Dagur - 10.10.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 10.10.1983, Blaðsíða 1
GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, mánudagur 10. október 1983 „Við erum fjarri því að fara á hausinn“ - segir Karl Gunnlaugsson, kaupfélagsstjóri á Svalbarðseyri „Þessar auglýsingar birtust fyrir mistök, því skuldimar voru greiddar og því fer fjarri að við séum að fara á haus- inn,“ sagði Karl Gunnlaugs- son, kaupfélagsstjóri á Sval- barðseyri, aðspurður um aug- lýsingar varðandi uppboð á kartöfluverksmiðju og frysti- húsi Kaupfélags Svalbarðseyr- ar, sem fram átti að fara á morgun. Auglýsingarnar birt- ust í Morgunblaðinu í sl. viku. „Rekstur kartöfluverksmiðj- unnar hefur gengið vel,“ sagði Karl. „Arðsemin þarf líka að vera mikil til að standa undir þeim lánakjörum sem í boði eru hérlendis, þar sem lánin eru í stuttan tíma og auk þess vaxta- þung. Uppskerubrestur hjá kart- öflubændum hefur einnig valdið okkur erfiðleikum. Við fáum vikulega ekki nema 5-10 tonn af íslenskum kartöflum en þurfum að kaupa 35 tonn af innfluttum kartöflum vikulega til að verk- smiðjan hafi nægilegt hráefni. Þessi vikuskammtur af innflutt- um kartöflum kostar um 500 þús- und krónur og þær þurfum við að staðgreiða,“ sagði Karl Gunn- laugsson. Harður árekstur varð á milli fólksbifreiðar og sendiferðabifreiðar á Norðurlandsvegi við Eyjafjarðarbrýr á ellefta tímanum á laugardaginn. Bifreiðamar fóm báðar út af veginum við áreksturinn og önnur þeirra hafnaði á toppnum. Báðar bifreiðarnar eru mikið skemmdar. Á myndinni sést þegar verið er að koma sendiferðabifreiðinni á réttan kjöl en á innfelldu myndinni er fólksbifreiðin. Mynd: KGA. Hitalagnir í flugbrautina á Sauðárkróki: „Stórkostlegt mál“ — segir Pétur Einarsson flugmálastjóri „Það má segja að það sé búið að setja þetta mál upp á hillu í bili vegna fjárhagserfiðleika, en þetta er stórkostlegt mál engu að síður,“ sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri er við spurðum hann hvað liði því að flugvöllurinn á Sauðárkróki yrði lagður hitalögnum og varanlegt slitlag sett yfir. „Þetta yrði stórkostlegt mál. Næsta stig yrði að setja svona upphitun í Reykjavíkurflugvöll, því eins og allir vita byggist allt innanlandsflug upp á Reykjavík- urflugvelli. Ef ekki er opið í Reykjavík þá er allt stopp. Næstur í röðinni yrði væntanlega völlur- inn á Akureyri." - Hvað er kostnaðurinn við þetta? „Þetta kostar líklega um 10 milljónir fyrir hvern völl. En þess ber að gæta að við erum eld- snöggir að fara í þá upphæð ef við erum að kaupa snjóruðnings- tæki fyrir fullkominn völl. Einn góður snjótrukkur kostar bara um 5 milljónir króna. Það er enginn vandi að setja þetta dæmi upp þannig að það sé ekki fjárhagsleg spurning um að fara út í þetta. Við vitum að vísu ekki hvernig þetta virkar endan- lega. Þetta hefur þó verið sett í götuspotta hér fyrir sunnan og í heimreiðir við íbúðarhús og þar hefur þetta virkað mjög vel. Þarna kemur aldrei ísing og það er það sem skiptir máli því snjór- inn er ekki nærri eins mikið vandamál og ísingin." Flugleiðamenn um varaflugvöll hérlendis fyrir Átturnar: „Sparar milljónir“ „Það er tvennt í þessu sam- bandi sem skiptir Flugleiðir mjög miklu máli; annars vegar er það öryggið sem það veitir að hafa hér vara- flugvöll fyrir DC-8 vélar okkar, og hins vegar er þetta geysilegt fjárhagsatriði.Það kostar Flugleiðir milljónir króna á ári að hafa ekki slík- an flugvöll hérlendis,“ segir Sæmundur Guðvinsson fréttafulltrúi Flugleiða, í samtali við Dag. „Það hefur enginn flug- rekstraraðili skrifað Flug- málastjórn vegna þessa máls, og það er enginn þrýst- ingur á okkur um slíkan varaflugvöll,“ segir hins veg- ar Pétur Einarsson flugmála- stjóri. Sjá nánar bls. 9. 113. tölublað „Hrein og bein skemmdar- starfsemi“ - Rúðubrotafaraldur áAkureyrium helgina „Hér er um hreina og beina skemmdarstarfsemi að ræða, gerða í einhverjum vitleysis- gangi og maður skilur ekki til- ganginn með svona Iöguðu,“ sagði Árnj Magnússon, lög- regluvarðstjóri á Akureyri, í samtali við Dag. Það sem Árni á við er rúðu- brotafaraldur sem gekk um bæ- inn um helgina, aðallega á Suður- Brekkunni. Brotnar voru rúður í Sjöfn, Gagnfræðaskólanum, Úti- búi KEA við Byggðaveg og auk þess í tveim íbúðarhúsum þar sem íbúarnir sáfu svefni hinna réttlátu. Auk þess var ráðist á beltagröfu á verksmiðjulóð Sam- bandsins og brotnar í henni þrjár rúður. Allar voru rúðurnar brotnar með grjótkasti. Tjónið af þessum „vitleysisgangi" er veru- legt því í mörgum tilfellum var um stórar tvöfaldar rúður að ræða. Sökudólgarnir eru enn ófundnir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.