Dagur - 12.10.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 12.10.1983, Blaðsíða 6
Hlutverk Alþingis að leiða þjóð okkar til farsældar - sagði Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands við setningu 106. löggjafarþingsins Alþingi íslendinga, 106. lög- gjafarþingið, var sett við hátíð- lega athöfn á mánudag, 10. október. Þegar Yigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, hafði lesið forsetabréf um setn- ingu þingsins sagði hún meðal annars: „Okkur hefur verið gert ljóst, háttvirtir alþingismenn, að við lifum þessar stundir á erfiðari tímum en lengi hafa þekkst í landi okkar. Víst er að við ís- lendingar hver og einn viljum allt af mörkum leggja til að þjóðar- bú okkar standi með þeirri reisn, sem við höfum viljað gefa því á undangengnum árum. Síðan lýð- veldið var endurreist hefur eng- inn Islendingur það ég veit geng- ið að verkum sínum með hang- andi hendi né talið ástæðu til að biðja afsökunar aðrar þjóðir á at- höfnum okkar, þar sem við höf- um af auðæfum okkar, auk huga og handa, sitthvað til mála að leggja og reyndar mikla gjöf að gefa. Hlutverk Alþingis er alla daga að leiða þjóð okkar til farsældar. Stundum þarf Ieiðbeinandinn að tyfta, en það er aðalsmerki hvers uppalanda að beita aga af nokk- urri mildi svo að sá, sem nýtur forsjár, finni hlýju og velvild sem veitt er til velfarnaðar. Aldrei má draga myndina upp í svo dökkum litum að sköpunarkraft- ur og þróttur verði drepinn í dróma. Ávani blindar fólk, slag- orð blinda fólk, ekki síst séu þau einatt af neikvæðum toga. Fjár- hagur, hvort sem hann er of rýr eða of rúmur, getur einnig slegið fólk blindu, í fyrra tilfellinu oft til uppgjafar. Við íslendingar erum sterk og starfsöm þjóð, auðug að kröftum og skapandi á öllum sviðum. Sé aftur á móti ekki annað brýnt fyrir okkur en að við séum komin á vonarvöl og ráðum ekki við okkar mál, er hætta á að við vill- umst inn í vítahring óttans - ótt- ans við framtíðina. Þá lokast öll sund. Því munum við horfast í augu við erfiðleikana og sigrast á þeim. Hvenær sem harðnar á dalnum verður að veita hugarauðgi lands- manna verðugan byr, rækta hverja rót þjóðarjurtar okkar á þann veg að henni finnst að sér hlúið. Megi það jafnan reynast gæfa þjóðkjörinna fulltrúa á Al- þingi íslendinga. Þá þarf ekki að ugga um ísland.“ Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands setur 106. löggjafarþingið. Rætt við fjóra þingmenn í Norðurlandskjördæmi eystra Guðmundur Bjarnason: „A von á mál- efnalegu þingi“ „Þingið sem framundan er leggst þokkalega í mig,“ sagði Guðmundur Bjarnason alþingismaður Framsóknar- flokksins úr Norðurlands- kjördæmi eystra er við rædd- um við hann. „Ég býst við að stjórnarand- staðan hafi ýmislegt að segja við stjórnarliðana, en ég vænti þess að þær aðgerðir sem stjórnin hefur staðið að sýni þegar þánn árangur að menn sjái að til ein- hvers er barist. Ég á von á mál- efnalegu þingi þótt það geti orð- ið róstursamt á köflum." - Hvað kemur aðallega til með að einkenna þinghald fyrstu vikurnar? „Það verða örugglega um- ræður um efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar sem verða aðalmálið. Þá verður mikið rætt um fjárlög og eins um lánsfjár- áætlun og lánsfjárlög sem mein- ingin er að leggja fram fljótlega. Þá skyldi maður ætla að þeir að- ilar sem hafa verið að krefjast þinghalds í sumar hafi einhvern boðskap fram að færa og komi honum á framfæri,“ sagði Guðmundur. „Það má búast við líflegum umræðum“ - Það má búast við lífleg- um umræðum á þessu þingi, en ég vona að þær verði mál- efnalegar og lausar við til- gangslaust karp,“ sagði Lárus Jónsson, alþingismaður, í samtali við Dag. Aðalmál þingsins næstu vik- urnar verður eflaust tengt efna- hagsmálunum; í framhaldi af bráðabirgðalögunum, fjárlaga- frumvarpi og lánsfjáráætlun," sagði Lárus. „Eflaust verða einnig umræður um álmálið og það bráðabirgðasamkomulag sem þar hefur náðst. Einnig reikna ég með umræðum um friðarmál og varnarbúnað Evrópulanda, sem hefur verið umdeilt atriði