Dagur - 10.10.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 10.10.1983, Blaðsíða 9
 Á AKUREYRI námsbrautum: Eðlisfræðibraut, málabraut, myndlistabraut, nátt- úrufræðibraut, samfélagsbraut, tónlistarbraut og viðskiptabraut fjórða árs. Mikill sveigjanleiki er í námi í skólanum og margar leiðir leyfðar að markinu, sem er stúdentspróf. Próf þetta veitir engin starfsréttindi. Hins vegar veitir stúdentspróf inngöngu í háskóla víða um lönd, og við flesta bandaríska háskóla fá nem- endur frá Menntaskólanum á Akureyri nám sitt hér metið jafn- gilt tveggja ára háskólanámi þar. Mikið heyrist um það rætt þessi misseri, að of mikið megi af því gera að mennta sig til bókar- innar, og vel kann það rétt að vera, því hóf er best í hverjum hlut. Hins vegar tel ég ekki enn gæta neins óhófs í skólagöngu fólks og enn má auka að miklum mun menntun íslendinga, bæði hina almennu undirstöðumennt- un svo og flesta starfsmenntun. Það er svo hins vegar plagsið- ur, þegar illa árar og erfiðlega gengur í heimsversluninni, að tala um að of mikið sé um skóla- lærdóm og skólamenntun og sjálfsagt sé því að spara við sig þar, láta fólk fara að vinna svo að það geti keypt varninginn. Vona ég, að þið, góðir nem- endur, notfærið ykkur margvís- leg tækifæri, sem ykkur bjóðast hér og virðið reglur skólans í öllu. Lokaorð Hvað er skóli? Skóli er ekki aðeins hús, og ef til vill alls ekki hús, eins og við höldum á stundum. Skóli er ef til vill kennarar og nemendur, og góður skóli verður að hafa á að skipa áhugasömum nemendum og færum kennurum. En það er ekki nóg. Skóli verður að vera meira. Skóli er heilsteypt samfé- lag, skóli er líka vinátta og eðli- leg samskipti, skóli er leit að ein- hverju betra og skóli er andblær, sem aldrei gleymist okkur meðan lifað er. Þannig skóli vill Menntaskól- inn á Akureyri vera. Menntaskólinn á Akureyri er settur í hundraðasta og fjórða sinn. / Sæmundur Guðvinsson fréttafulltrúi Flugleiða: „Kostar Flugleiðir milljónir að hafa ekki varavöll hér“ - Enginn þrýstingur á Flugmálastjórn um slíkan vara- flugvöll, segir Pétur Einarsson flugmálstjóri „Það er tvennt sem skiptir Flugleiðir mjög miklu varð- andi þetta mál. Annars vegar er það öryggið sem það veitir að fá hér varaflugvöll fyrir DC- 8 vélar okkar sem eru í Atlantshafsfluginu og hins veg- ar er þetta mjög mikið fjár- hagslegt atriði,“ sagði Sæ- mundur Guðvinsson fréttafull- trúi Flugleiða er Dagur ræddi við hann varðandi varaflugvöll fyrir þær vélar hér á landi, en varaflugvöllur fyrir Boeingþot- ur Flugleiða er á Akureyri. „Eini flugvöllurinn hér á landi þar sem DC-8 þotur okkar geta lent á er í Keflavík og því er varavöllur fyrir þær í Skotlandi. Þetta þýðir að þær verða að taka miklu meira eldsneyti bæði í New York og Luxemborg heldur en ella og með allt þetta aukaelds- neyti brenna þær miklu meira. Ef ekki þyrfti að fljúga með allan þennan aukaþunga væri að sjálf- sögðu hægt að nýta vélarnar bet- ur til arðbærra flutninga. Það er ekkert vafamál að það kostar Flugleiðir milljónir króna á ári að hafa ekki varavöll hér- lendis. Það hefur aðallega verið talað um þrjá staði þar sem hægt væri að hafa þennan völl á, en það eru Sauðárkrókur, Húsavík og Egilsstaðir. Það sem skiptir mestu máli er að aðflugið og veðurskilyrði séu öðruvísi en hér fyrir sunnan,“ sagði Sæmundur. „Það hefur ekki verið tekin um það endanleg ákvörðun hvar varavöllur fyrir millilandaflug á að vera þótt spjótin