Dagur - 12.10.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 12.10.1983, Blaðsíða 2
Á hvernig tónlist hlustar þú helst? Guðmundur Brynjarsson: Ég hef ekki hlustað á hljóm- plötu lengi. Eiginlega hlusta ég mest á þá tónlist sem er í út- varpinu. Ámi Kjartansson: Það er nokkuð misjafnt, eigin- lega hlusta ég á allar tegundir af léttri tónlist. Steinþór Stefánsson: Ég hlusta á allt. Sinfóníur eru ágætar. Og það er ágætt að hlusta á garnagaulið sem maður er sjálfur að semja. Baldur Halldorsson: Það er helst róleg tónlist sem ég hlusta á. Nei, ég er lítið gef- inn fyrir poppið. —ftt.................. Sigurður Ingvarsson: Það er helst á danslögin í út- I varpinu á kvöldin. Ég er ekki I á neinni sérstakri stefnu. „Hollendingar eru merkilega líkir okkur íslendingum“ - segir Magnús Oddsson svæðisstjóri Arnarflugs í Amsterdam „Hollendingar eru merki- lega líkir okkur íslending- um; þeir eru vinnusamir en þeir skipuleggja sig ekki allt of mikið,“ sagði Magnús Oddsson, umdæmisstjóri Arnarflugs í Evrópu, í sam- tali við Dag í Amsterdam fyrir skömmu. Magnús er fæddur og uppalinn á Akranesi, en eins og margir aðrir Skagamenn lagði hann leið sína í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi. Að því loknu tók við kennsla heima á Skaga og síðar í Hagaskólanum í Reykjavík. Samhliða vinnu lauk Magnús námi við Kennara- háskólann, en þrátt fyrir það leiddist hann ár frá ári meira inn í ferðamannaþjónustu. Það byrj- aði með fararstjórn fyrir Guðna í Sunnu á Spáni 1974 og Magnús vann fyrir Guðna yfir sumartím- ann allt þar til hann hætti með ferðaskrifstofuna. Þá fór Magnús yfir til Arnarflugs, þar sem hann hefur starfað síðan, fyrst við markaðsmál innanlandsflugsins, en þegar stefndi í áætlunarflug félagsins milli landa fór Magnús að vinna við það verkefni. Það varð síðan til þess að hann flutti til Amsterdam þegar reglubundið áætlunarflug Arnarflugs til Evrópulanda hófst. Þaðan stjórn- ar hann kynningar- og sölustarf- semi Arnarflugs í Evrópu, en fé- lagið er með skrifstofur í Sviss og Þýskalandi auk Hollands og þar starfa 9 manns. Eiginkona Magn- úsar er Ingibjörg Kristjánsdóttir. Magnús var spurður hvort reynsl- an hafi sýnt, að það hafi verið rétt ákvörðun að veita Arnarflugi heimild til áætlunarflugs til Evrópu. „Já, tvímælalaust,“ svaraði Magnús. „Það er okkar bjarg- fasta skoðun, að fleiri en einn að- ili eigi að þjóna millilandaflugi frá íslandi - og ég held að landar okkar hafi þegar svarað því, að það er þeirra vilji, þeir vilja hafa val. Af sömu ástæðu vilja Akur- eyringar hafa fleiri en eina ferða- skrifstofu.“ - Nú hefur þú starfað við þjónustu fyrir íslendinga á Spáni og í Hollandi. Er þarna einhver munur á? „Já, það er verulegur munur. Þeir sem fara til Spánar eru oftast í hópferðum og gera lítið af því að skoða sig um sjálfstætt. Þeir sem koma hingað eru hins vegar meira á ferðinni, taka gjarnan bílaleigubíl og skoða sig um. Með þessu er ég þó ekki að segja, að Spánarfararnir séu ófærir um að ferðast sjálfstætt. Hér getur jafnvel verið um sama fólkið að ræða, en í Spánarferðunum reyn- ir ekki á sjálfsbjargarviðleitn- ina.“ - Hvernig er að búa í Hol- landi; er það ódýrara heldur en heima? „Ég hef kunnað ágætlega við mig í þessa 15 mánuði sem ég hef búið hér. Heilt yfir held ég að verðlag hér sé svipað og heima. Matur og aðrar daglegar nauð- synjar eru að vísu ódýrari hér, en á móti kemur að húsnæði er tals- vert dýrara. Lífsgæðakröfur Hollendinga eru líka aðrar en hjá okkur. Það skiptir þá ekki eins miklu máli að eiga dýrar og vandaðar íbúðir, en í staðinn láta þeir meira eftir sér á öðrum sviðum; fara oftar út að borða til dæmis og ferðast meira en við gerum.“ - Hvað gerir íslendingur í Hollandi í frístundum sínum? „Ég hef haft ærinn starfa hér síðan ég kom út, þannig að það hefur ekki verið mikið um frí. Gefist tækifæri til þá ferðast ég, þvf ég hef gaman af að skoða heiminn. Heima fyrir geri ég mikið af því að horfa á sjónvarp, enda get ég valið úr 8 sjónvarps- stöðvum. Og ef ég hef von um góðan knattspyrnuleik í nágrenn- inu þá tel ég ekki eftir mér að aka svolítinn spotta, ég tala nú ekki um ef einhver landa okkar er þar í sviðsljósinu.“ - Áttu von á langri dvöl í Amsterdam? „Ég hef gaman af að skoða heiminn,“ segir Magnús Oddsson. „Það er undir stjórn Arnar- flugs komið. Ég var ráðinn hér til ársins, en nú erum við búin að vera hér í 15 mánuði. Ef ég verð beðinn að vera áfram þá reikna ég með að taka því, en langvar- andi búseta erlendis er ekki okk- ar vilji,“ sagði Magnús Oddsson í lok samtalsins. Eftir að þetta samtal var tekið höfum við fengið þær fréttir, að Magnús komi heim og taki við starfi markaðsfulltrúa Arnar- flugs. Hver er þessi Wilhelm? „Lesandi“ sendi eftirfarandi fyrirspurn til Dags; Hver er þessi Wilhelm sem ritar grein eftir grein í blaðið? Samkvæmt mann- tali og íbúaskrá er til Vilhelm. Ef þetta^er sami maðurinn, samrým- ist það íslenskum lögum að breyta nafni sínu? Þarf ekki heim- ild Dómsmálaráðuneytisins og birtingu auglýsingar þar um í lög- birtingarblaði og öðrum fjölmiðl- um? ., '9-3006 1-5276 J - J J. 5 9 -öOó'i , - 9 j B *5 5'6 7 víuH&LB VILHFL-* VlLHfcLM V ILrv ________M VILHEtM VlLHtLM Hendum þeim ekkiut Strætisvagnabflstjóri á Akureyri hafði samband við blaðið og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Við strætisvagnabílstjórar í bænum erum mjög óhressir með hvernig tekið er til orða í les- endabréfi sem birtist í Degi ný- lega. Þar er fjallað um öryggi barna úr Innbænum í umferðinni og segir m.a. á einum stað: „Þessi mál horfa ekki betur við börnum sem fara með stræt- isvagni áleiðis til skólans því þeim er hent út nálægt Hitaveit- unni...“ - Ég vil koma því á framfæri að við hendum börnun- um ekki út úr vögnunum. 2 á.DAGUR m t2. októbér t983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.