að undanfömu. Hvað okkur norðanmenn varð- ar skipta atvinnumálin mestu og þau verða í brennidepli,“ sagði Lárus Jónsson í lok samtalsins. Kolbrún Jónsdóttir: „Starfið leggst vel í mig“ „Starfið á Alþingi leggst vel í mig þótt það séu margir hlutir sem ég þarf að koma mér inn í og læra á,“ sagði Kolbrún Jónsdóttir, en hún tekur nú sæti á Alþingi í fyrsta sinn, og situr þar fyrir Bandalag jafn- aðarmanna. „Við höfum að undanförnu reynt að starfa eins mikið og okkur hefur verið unnt og þann- ig reynt að undirbúa okkur sem best fyrir þingið. Frá 15. ágúst má segja að ég hafi verið fyrir sunnan, nema rétt stöku sinnum að ég hef skotist heim, og einnig hef ég ferðast talsvert um kjör- dærnið." - Hvað telur þú að komi til með að einkenna þinghald fyrstu vikurnar? „Ég held að það verði um- ræður um fjárlögin og bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar koma örugglega til afgreiðslu þingsins fljótlega og það verða miklar umræður um þau. Þessi lög eru mjög umdeild, sérstak- lega lögbinding samningsréttar- ins,“ sagði Kolbrún. Steingrímur Sigfússon: „Sennilega enginn gleði- boðskapur“ „Það leggst ágætlega í mig að hefja störf á Alþingi, ég er auðvitað nýliði og maður veit varla nema að takmörkuðu leyti að hverju maður gengur hvað starflð á þinginu varðar en ég hef reynt að undirbúa mig og kynna mér það eftir bestu getu,“ sagði Steingrím- ur Sigfússon sem tekur nú sæti á Alþingi sem þingmaður Norðurlands-eystra fyrir Al- þýðubandalag. „Ég held að ástandið í þjóðmálunum og aðgerðir ríkis- stjórnarinnar komi til með að setja mestan svip á þingið fyrstu vikur þess, kaupmáttarskerð- ingin og bráðabirgðalögin um afnám samningsréttar. Það ligg- ur í hlutarins eðli að það verði mikið rætt. Þá kæmi það mér ekki á óvart að umræður yrðu um þá uppákomu að þing hefur ekki komið saman í um 6 mán- uði. Mér skilst að þetta sé mjög óvenjulegt og ég tel það eðlilegt að Iöggjafarsamkoman ræði þetta mál og hvað beri að gera í framhaldi af því. Svo koma þessi hefðbundnu mál eins og fjárlögin sem verða án efa fyrir- ferðarmikill og sennilega verður það enginn gleðiboðskapur sem þar birtist mönnum.“ Bréf til bæjar- stjórnar Akureyrar Bréf til bæjarstjórnar Akureyrar. Ég vil byrja á því að þakka bæjarstjórninni fyrir allt, sem hún hefir vel gert bæjarbúum til yndis og hagsauka. Og það er æði margt. Ég þakka fyrir allt, sem miðar að fegrun bæjarins og einkum og sér í lagi það, sem miðar að jafn- rétti íbúanna og stuðlar að friði og skilningi milli granna. Kirkjan uppi á Brekkunni minnir líka stöðugt á að með friði skulu grannar ganga. Ég þakka bæjarstjórninni fyrir að hafa gjört íbúum bæjarins skylt að gæta hunda sinna og banna kanínuhald. Einnig fyrir að láta eyða rottum og útrýma sauðfé, kúm og hrossum af göt- um bæjarins. Eitt er þó ógert, sem ekki er síður nauðsynlegt. Hér ganga kettir um hvar sem þeim þóknast. Hvers vegna er eigend- um þeirra ekki gert skylt að gæta þess að kettir þeirra geri ekki spjöll í görðum granna sinna og annarra? Það er erfitt og leiðinlegt fyrir þá sem vilja rækta garðinn sinn að sjá þær jurtir, sem gróðursett- ar voru í gær, liggja með skorpn- ar rætur ofan á moldinni í dag og jafnvel samdægurs. Eins og flestum er kunnugt hafa kettir þann háttinn á að grafa holu og gera í hana þarfir sínar og klóra svo yfir. Þess vegna sækja þeir í blóma- og matjurtabeð í görðum, því þar er moldin létt og eftirlát. Þetta bitn- ar mest á nágrönnum kattanna og þeim, sem hirða garðinn sinn vel. Þeir kettir, sem angra mig mest eru ekki villikettir heldur þeir sem eru þriflegir með band um háls. Mig svíður sárt að þetta skuli vera kettir nágrannanna, sem ég veit ekki til að ég hafi gjört neitt til miska og veigra mér við að kæra kettina, því væri heimilis- köttur tekinn úr umferð mundi barn fara að gráta. Þó er ég oft svo gröm við þessa skaðvalda að mér finnst að ég gæti stútað þeim með eigin hendi, en læt þó nægja að beina að þeim garðslöngunni sem ber þó lítinn árangur, því kettir koma aftur og