Dagur - 10.10.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 10.10.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Verslunarvitleysan í Reykjavík Að margra mati er eitt höfuðvandamál ís- lensks efnahagslífs offjárfesting. Fyrst og fremst hefur spjótum verið beint gegn offjár- festingu í sjávarútvegi — of mörgum skuttog- urum og fleiru í þeim dúr. Ekki skal dregið úr því að miðað við ástand fiskistofna eru fiski- skip hér við land of mörg. Sækja mætti sama aflamagn með miklu færri skipum. Ef önnur viðmiðim er hins vegar notuð, þ.e. heppileg dreifing flotans um landið og nýting starfs- krafta og tækja í fiskvinnsluverum út um allt land, lítur dæmið nokkuð öðruvísi út. Ef fækka á skipum án þess að komi verulega niður á einstökum sjávarplássum verður að koma til samnýting aflans úr skipunum. Samvinna kann að vera lausnarorðið á þessum vanda, eins og á svo mörgum öðrum sviðum. En það hefur víðar verið offjárfest en í fiski- skipum. Þau eru forvitnileg ummælin sem Þjóðviljinn hefur eftir formanni Kaupmanna- samtakanna, Sigurði E. Haraldssyni, en hann segir m.a. um fjárfestinguna í verslimarhús- næði á höfuðborgarsvæðinu: „Ég er hræddur um að það stefni í algjört óefni með svo mikilli fjárfestingu í verslim ... Það er engan veginn grundvöllur fyrir svona stóru verslunarkerfi hér... Ástandið hér er tvímælalaust komið út í eitthvert vitleysis kapphlaup. Hér virðast allir ætla að gera allt í einu. Það er ekki hægt að sjá að nokkur skipu- leg stjórmm sé á þessum málum ... Ef þetta nær allt að ganga fram þá er ekki annað fram- undan en skrapdagakerfi í verslun líkt og í sjávarútvegi, “ sagði formaður Kaupmanna- samtakanna meðal annars. Það hefur stundum verið minnst á það hér í þessu blaði að fjárfestingar í þjónustugrein- um á höfuðborgarsvæðinu væru með eindæm- um. Þó að formaður Kaupmannasamtakanna sé að nokkru leyti að vekja athygli á þessu ástandi með hagsmuni smærri kaupmanna í huga, þá hljóta ummæli hans að vega nokkuð þungt. Það sem hann bendir á er að innan skamms verði á stuttum tíma búið að opna stórmarkaði á höfuðborgarsvæðinu sem sam- kvæmt öllum venjulegum stöðlum ættu að nægja öllum íslendingum. Fermetrar í verslun á hvem íbúa Reykjavíkur eru nú nær tvöfalt fleiri en á hvem íbúa í borg af svipaðri stærð og Reykjavík. íhaldsblöðin sem hvað mest hafa andskot- ast út í landbúnað og sjávarútveg og offjár- festingu í fiskiskipum út um landið mættu gjaman taka á þessu máli. 4 - ÖAG Cl R - 1októbér' 1*983 ■| AFMÆLISK VEÐ J A Stefán Reykjalín Byggingameistari - Sjötugur Vinur minn og samstarfsmaður um langt skeið, Stefán Reykjalín byggingameistari á Akureyri varð 70 ára sunnudaginn 9. október. Það má nú segja, að hratt fljúgi stund, því mér finnst eins og það hefði gerst í gær, þeg- ar vinir og kunningjar Stefáns fögnuðu honum sextugum í eftir- minnilegri veislu, sem hann hélt á heimili sínu. Þó er liðinn heill áratugur og hefur vissulega margt gerst og breyst á þeim tíma. Það sem mér finnst þó ekki hafa breyst síðan er hinn síungi andi sem í manninum býr og gerir það að verkum að hann er alltaf léttur og hress. Það liggur jafnvel við að Stefán yngist með árunum að þessu leyti og að mínu mati eru þetta einhverjir bestu eiginleikar sem hverjum manni eru gefnir. Og að fá slíka samverkamenn er ómetanlegt. Stefán fæddist á Akureyri fyrir sjötíu árum síðan. Hann getur líka státað af því að vera fæddur í hjarta bæjarins því sá atburður átti sér stað í Brekkugötu 5, sem er í miðjum miðbænum. Foreldr- ar hans voru Ingibjörg Bjarna- dóttir og Guðmundur Ólafsson, byggingameistari, en þau voru ekki gift og var Stefán þess