hafi mikið beinst að Sauðárkróki,“ sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri er við ræddum við hann um þetta mál. „Ef þú ert að tala um neyðar- flugvöll þá er nóg til af völlum þar sem hægt er að koma þessum vélum niður. Ef verið er að tala um varavöll í raun, sem vél á Atlantshafsleiðinni getur planað á sem fullkominn völl með öllum öryggistækjum og öðru, þá verða menn að setja það niður fyrir sér hvað sparast á þessu. Ég hef heyrt að DC-8 vélar Flugleiða geti ekki flutt meiri fragt þótt af þessu yrði. Það þarf- þetta ekki fyrir Boeing-vélarnar. Hins vegar þarf herinn þetta og það er önnur saga. Þetta .getur sparað hernum miklar fjárhæðir að hafa varaflugvöll hér í stað þess að hafa hann í Bretlandi. Það er hins vegar mál sem ég veit ekki meira um.“ - Hvaða vellir hérlendis geta verið neyðarvellir fyrir DC-8 vél- arnar? „Þær þurfa að vísu geysilega brautarlengd, en það er hægt að koma þeim niður þótt erfitt geti verið að koma þeim í loftið. Ég þori ekki að fullyrða um þetta en ég held að þeir kæmu henni niður á Sauðárkróki. Það er hins vegar hættulegt mál því hún gæti sópað inn í hreyflana mölinni sem þar er.“ Þess ber einnig að gæta að Keflavíkurflugvöllur er með 98% nýtingu. Varnarliðið er með svokallað GSA kerfi sem rekið er fyrir herinn og það er nánast aðflug niður á braut. Þá erum við að færa Keflavíkurflugvöllinn inn í nýtt kerfi og það þýðir að lág- markið verður um 50 fet. Ég grennslaðist fyrir um það hverjir það væru sem hefðu mikinn áhuga á að fá þennan varaflugvöll og ég hef nánast eng- an hitt ennþá nema Norðlend- inga sem sækja það fast. Það hef- ur enginn flugrekstraraðili skrif- að flugmálastjórn vegna þessa máls og það er ekki þrýstingur á okkur um slíkan varaflugvöll,“ sagði Pétur Einarsson flugmála- stjóri að lokum. 12. starfsár Passíukórsins að hefjast: Fyrirhugað að flytja Messiah eftir Handel Passíukórinn á Akureyri er að hefja sitt 12. starfsár, reyndar hófu félagar kórsins að æfa með Leikfélagi Akureyrar „My fair Lady“ um mánaðamótin ágúst- september. Þar sem svo stór hluti kórsins er í vinnu í leikhúsinu 4-5 kvöld í viku næstu 2 mánuði, verður einungis 1 æfing á viku fyrst um sinn. Að venju verður þá æft á miðvikudagskvöldum kl. 20, í Tónlistarskólanum. Starfið hefst með rabbfundi miðvikudag- inn 12. október kl. 19 (ath. tíma- setningu) en fyrsta æfing verður 19. október kl. 20. í haust eins og undanfarin ár vantar fleira söng- fólk og hvetjum við unga og aldna (unga í anda) til þess að mæta sem fyrst á æfingu og kynn- ast starfinu eða hafa samband við stjórnanda eða stjórnarlimi. Verkefni vetrarins hafa ekki verið ákveðin að fullu en fyrir- hugað er að flytja jólaþáttinn úr Messiah Handels, milli jóla og nýárs. Eftir áramótin verður væntanlega frumflutt eitt verk og er verið að skoða nokkur í því sambandi. Til greina hefur komið að flytja “Mass“ eftir Leonard Bernstein og verður þá nóg að gera fyrir kór, jassleikara, rokk- og bluessöngvara, jassballett- dansara og strengjasveit, ef verk- ið verður flutt með öllu sem til þarf en mögulegt er að hafa sviðsetningu minni. Stjórnandi Passíukórsins er sem fyrr Roar Kvam en stjórn kórsins þetta starfsár skipa Þór- oddur F. Þóroddsson (form.), Elínborg Lárusdóttir (rit.), Guð- rún Ingimundardóttir (gjaldk.), Hildur Bergþórsdóttir og Ás- björn Dagbjartsson. Stjórnin. 10? (C>ktö,b,er fð83-tíÁÖtftt -9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.