aftur, þó þeir séu hræddir á flótta. Ef þessu fólki, sem endilega vill hafa kött sér til yndisauka og telur köttinn sinn einn af fjöl- skyldunni, er eins annt um hann og það segir, ætti því að vera auðvelt að varðveita þetta eftir- læti í eigin íbúð, svo það gjöri ekki mér eða öðrum miska. Margt dýrið má dvelja æfilangt í þrengra búri en heilli íbúð. Plöntu, sem köttur krafsar upp er sjaldnast auðið lengri lífdaga og ekki er mögulegt að bæta sér tjónið eftir að plöntusölu er lokið á vorin. Verða því þeir, sem fyrir skaðanum lenda að horfa á eyður í görðum sínum allt sumarið. Ég á vini og kunningja, sem hafa tjáð mér að þeir hafi sömu reynslu af köttum nágranna sinna. Að vísu hafa þeir ekki beðið mig að kvarta fyrir sig, en mundu áreiðanlega verða afar fegnir ef þessi kvörtun mín yrði tekin til greina og köttum gjört óheimilt að valsa hér um garða og eyðileggja. Við erum stolt af okkar fagra bæ. Ekki hvað síst af fuglalífi og fögrum görðum. Nú hafa kettir nær útrýmt fuglunum og ef held- ur sem horfir gefast garðeigendur hreinlega upp við að rækta garð- inn sinn. Þess vegna skora ég á okkar ágætu bæjarstjórn að sjá svo til að kettir hætti að angra garðeig- endur í bænum. Með trausti og virðingu. Óhress garðeigandi. Mjólkurdagar ’83 Guðlaug fékk 20 litra af skafis Guðlaug með ísbirgðimar. - og Soff ía Jóns- dóttir krækti í ostabakka og aðrar mjólkurafurðir Guðlaug Óskarsdótlir varð 20 lítrum af skafís ríkarí á miðvikudaginn þegar afhent voru verðlaun í getraunum, sem efnt var til á „Mjólkur- dögum“. Guðlaug giskaði á að þar væri 551 íspinni í frysti- kistu einni mikilli og það reyndisí hárrétt. Önnur getraun var einnig í gangi og hún var Öllu erfiðari viðfangs, því þátttakendur þurftu að svara erfiðum spurningum. Fyrst var spurt hvað hver íslend- ingur þambaði marga lítra af mjólk árið 1982. Rétt svar er 223 lítrar. Síðan var spurt hvað hver íslendingur hefði borðað ntörg kg af osti sama ár. Rétt svar er 8.3 kg: í þriðja og síðasta lagi var spurt hvað mörg kg af osti væru í heljarmiklu kæliborði sem var á sýningunni. Rétt svar var 607 kg. Því miður var enginn sýning- argesta með rétt svör við öllum spurningunum, en Soffía Jóns- dóttir þótti fara svo nærri því rétta, að hún var dæmdur óum- deilanlegur sigurvegari. Fékk hún að launum ostabakka ásamt myndarlegu úrvali af mjólkuraf- urðum. Þar að auki voru veitt 35 aukaverðlaun og mega verð- launahafar búast við verðlaunun- um heim á næstu dögum. Úlfur Ragnarsson og Amór Karlsson í nýja gallerýinu „tallerý“ Sunna - Opnað í Sunnuhlíð „Ég hef lengi haft í huga að reyna að opna svona stað en ekki komið því í verk fyrr en nú,“ sagði Arnór Karlsson eig- andi blómabúðarinnar Laufás í verslunarmiðstöðinni Sunnu- hlíð á Akureyri, en hann opn- aði fyrir helgina „gallery“ sem rekið er í tengslum við búðina. „Ég vonast til að þessi aðstaða hér geti orðið til þess að lífga upp á lífið í bænum og hér eiga undir myndlistarmenn t.d. að geta átt athvarf, því ég leigi aðstöðuna til að sýna hér út gegn vægu gjaldi. Hér er þægileg aðstaða fyrir litlar sýningar og þá fylgir einnig vinnuaðstaða hér inn af.“ „Gallery Sunna“ eins og gall- eryið heitir var opnað á hádegi sl. fimmtudag og það er Úlfur Ragn- arsson læknir og listmálari sem fyrstur sýnir þar. „Hér er mjög góð aðstaða til sýninga," sagði Úlfur er við spjölluðum við hann. „Birtan er eðlileg því hún er lík því sem ger- ist á heimilum fólks þar sem myndir eiga að hanga uppi en það hefur oft viljað brenna við að birta hefur verið óeðlilega mikil í sýningasölum.“ Úlfur sýnir um 50 málverk í „Gallery Sunnu“ og er þetta hans 6. einkasýning en hann hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. í galleryinu eru einnig til sýnis þurrblómaskreyt- ingar unnar af Köru Jóhannes- dóttur og keramikhlutir eftir ís- lenska og franska listamenn. „Gallery Sunna“ er opið frá kl. 13 virka daga til kl. 18 og laugar- daga kl. 9-12. 6 - DAGUR - 12. október 1983 12. október 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.