Dagur - 10.10.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 10.10.1983, Blaðsíða 3
Jóhann Már með hundinn sinn Pésa. „Bóndinn“ Jóhann Már og Guðjón Pálsson á nýrri plötu „Bóndinn“ heitir hljómplata sem nýkomin er út, þar sem Jóhann Már Jóhannsson, bóndi í Keflavík í Hegranesi, syngur við undirleik Guðjóns Pálssonar, tónlistarkennara á Hvammstanga. Á plötunni eru 17 lög, öll eftir íslenska höfunda, að einu undan- skyldu. Meðal lagahöfunda eru Skúli Halldórsson, Sigvaldi Kaldalóns, Árni Thorsteinsson, Björgvin Guðmundsson, Jón Björnsson, Þórarinn Guðmunds- son, Ingi T. Lárusson, Páll ísólfs- son, Sigfús Einarsson og Sigfús Halldórsson. Eftir Sigfús er m.a. lagið Grenitréð við texta eftir Heiðrek Guðmundsson. Petta er nýtt lag, sem Sigfús tileinkaði Jóhanni og hefur það ekki heyrst áður. Jóhann Már Jóhannsson er Akureyringur að uppruna, en undanfarin 10 ár hefur hann búið í Keflavík, sem er í Hegranesi í Skagafirði, skammt frá Sauðár- króki. Jóhann er sjálfmenntaður í söngnum, en undirstöðuatriðin fékk hann hjá Sigurði Demetz í Tónlistarskólanum á Akureyri. Jóhann er sonur Jóhanns heitins Konráðssonar, söngvara, og Fanneyjar Oddgeirsdóttur, þann- ig að hann hefur sönginn í blóð- inu úr báðum ættum. Guðjón Pálsson, píanóleikari, er fæddur og uppalinn í Vest- mannaeyjum, sonur Páls Eyjólfs- sonar og Fannýar Guðjónsdótt- ur. Hann hefur leikið með ýms- um hljómsveitum um dagana, auk þess sem hann hefur verið kirkjuorganisti og söngstjóri samhliða kennslu. Guðjón er nú skólastjóri Tónlistarskóla Vestur-Húnavatnssýslu. Sigfús halldórsson á nýtt lag á plðtu Jóhanns og hér leggur hann á ráðin með Guðjóni Pálssyni, píanóleikara, þegar upptakan var gerð. Brynjólfur Ingvarsson, geðlæknir, um Geðdeildina: „Tilbúinn til að starfrækja deildina áfram“ - Brynjólfur setur óframkvæmanleg skilyrði að mati sjúkrahússstjórnar „Ég lýsti því yfir 19. septem- ber, að ég væri tilbúinn til að starfrækja deildina út minn uppsagnartíma, ef sjúkrahúss- stjórnin gengi að mínum óskum. Hún hefur hins vegar ekki viljað svara mínu bréfi og þess vegna hefur deildin ekki tekið til starfa enn,“ sagði Brynjólfur Ingvarsson, yfir- læknir Geðdeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, í samtali við Dag. Eins og áður hefur komið fram í Degi, þá útskrifaði Brynjólfur alla sjúklingana á deildinni 1. september og síðan hefur engin starfsemi farið þar fram. Brynj- ólfur var spurður um ástæður þessara deilna milli hans og stjórnar sjúkrahússins. „Ég treysti mér ekki til að bera ábyrgð á rekstri þessarar deildar lengur, eins og hún hefur verið rekin,“ svaraði Brynjólfur. „Það var ætlunin þegar deildin var sett á laggirnar, að hún þróaðist í full- komna geðdeild hvað þjónustu við geðsjúka varðar. Það hefur ekki farið eftir, en þess í stað hef- ur verið dregið úr þjór.ustunni vegna fjársveltis. Það hafa til að mynda allir verið sammála því, að þörf sé fyrir tvo sérfræðinga á deildinni. Þrátt fyrir það hefur sjúkrahússstjórnin lítið gert til þess að fá annan mann og ég er búinn að fá mig fullsaddan á því að klifa á því sama í 6 ár.“ - Var réttlætanlegt gagnvart sjúklingunum að útskrifa þá? „Hér var einungis um að ræða örfáa dagsjúklinga og það var engin áhætta tekin varðandi heilsu þeirra með útskriftinni. Ég kom þeim í öruggar hendur lækna,“ svaraði Brynjólfur. - Um hvað er deilt? „Það eru held ég allir sammála um að byggja upp legudeild í spítalabyggingunni. En það tekur sinn tíma og deilan stendur um hvernig best sé að starfrækja deildina á meðan. Ég var tilbúinn til þess að starfrækja hana út minn uppsagnarfrest, en bréfi mínu hefur ekki verið svarað, eins og ég sagði í upphafi. Mér hefur borist til eyrna, að stjórn- armönnum þyki ég setja upp of harða skilmála. Það er þeirra mat. Ég tel að það geti leitt til ófyrirsjáanlegra hörmunga, að sniðganga hugmyndir lækna um það hvernig læknisþjónustu skuli hagað,“ sagði Brynjólfur Ingv- arsson í lok samtalsins. „Því miður er ekkert útlit fyrir að starfsemi Geðdeildarinnar fari í gang aftur fyrr en annar sér- fræðingur hefur verið ráðinn til að veita henni forstöðu," sagði Gunnar Sigurbjörnsson, fulltrúi framkvæmdastjóra sjúkrahúss- ins, í samtali við Dag. „Brynjólfur hefur sagt starfi sínu lausu og staða hans hefur verið auglýst með umsóknarfresti til 15. október. Það liggur því ekki fyrir hvenær sérfræðingur fæst til starfa." - Hvað með tilboð Brynjólfs, sem hann segir að hafi ekki verið svarað? „Brynjólfur sagði starfi sínu lausu og uppsagnarfrestur hans rennur út um næstu mánaðamót. í beinu framhaldi af því var staða hans auglýst. Brynjólfur gerði stjórn sjúkrahússins síðan tilboð varðandi áframhaldandi starf- semi, en þar setur hann skilyrði, sem stjórnin getur ekki gengið að, þar á meðal ráðningu annars sérfræðings. Það mál heyrir undir Heilbrigðisráðuneytið og Hag- sýslustofnun ríkisins,“ sagði Gunnar Sigurbjörnsson. e«(! P- 1983t- X)AGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.