Daglegt mál. Umsjón: Erlingur Sigurð- arson. „Nýtt líf4t — í Borgarbíó á Akureyri Kvikmyndin Nýtt líf verður sýnd á Akureyri um helgina. Fyrsta sýning verður klukkan 5 á laug- ardag í Borgarbíói og síð- an klukkan 7 og 9. Mynd- in verður sýnd á sömu tímum á sunnudag. Nýtt líf hefur hlotið mjög góða dóma gagnrýnenda og góðar viðtökur kvik- myndahússgesta. Uppselt hefur verið nær allar sýn- ingar, bæði í Vestmanna- eyjum, þar sem myndin var frumsýnd, og í Reykjavík. Höfundur handrits og leikstjóri er Þráinn Bertelsson. Hann sagði í viðtali við Dag að í myndinni væri fjallað um verbúðalíf á gaman- saman hátt: „Ég reyni að segja frá venjulegu fólki í hvers- dagslegu umhverfi á hlý- legan máta. Gamansemi myndarinnar felst í því að hlægja með þessu fólki en ekki að því. Sjálfir tóku Vestmannaeyingar mjög mikinn þátt í gerð myndarinnar.“ Kvikmyndin Nýtt líf hefst í Reykjavík, en ger- ist síðan að mestu á ver- tíð í Vestmannaeyjum. Aðalpersónurnar eru Daníel Ólafsson mat- sveinn og Pór Magnússon þjónn, sem missa skyndi- lega atvinnu sína á Hótel Sögu og telja ráðlegt að reyna að leita að vinnu utan Reykjavíkur til að koma undir sig fótunum og byrja nýtt líf. Þeir ráða sig í vinnu hjá Víglundi „Lunda“ verkstjóra í Vestmanna- eyjum, segjast vera „van- ir menn“ og lenda í mikl- um bónusuppgripum strax fyrsta daginn. í Eyjum kynnast þeir fjölda fólks. Strax á bryggjunni hitta þeir Sig- urð mæjónes, sem er fyrrverandi matsveinn en hrökklaðist frá höfuð- borginni hérna um árið eftir að hafa borið eitrað majónes á borð fyrir þjóðhöfðingja Norður- landa og fleira stór- menni. í verbúðinni ræður Júlli húsvörður ríkjum og þar er bón- usvíkingurinn og aðgerðarkóngurinn Axel sem hefur verið 16 ver- tíðir í Eyjum og er ekki enn orðinn milli, því að eins og hann segir er auð- veldara að eyða pening- um en afla þeirra. Þeir Pór og Danni renna báðir hýru auga til Maríu Lundadóttur, en þarna eru fleiri fönguleg- ar pysjur eins og Elín, sem kosin var Ungfrú Snæfells- og Hnappadals- sýsla 1980. Þegar líður nær lokum vertíðarinnar ráða þeir félagar sig á netabát hjá Ása skipstjóra, sem hefur tröllatrú á því að Þór sé með draumspakari mönnum og kunni ráð til að bjarga aflaskránni eitt árið enn. Allar vertíðir í Vest- mannaeyjum eru við- burðaríkar, ekki síst sú sem lýst er í myndinni. En sjón er sögu ríkari. Eins og áður sagði verður kvikmyndin Nýtt líf sýnd í Borgarbfói um •helgina. Ólíklegt er að myndin hafi langa við- dvöl hér á Akureyri, því mikil ásókn er í að fá hana til sýningar á öðrum stöðum á landinu. Þó eru líkur á að hún verði einn- ig sýnd á mánudag og þriðjudag. Kvikmyndafélagið Nýtt líf, sem Þráinn Bertelsson og Jón Her- mannsson standa að, hef- ur tvær kvikmyndir í bígerð. Önnur verður Heilbrigt líf, eins konar framhald af sögunni um kumpánana sem segir frá í Nýju lífi, og Skamm- degi, sem fjallar um dul- arfulla atburði á afskekkt- um sveitabæ. Þráinn Bertelsson. Einn hinna nýju Toyotabfla. Bláfetl h1 F: Sýnig á Toyota-bílum Bláfell sf. gengst fyrir bílasýningu á Toyota bíl- um um helgina að Draupnisgötu 7b. Á bílasýningunni verð- ur til sýnis hin nýja fram- drifna Toyota Corolla ásamt Camry og Tercel fj órhj óladrifsbílum. Hægt verður að reynslu- aka Toyota Tercel í vik- unni 10.