vegna tekinn í fóstur af konu Guð- mundar, en hún var Svanfríður Jónsdóttir. Með þeim flutti hann 2ja ára gamall að Stóra-Holti í Fljótum og ólst þar upp til 12 ára aldurs. Að vera alinn upp í Fljót- um í Skagafirði býr hver maður að allt sitt líf, það getur sá er þessar línur ritar vottað. Þar var ég svo heppinn að vera í sveit til fjölda ára þar var mannlífið ein- stakt og náttúrufegurð mikil. Enda er það svo að þessara ára hefur Stefán minnst á við mig mjög oft og á þaðan margar skemmtilegar minningar. Ekki gerðist hann þó Fljótamaður til frambúðar því fjölskyldan flutti til Akureyrar aftur árið 1926 þar sem Guðmundur gerðist umsvifa- mikill byggingameistari. Árið 1933 deyr Svanfríður fóstra hans og þá er það sem foreldrarnir ganga í hjónaband og taka upp búskap saman. Hefur Stefán það oft í flimtingum, að hann hafi fæðst óskilgetinn en orðið skil- getinn þegar hann stóð á tvítugu. Stefán gekk í Menntaskólann á Akureyri og varð stúdent vorið 1938. Ekki varð þó meira úr bók- legu námi, en hann hafði starfað mikið með föður sínum að bygg- ingum og tók nú að sér bygginga- eftirlit í sveitum fyrir Kaupfélag Eyfirðinga. Vegna allra þessara starfa öðlaðist hann meistararétt- indi sem húsasmiður án þess að þurfa að fara í eiginlegt nám og árið 1943 hóf hann sjálfstæðan rekstur í byggingariðnaði, rekst- ur sem hann rak farsællega í rúm- lega 30 ár. Eru margar stærri byggingar á Akureyri byggðar af Stefáni og hans mönnum og má þar t.d. nefna Landsbankann, Útvegsbankann, Búnaðarbank- ann, Amaro og Heimavist Menntaskólans. Þær eru síðan ótaldar allar íbúðirnar, smáar og stórar sem Stefán hefur byggt og selt og það er mér kunnugt um að hann var annálaður fyrir dugnað og áreiðanleika. Þannig munu skólameistarnir báðir, Sigurður og Þórarinn ætíð hafa leitað til Stefáns þegar þeir þurftu að fá byggingarleg ráð og síðan byggði hann að þeirra undirlagi Heima- vist Menntaskólans, eins og áður er getið. Og til marks um traust Þórarins á Stefáni og vissu um að hann gæti leitt nemendur á betri brautir þá voru menn um tíma sendir í vinnu hjá honum þegar út frá reglum skólans hafði brugðið. Þetta var kallað að fara á Brimarhólm og er mér minni- stætt, þegar einn ágætur skóla- bróðir minn lenti þar í viku. Er hann nú virðulegur hæstaréttar- lögmaður á Akureyri og telur vistina hjá Stefáni með betri köfl- unum í uppeldi sínu. Stefán Reykjalín gerðist fram- sóknarmaður. Sumum reyndist oft erfitt að henda reiður á því hvaða stefna hún sé þessi fram- sóknarstefna hvort þetta séu íhaldsmenn eða sósíalistar og allt þar á milli. Ég segi stundum að Stefán sé einn af betri íhalds- mönnum, sem ég hefi hitt en eitt er víst að sammvinnuhugsjónin er honum í blóð borin og hann er einlægur samvinnumaður. í bæjarstjórnarkosningunum 1954 var Stefán í fimmta sæti á lista Framsóknarflokksins en þá fékk flokkurinn þrjá menn kjörna. Atvikin höguðu því svo, að tveimur árum síðar fluttust tveir af aðalmönnunum úr bænum og upp frá því átti Stefán setu í bæjarstjórn Akureyrar til ársins 1978 eða í 22 ár. Þær eru ekki margar nefndirnar á vegum bæjarins sem Stefán hefur ekki setið í, í lengri eða skemmri tíma. Þó er bygginganefnd sú sem hann hefur átt lengst setu í eða 25 ár lengst af sem formaður. Formaður hafnarstjórnar hefur hann verið frá 1962 til þessa dags og um árabil hefur hann átt sæti í stjórn Hafnarsambands sveitar- félaga. Stefán hefur verið um- deildur eins og alltaf er um þá sem gefa sig að opinberum málum, en ætíð hefur hann leit- ast við að gera það sem honum hefur þótt rétt og það sem hann hefur talið bæjarfélaginu fyrir bestu. Það veit sá sem