Dagur - 14.10.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 14.10.1983, Blaðsíða 11
við Pollinn- þriðju™Í Konur í aðal- hlutverkum Gestur „Náttfari“ Ein- ar Jónasson hefur flutt sinn síðasta Náttfara- þátt og fengið sér sæti „Við PoIIinn“. Hann verður með sinn fyrsta þátt af því taginu á þessu hausti nk. þriðju- dag. Við slógum á þráðinn til Gests og spurðum hann um efni þáttarins. „Ég ætla að spila kon- um lof og dýrð í þessum fyrsta þætti, það verða eintómar konur sem koma fram og syngja.“ - Spila þær líka? „Nei, það er ekki hægt að komast hjá því að hafa karlrembusvínin með og láta þau spila undir, þær geta ekki án karlmann- anna verið þessar elskur, ekki nema Grýlurnar elskulegu. Ég ætla að reyna að byggja þessa þætti upp á svipaðan hátt og í fyrra, það verður eitthvert ákveðið „þema“ sem gengur í gegnum hvern þátt, konur eða karlar, hvítir eða svartir, feitir eða grannir, stórir eða smáir eða eitthvað þess háttar. Þá getur vel verið að ástin eða rigningin eigi Gcstur E. Jónasson. eftir að koma við sögu (og nú hló „Náttfari" óg- urlega).“ En hvers vegna ríður hann á vaðið með konurnar? „Því ekki, konur eru ósköp yndislegar og það er hægt að taka svo margt fyrir þegar konurnar eru búnar að ryðja brautina og fá sitt.“ Kotrafck sun nudag kl. 22.35: N æturvinna leikhússstj órans „Ég kalla þáttinn „Kotru“ í þeirri merk- ingu að kotra getur þýtt púsluspil því þetta eru þættir með blönduðu efni, bæði tónlist, upp- lestur og viðtöl sem tengjast efninu,“ sagði Signý Pálsdóttir leik- hússtjóri á Akureyri, en hún sér á sunnudags- kvöldið kl. 22.35 í ann- að skiptið um þátt sinn „Kotru“. „Þetta er þáttur sem ég hef soðið saman og er á dagskrá á sunnudags- kvöldum og síðan endur- fluttur á mánudags- morgnum í vetrardag- skránni. Ég byggi þáttinn á bók sem heitir „Spá- maðurinn“ og er eftir Kahlil Gibran. Þetta eru nokkurs konar ljóð sem fjalla um ýmsa þætti mannlegrar tilveru sem eru i „Spámanmnum" og ég tek eitt efni fyrir í hvert sinn. Síðast fjallaði ég um ástina en nú ætla ég að fjalla um börn. Já, það er gaman að vinna þetta, og væri enn skemmtilegra ef ég hefði meiri tíma. Það er mikið að gera í leikhúsinu og Signý Pálsdóttir. þessi þáttagerð mín er því næturvinna,“ sagði Signý Pálsdóttir. 14. okt. 7.05 Bæn Séra Þórhallur Höskulds- son. 21.40 Norðanfarí. Þættir úr sögu Akureyrar. Umsjón: Óðinn Jónsson. 15. okt. 7.05 Bæn Séra Þórhallur Höskulds- son. 21.15 Sveitalinan í Ytri-Torfu- staðahreppi. Umsjón: Hilda Torfadótt- ir Laugum í Reykjadal. 16. okt. 22.35 Kotra. Umsjón: Signý Pálsdóttir. 17. okt. 7.05 Bæn Séra Þórhallur Höskulds- son flytur bæn á þessum tíma alla virka daga vik- unnar. 11.00 Kotra. Endurtekinn þáttur Sig- nýjar Pálsdóttur. 19.35 Daglegt mál. Umsjón: Erlingur Sigurð- arson. 18. okt. 11.15 Við Pollinn. Umsjón: Gestur Einar Jónasson. 20. okt. 14.30 A frívaktinni. Umsjón: Sigrún Sigurðar- dóttir. 19.35 Daglegt mál. Umsjón: Erlingur Sigurð- Auk þeirra dagskrár- atriða RÚVAK sem hér eru nefnd má minna á að nokkrir dagskrárgerðarmanna RÚVAK taka þátt í ýmsum af hinum föstu þáttum á vetrardag- skránni. Hrafnhildur Jónsdóttir er í morgun- útvarpinu í þættinum „Á virkum degi“, Ólaf- ur H. Torfason tekur þátt í „Síðdegisvöku“ Páls Heiðars og Örn Ingi vinnur efni fyrir „ListalíP‘ Sigmars B. Haukssonar en sá þátt- ur er á dagskrá á Iaug- ardögum. Iþróttahöllin í kvöld: Handknattleikur og knattspyma Handknattleikur og knattspyrnaeruá dagskrá í íþróttahöllinni á Akur- eyri í kvöld, og byrjar slagurinn kl. 20. Handknattleikurinn er auðvitað aðalmálið, enda um að ræða viðureign KA og Hauka í 1. deild íslandsmótsins. Með sigri í þessum leik geta KA- menn skotist upp í miðja deild að þremur umferð- um loknum, en sigri Haukarnir sitja KA- menn einir á botninum, a.m.k. tveimur stigum á eftir næsta liði. Það hvort KA nær í sín fyrstu stig í kvöld er mjög mikið undir stuðningi áhorfenda komið, ef þeir fjölmenna og hvetja liðið er það geysilegur stuðn- ingur og getur haft úr- slitaáhrif. Þessi lið komu upp úr 2. deild sl. vor og er greinilegt að veturinn verður þeim báðum erf- iður. Haukar hafa náð í tvö stig í þrem leikjum en KA ekkert stig úr tveim- ur leikjum sínum. í hálfleik hefst síðan keppni um „Mjólkurbik- arinn“ svokallaða, en það er keppni KEA, SÍS, ÚA og Slippstöðvarinnar í innanhúss knattspyrnu. Mjólkursamlag KEA hefur gefið verðlaun f þessa keppni og munu öll liðin leika innbyrðis. Þau lið sem eigast við í kvöld eru KEA og Slippstöðin og verður leiktími 2x5 mínútur og 1 mínúta í leikhlé. Áhorfendur í Höllinni í kvöld hafa því nóg að gera við að fylgj- ast með. Hvað gerir Gauti í markinu í kvöld? Ingvar með sýningu á Húsavík Ingvar Þorvaldsson, myndlistarmaður, opnar sýningu í Safnahúsinu á Húsavík á föstudags- kvöld klukkan 21. Sýn- ingin stendur fram á mánudagskvöld og verð- ur opin frá kl. 16-22 sýn- ingardagana. Á sýningu Ingvars eru ríflega 30 vatnslitamynd- ir, en Ingvar hefur getið sér mjög gott orð fyrir myndir sínar. Hann er Húsvíkingur og er mynd- efnið að nokkru leyti að norðan. Annars sagði Ingvar f viðtali við Dag að ekki væru margar landslagsmyndir á þessari sýningu, heldur væri myndefnið gjarnan þrengra, bæði úr náttúr- unni, umhverfinu al- mennt og uppstillingar. Ingvar flutti til Reykja- víkur 1971 og hefur verið mjög ötull við sýninga- hald á undanförnum árum, en þetta er 14. einkasýning hans. ,14. oKtóber 1983 - DAGUR- 11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.