Dagur - 14.10.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 14.10.1983, Blaðsíða 8
Leikfélag Öngulsstaðahrepps Fundur í Freyvangi 16. okt. kl. 21.00. Fundarefni vetrarstarfið. Stjórnin. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 16., 17. og 25 tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Ránarbraut 9, Dalvík, þingl. eign Rán h.f., fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og Garðars Garð- arssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 19. október 1983 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Dalvík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 5., 9. og 13. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Skíðabraut 11, Dalvfk, þingl. eign Svavars Marinóssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og Tryggingastofnunar rfkisins á eigninni sjálfri miðvikudaginn 19. október 1983 kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Dalvfk. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 16., 17. og 25 tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Karlsrauðatorgi 20, Dalvík, þingl. eign Bergs Höskuldssonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 19. október 1983 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Dalvík. AKUREYRARBÆR FÉLAGSSTARF ALDRAÐARA á vegum Félagsmálastofnunar Akureyrar vet- urinn 1983-84 verður sem hér segir. Leikfimi fyrir aldraða verður tvisvar í viku í Laxagötu 5, í umsjá Ástu Guðvarðardóttur, mánudaga og fimmtudaga kl. 14-15. Leikfimin hófst 1. okt. sl. Þátttökutilkynningar í síma 25880 á Félagsmálastofnun. Handíðir verða tvisvar í viku í „Húsi aldraðra" (áður Alþýðuhúsinu) í umsjá Helgu Frímanns- dóttur, þriðjudaga og föstudaga kl. 14-18. Þeir sem þess óska geta fengið bílferðir heiman og heim en þurfa að tilkynna það Helgu Frímanns- dóttur fyrir kl. 13.00 samdægurs. Kaffiveitingar ásamt meðlæti verða á boðstólum á kostnaðar- verði. Handíðirnar hefjast þriðjudaginn 18. okt. nk. Bókmenntakynningar verða mánaðarlega í „Húsi aldraðra" á laugardögum kl. 14-17 í umsjá Helgu Frímannsdóttur og Guðbjargar Baldursdóttur. Að lokinni u.þ.b. 45 mín. dagskrá verður stiginn dans við harmonikuundirleik. Bók- menntakynningar þessar verða eftirtalda daga: 29. okt. 18. febr. 26. nóv. 24. mars. 10. des. 14. apríl 21. jan. 5. maí Skemmtanir í Sjallanum verða fjórum sinnum veturinn 1983/84 með svipuðu sniði og hingað til í umsjá Guðbjargar Baldursdóttur. Ýmis félög í bænum annast veitingar og skemmtiatriði. Þeim sem þess óska verður ekið heiman og heim. Tek- ið er á móti beiðnum um akstur kl. 13-14 í síma 22770, dagana sem skemmtanirnar fara fram. Skemmtanir verða á eftirtöldum dögum. 6. nóv. 5. febr. 11. mars. 13. maí. Nánari uppl. um félagsstarfið eru veittar á Fél- agsmálastofunum í síma 25880. Geymið aug- lýsinguna. Félagsmálastjóri. 