þetta ritar af löngum og nánum kynnum við þann sem um er rætt. í árslok 1971 urðu þáttaskil í lífi Stefáns Reykjalín. Þá er hann skipaður formaður í stjórn Slipp- stöðvarinnar á Akureyri, sem þá hafði átt við mikla rekstrar- og fjárhagserfiðleika að etja um skeið. Sýnir þetta hvert traust var borið til Stefáns að fela honum þetta verkefni, því mjög mikil óvissa var um framtíð þessa fyrir- tækis og miklar efasemdir um að hægt væri að koma því á réttan kjöl. Með skipun Stefáns í þetta embætti hófst það samstarf okkar,-sem síðar leiddi til ein- lægrar vináttu og trúnaðar, sem aldrei hefur borið skugga á. Þarna sýndi hann kjark svo sem hans var von með því að takast á hendur þetta áhættusama starf. Hann hafði öðlast viðurkenningu í öllum fyrri störfum sínum og hann hafði miklu að tapa ef þessi tilraun heppnaðist ekki. Mér er oft hugsað til þessara ára. Aldrei var Stefán með neinn bilbug og vol og víl var nokkuð sem ekki komst að á þeim bæ. Bjartsýnin hafði alltaf yfirhöndina og eins og sagt var í upphafi þessarar grein- ar voru þetta þeir kostir, sem stjórnarformaður undir þessum kringumstæðum þurfti að vera búinn. Það hefur sennilega aldrei komið nægilega skýrt fram hversu mikinn þátt Stefán átti í því að smám saman fór að birta til í rekstri Slippstöðvarinnar og nú er þetta sterkt og rótgróið fyrirtæki. Því hefur oft verið haldið fram og það með nokkrum rétti, að samningar þeir sem stöð- in gerði við Einar ríka á sínum tíma hafi verið sá vendipunktur sem betri tíð framundan byggðist á. Einar skrifaði bréf til Stefáns á sextugsafmæli hans fyrir 10 árum síðan og segir þar m.a. þetta: „Ég hef sjaldan fyrirhitt á lífsleiðinni jafn einlægan mann og þig og mikinn drengskapar- mann. Ég er ekki viss um að við- skipti mín við Slippstöðina hf. hefðu orðið jafnmikil og þau urðu, ég vona okkur báðum til mikillar blessunar, ef þinna mannkosta hefði ekki notið við“. Þessi orð segja raunar allt sem þarf að segja um þátt Stefáns í því sem áunnist hefur á liðnum árum. Vð höfum spurnir af því að skipin reyndust Einari vel og þessi samskipti urðu Stefáni til þeirrar blessunar sem Einar von- aðist svo eftir. Það er mér kunn- ugt um og mér er heldur ekki grunlaust um það að það hafi ein- mitt verið þetta verkefni hans sem hefur gert það að verkum, að mér finnst hann hafa yngst á þeim árum, sem liðið hafa síðan hann tókst það á hendur. Stefán er og hefur verið gæfu- maður. Öll þau verk sem hann hefur tekið að sér og honum hafa verið falin hefur hann leyst af hendi á farsælan hátt. Þrátt fyrir ailt þetta var hans mesta gæfa að eignast sína ágætu eiginkonu sem hann giftist árið 1940. Hún heitir Guðbjörg Bjarnadóttir og er ætt- uð frá Leifsstöðum í Eyjafirði. Bubba er góð kona og frá henni geislar góðvild og hjartahlýja. Hún varð sjötug fyrr á þessu ári og kennir vélritun í Gagnfræða- skólanum, en það hefur hún gert um nær 30 ára skeið. Þeim varð tveggja sona auðið, sem báðir eru uppkomnir og fyrir löngu farnir úr foreldrahúsum. Bjarni er fæddur árið 1949 og starfar nú sem arkitekt á Akureyri, er giftur Svövu Aradóttur og eiga þau tvö börn. Guðmundur er fæddur árið 1953, er giftur Guðrúnu Jóns- dóttur og starfar sem fram- kvæmdastjóri Apotekarafélags íslands. Þau eiga eitt barn, en son átti hann fyrir hjónaband. Þetta eru ljúfir drengir og bera foreldrum sínum gott vitni. Kæru vinir, Stefán og Bubba. Á þessum tímamótum sendum við Guðríður ykkur bestu kveðj- ur og árnaðaróskir. Stefáni þakka ég samvinnuna á liðnum árum og vonast til þess að við megum njóta krafta hans sem lengst. Gunnar Ragnars.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.