-14. október en nánari upplýsingar fást hjá umboðinu. Bílasýningin verður opin laugardag frá kl. 13- 17 og á sunnudag frá kl. 10-17. Hand- bolti / 1 kvöld Fyrstu heimaleikir Þórs í handknattleik á keppnis- tímabilinu verða leiknir í íþróttahöllinni í kvöld og hefjast þeir kl. 20. Þá byrjar leikur í 3. deild karla og eru mót- herjar Þórsara að þessu sinni lið Selfyssinga. Þótt ógjörningur sé að spá með nokkurri vissu um úrslit þessa leiks ættu Þórsarar að vera sigur- stranglegri. Um kl. 21.15 hefst svo leikur sömu félaga í 2. deild kvenna. Þar eru Þórsstúlkurnar mun sig- urstranglegri, en þær féllu sem kunnugt er í 2. deild s.l. vor. Lionsklúbbur Akureyrar: Bingo í Sjallanum Lionsklúbbur Akureyrar efnir til fjölskyldubingós í Sjallanum sunnudaginn 9. október kl. 14. Fjöldi glæsilegra vinn- inga er á boðstólum að Sýning í Amts- bókasafninu í tilefni af 40 ára afmæli Tónlistarfélags Akureyr- ar mun um helgina verða opnuð sýning í Amts- bókasafninu, og verða þar sýndar verkefnaskrár þeirra 170-180 tónleika sem félagið hefur staðið fyrir frá stofnun þess. Þar getur margt fróð- legt að líta, en sýningin verður opin næstu daga á venjulegum opnunar- tíma Ámtsbókasafnsins. venju. Má nefna Sanyo videótæki eða litasjón- varp, ferð til Amsterdam og helgarferð með Útsýn til Reykjavíkur og gisting í 2 nætur á Hótel Loft leiðum. í hléi verða kaffiveit- ingar og skemmtiatriði, en aðgöngumiðaverð er 100 kr. í því verði er inni- falið eitt spjald, en auka- spjöld verða að sjálf- sögðu til sölu og kosta þau 60 kr. Opið hús á Bjargi Á morgun verður Sjálfsbjörg, félag fatl- Örn sýmr Ingi á Húsavík þar 30-40 olíumálverk um helgina Á föstudagskvöld kl. 20.30 verður opnuð sýn- ing á verkum Arnar Inga í Safnahúsinu á Húsavík. Sýningin verður opin til kl. 22 á föstudagskvöld og á laugardag og sunnu- dag frá kl. 14-22. Á sýningunni verða olíumyndir og er þetta í fyrsta skipti sem Örn Ingi sýnir olíumyndir norðan heiða. „Myndirnar eru allar blautar, málaðar á síð- ustu dögum og vikum, og myndefnið er íslensk náttúra m.a. mótfv sem ég sá á Hveravöllum í upptökuferð fyrir Rúvak fyrir skömmu“, sagði Örn Ingi í spjalli við Dag. Hann sagði að aðstæður á Húsavík væru sérlega skemmtilegar til sýning- arhalds. Á sýningunni verða milli 30 og 40 myndir. aðra á Akureyri 25 ára, og í tilefni dagsins verð- ur Bjarg, hús félagsins við Bugðusíðu 1, til sýnis á afmælisdaginn frá kl. 14-17 jafnframt því sem þá verður kynnt sú starfsemi sem þar fer fram. Það er von stjórnar Sjálfsbjargar að sem flestir bæjarbúar komi og kynnist af eigin raun þeirri starfsemi sem fram fer á Bjargi. í endurhæf- ingarstöðinni munu sjúkraþjálfarar kynna endurhæfingu, svo og þá líkamsrækt sem þar fer fram. Starfsmenn plast- iðjunnar munu kynna framleiðslu verksmiðj- unnar og auk þess verður boðið upp á ódýrar veit- ingar í Súlnasal en svo nefnist veitingasalur á neðstu hæð hússins. Þar verður einnig haldið af- mælishóf á laugardags- kvöldið, en þangað eru allir félagar og velunnar- ar félagsins velkomnir. 7. október 1983 - DAGUR - 11 C86f istíóíilo Á - FiUC'Áö - G!'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.