8 - DAGUfl - 14. októbBr t983 ': Jón Bjarnason Skrækur bæði og Skuggasveinn . . . Skyldi Jóhannes í Engimýri hafa kveðið þetta í gamni eða alvöru? Oft hefur fengið ættin þín orð fyrir kjaftaslaður. Ýmist fantar eða svín, enginn dánumaður. Þó er orðið opinbert við illa siði fastur þráfalt verður þú og ert þeirra bölvaðastur. Einhverju sinni kvað Jóhannes þetta um mannlífið á Þelamörk: Það er ekki á Þelamörk þotið milli bæja, hver með sinni baugabjörk býr og lætur nægja. Seinna virðist skáldið hafa haft áhyggjur viðvíkjandi byggðar- laginu: Þelamörk er þrifasveit, þó er ekki að leyna að ég hef talið í þeim reit ellefu piparsveina. Aðalsteinn Ólafsson orti er ung kona sveif að honum eftir næt- urveislu og bað um vísu: Næturuglan að mér sveif ung með duglegt takið. Ástarruglið andann hreif eins og fuglakvakið. Aðalsteinn kvað á kosningadag- inn 23. aprfl 1983: Ófrið kýs hér aulafjöld, enginn frýs þann daginn. Dætur íslands dreymir völd. Dauðir rísa í slaginn. Friðbjörn á Sunnuhvoli kvað er hann sat við útvarpið, líklega í sömu kosningahrynu: Margur geigar mistilteinn, mjög er það að vonum. Skrækur bæði og Skuggasveinn skulfu í hnjáliðunum. Björn S. Blöndal kvað: Oft ég sótti erýfðust mein yl í foma bögu. Hjalað getur hending ein helft úr ævisögu. Og enn kvað Björn: Mörg þó seimamörkin rjóð móðs að teymist prjáli, ennþá geyma íslensk fljóð unaðshreim í máli. Svo víkur Björn S. Blöndal að gæðingunum: Snjall mér bætir Blesi þor. Blakks ei fætur rasa. Bjartar nætur, von og vor við mér lætur blasa. Enn yrkir Björn: Á sér hjartað unaðshreim, ekki er margs um tárin. Gafmér bjartan betrí heim blessaður svarti klárinn. Björn Jónsson frá Haukagili kvað í skammdeginu: Muna þyngir minn er sest myrkur kring um hreysið, en tvíllaust þvínga tel ég mest tilbreytingaleysið. Jón Sigurðsson á Skúfsstöðum orti: Æviskeiðið allir sjá út er bráðum runnið. Drottinn leggur dóminn á, dagsverkið er unnið. Á sl. hausti gerðust ungir menn til þess að gefa út bók sem hafði að geyma símaskrá Akureyrar og fleira fróðlegt. Var bókin borin í hvert hús og þótti hin besta sending. Þegar ármenn Landsímans tóku að urra og þóttust einir hafa rétt á að gefa út símaskrá, gekk Jón Sólnes í ábyrgð fyrir piltana og kvaðst hafa nægan tíma til að „sitja inni“ einhverja daga, ef málið reyndist glæpsamlegt. Nú, að mörgum mánuðum liðnum varð vísa til: Símaskrána sendu menn f sérhvert hús, það drottinn launi. Og Sólnes hefur ekki enn afplánað á Litla-Hrauni. Jón Bjarnason. Sunnudagur: Mánasalur Fjölskyldutilboð í hádeginu og kvöldið Matseðill: Sveppasúpa, a’la Tommi. Sinnepssteikt heiðarlamb að hætti Jenna. ís m/bönunum og súkkulaðisósu. Aðeins kr. 200.- Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða hjúkrunardeildarstjóra að Svæfingardeild. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember. Umsóknum sé skilað til hjúkrunarfor- stjóra, sem veitir upplýsingar í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. □RUN 598310177 =2 Kvenfélagið Framtíðin heldur fund í Dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 17. okt. kl. 20.30. Mætið vel og takið með ykkur nýja félaga. Stjórnin. Hjálpræðisherinn Hvannavöllum 10. Föstud. 14 okt. kl. 20.00 æskulýðurinn. Sunnud. 16. okt. kl. 13.30 sunnudag^skóli og kl. 18.30 samkoma fyrir heimila- sambandssysturnar, kl. 20.30 al- menn samkoma sem heimilasam- bandssysturnar taka þátt í, Ágúst Nílsson syngur. Allir velkomnir. Hvers vcgna kristnir menn verða að skera sig úr. Opinber fyrirlest- ur fluttur af Bergþór N. Berg- þórssyni, sunnud. 16. okt. kl. 14.00 í Ríkissal votta Jehóva Gránufélagsgötu 48, Akureyri. Allt áhugasamt fólk velkomið. Vottar Jehóva.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.