Dagur - 14.10.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 14.10.1983, Blaðsíða 5
Úlfar Hauksson Toyota Tercel 4wd: Kemur á óvart Á síðustu árum hefur áhugi á bíl- um með drifi á öllum hjólum far- ið mjög vaxandi, ekki aðeins hér á landi, heldur einnig á megin- landi Evrópu sem og víðar. Bílar með drifi á öllum hjólum voru lengst af einungis stórir og sterk- byggðir „jeppar“ ef frá eru taldar einstaka gerðir minni bíla, sem nánast voru sérsmíðaðir. Eftir þær viðtökur sem Range Rover fékk í Evrópu og Subaru 4WD í Bandaríkjunum hófust ýmsar bílasmiðjur handa við að smíða nýjar gerðir fjórhjóladrifs- bíla og skriðan fór svo fyrir al- vöru af stað með Audi-Quattro, fyrir um það bil 2 árum. Nú eru fáanlegir allmargir fólksbílar með drifi á öllum hjólum fyrir utan hinar fjölmörgu gerðir „jeppa“. Má þar nefna Audi- Quattro (2 gerðir), Audi 80 Quattro (2 og 4 dyra), Lancia Delta Turbo 4x4, AM Eagle, Renault 18 Break 4x4, Fiat Panda, Volkswagen Passat Var- iant, Subaru 4WD (nokkrar gerðir) og bílinn sem hér verður fjallað um, Toyota Tercel 4WD. Toyota Tercel 4WD er „stat- ion“-bíll sem lítur út fyrir að vera minni utanfrá séð en hann er í raun og veru. Útlitið er óvenju- legt að því leyti að aftasta hliðar- rúðan nær lengra niður á hliðina en hinar og svo er afturendi bíls- ins óvenjulegur (sjá mynd). Enda vekur bíllinn athygli á götunni og vegfarendur vinda mjög upp á hálsliði sína. Að innan er bíllinn snyrtilegur, tauklædd sæti og teppi á gólfum. Hátt er til lofts á japanskan mæli- kvarða en rúmgóður að öðru leyti er Tercelinn ekki, án þess þó að virðast þröngur. Þó er ekki rúmt um þrjá í aftursæti, sem er tvískipt og hægt að leggja hvorn ■ helming fyrir sig fram og stækka farangursrýmið þannig. Framsæt- in eru ágæt og veita góðan stuðning. Mælum og stjórntækjum er vel fyrir komið og eru mælarnir skýr- ir aflestrar (hraðamælir, snún- ingshraðamælir, hitamælir og bensínmælir). Ofan á miðju mælaborði er komið fyrir þrem mælitækjum til viðbótar. Eitt sýnir hvort bíllinn er í framhjóla- drifinu eingöngu eða í fjórhjóla- drifi. Hin tvö eru hallamælar fyrir halla bílsins langsum og hliðar- halla. Á þeim stendur að þau séu aðeins nákvæm ef bifreiðin er stopp! Þaö er sjálfsagt rétt því hliðarhallamælirinn sýndi svaka- legan hliðarhalla ef ekið var hratt í beygjum. Loftræstikerfið virðist ágætt. Á bílnum eru útispeglar stillanlegir innanfrá, þurrka og sprauta á afturrúðu sem er upp- hituð, svo og klukka og ljós í mælaborði, sem gefur til kynna bensíneyðslu. Hurðirnar eru nokkuð stórar og gott að ganga um þær. Skuthurðin opnast upp með hjálp gaslyftu og er aðgang- ur breiður að farangursrýminu. Yfir því er hilla á milli efri brúnar aftursætis og skuthurðar- innar, en hægt að fjarlægja hana ef nota þarf fulla hæð bílsins fyrir farangur. Toyota Tercel 4WD er tækni- lega séð framhjóladrifsbíll með drifbúnaði að aftan líka, sem hægt er að tengja með einu handtaki, ef á þarf að halda. Drifskiptingastöngin er á milli sætanna og er hægt að skipta úr og í afturdrif á ferð. Þó virtist myndast lítilsháttar spenna í drif- Gerð: Toyota Tercel 4WD, 5 dyra ~ með drtfi ó öllum hjólunt. Vél: Vatnskæld 4 strokka fjórgengis, 5 höf- », einn i« 71 hestafl (52 kW) við 560« sn/mín., snúningsvægi 108 Nm við 3800 sn/mín. Slagrými 1452 cm’ (borb. 77,5 mm og slaglengd 77,0 mm). Þjöppun 9,0:1. úndirvagn: Framhjöla* afturdrifi, sex gíra kassi, sjáifstæð fjöðrun að fram- an með afturox ; Pan ull ineð urum, hardstöng og ðlUUE, iniiiiMfiiigfiiðivii) diskabremsur að framan og tromlubremsur að afian, hjálparátak frá vél á bremsum, handbremsa á afturhjólum. Hjólbarðar: 175/70 SR 13. Mál: Lengd 417,5 cm, breidd 161,5 cm og hæð 151 cm, hæð undir lægsta punkt 17,5 cm. Þyngd 991 kg, þar af 51,2% á fram- hjóium, bensíntankur 50 lítra. Hraði og viðbragð: Hámarkshraði 157 km/ klst., hröðun 0-100 km/ klst. 16,7 sek. Eyðsla: 7,5-13 lítrar, meðaleyðsla u.þ.b. 10 Iítr> ar á hundraðið. Verð: Ca. 400 þúsund krónur. Innflytjandi: Toyota- umboðið. úmboð: Bláfell sf., Ak- sannfærandi og í bröttum brekk- um er hægt að hlífa bremsum með þessum gír því hann heldur mjög vel við niður í móti. Vélin sem Toyota hefur valið í bílinn kemur e.t.v. á óvart. Hún er lítil að slagrými, eða 1452 rúmsentímetrar (cc, cm') en virð- ist hins vegar nokkuð seig við lít- inn snúningshraða, sem er ótví- ræður kostur í svona bíl. Vélin er 71 hestafl (DIN) eða 52 kW. Við 5.600 sn/mín. og þegar tekið er tillit til þyngdar bílsins og mót- stöðu í fjórhjóladrifsbúnaðinum er bara merkilegt hvað bíllinn virðist líflegur. Hlutlausar mæl- ingar gefa upp hámarkshraða 157 km/klst. og viðbragð frá 0-100 km/klst. 16,7 sek. Fjöðrun bílsins kom nokkuð á óvart, því tekist hefur að fara heppilegan meðalveg, þannig að bíllinn hefur stífa fjöðrun án þess að vera hastur á venjulegum vegi. Toyota hefur valið að setja stífan öxul undir bílinn að aftan, en það virðist ekki koma að sök hvað fjöðrun snertir, því hásingin var alveg til friðs, jafnvel á mjög ósléttum vegi. í framhjóladrifinu einu er Toyota Tercel 4WD undirstýrður eins og flestir framhjóladrifsbílar (framendinn leitar meira út úr beygju eftir því sem hraðar er ekið) en það er mjög iítið og nægir að slá aðeins af ef hann vill ekki hlýða stýrinu. Bíllinn tekur ekki upp á neinu óvæntu þó maður sleppi bensíngjöfinni í beygju, e.t.v. vottar fyrir yfirstýr- ingu, sem er þó hættulaus (aftur- endinn leitar út úr beygjunni eftir því sem hraðinn er meiri). í fjór- hjóladrifi virðist bíllinn enn rás- fastari á malarvegi en í fram- hjóladrifinu einu, en er þá nær því að vera yfirstýrður og virðist jafnvel svolítið sportlegur í akstri (hægt að hafa áhrif á stýrieigin- leika með bensíngjöf). Toyota Tercel 4WD er auðvit- að enginn torfærubíll í þess orðs fyllstu merkingu, enda í engu frábrugðinn venjulegum fólksbíl ef fjórhjóladrifið er frátalið. En það er hægt að fara margt á þess- um bíl sem ekki er hægt á venju- legum fólksbílum. Hæð undir bíl- inn er 17,5 cm og setur það hon- um ekki hvað síst takmörk hvað varðar torfæruakstur. Því miður var ekki tækifæri til að prófa bíl- inn í snjó eða hálku, en ég hef á tilfinningunni að bíllinn sé tilval- inn fyrir þá sem vilja komast leið- ar sinnar í ýmsu færi með meira öryggi en á venjulegum fólksbíl- um. Bíllinn kom að mörgu leyti á óvart í reynsluakstrinum. Stflhrcint mælaborð og auðlesið er á alla mæla. Bfllinn var m.a. reyndur uppi við Fálkafell. Akureyri sést í baksýn. Aftasti glugginn og afturendi bflsins er óvenjulegur. búnaðinum ef teknar voru krapp- ar beygjur í fjórhjóladrifi, en hún hvarf aftur þegar ekið var beint, Toyota hefur aldeilis ekki verið að spara í gírkassadeildinni því Tercel 4WD hefur 6 gíra áfram og einn afturábak. Einn þessara gíra er sérstakur lággír, sem að- eins er nothæfur í fjórhjóladrifi. Hátt og lágt drif í eiginlegri merkir.gu hefur bíllinn annars ekki. I lággírnum virðist geta bílsins í vondri færð nokkuð Ekki eiginlegur torfærubfll - og þó! 14. pktóber 1983 DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.