Dagur - 14.10.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 14.10.1983, Blaðsíða 12
Smiðju um helgina: Gunnar Gunnarsson, píanóleikari Eriendsson, gítarleikari spila dinnermúsík föstudags- og laugardagskvöld. Akureyri, föstudagur 14. október 1983 Rjúpnaveiðln hefst á morgun • enn ekki vitað um neinar veiðitakmarkanir •• • Oxarfj arðarmálinu var vísað frá í Hæstarétti í gærkvöld var í fyrsta skipti nýtt heimild til að hafa sölu- búðir á Akureyri opnar lengur á fimmtudagskvöldum. Bæði Hrísalundur og Hagkaup höfðu opið til klukkan 20 en samkvæmt nýlegri breytingu á reglugerð um opnunartíma sölubúða á Akureyri er heimilt að hafa þær opnar til klukkan 22 á fimmtudagskvöldum. Breytingar í þessa átt voru samþykktar í bæjarstjórn Akur- eyrar 7. septembar sl. og félags- málaráðuneytið hefur nú lagt blessun sína yfir þetta. Nú geta Akureyringar því verslað mat- vörur í samtals IO8V2 klukkutíma á viku hverri, ef taldar eru með þær stundir sem matvara er seld út um lúgur hjá kaupfélaginu. Heildarfjármagnskostnaður af eldri lánum Kröfluvirkjunar er áætlaður alls 401,5 milljón krónur á árinu 1984 og gert er ráð fyrir að rekstur virkjunar- innar skili aðeins 43,3 milljón- um upp í þennan mikla fjár- magnskostnað eða tæplega 11%. Þetta kemur m.a. fram í fjárlagafrumvarpi fyrir 1984, sem lagt var fram á Alþingi á þriðjudag. Það sem á vantar að rekstur Kröfluvirkjunar standi undir Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun. Bendir flest til þess að rjúpnaveiði ætti að geta orðið mjög góð í ár þar sem rjúpnastofninn er á stöðugri uppleið og þeir verða því ör- ugglega margir sem axla hagla- byssurnar í fyrramálið og halda til fjalla. - Þetta er örugglega með því mesta sem verið hefur si. tvo ára- tugi eða allt síðan 1966, sagði Ólafur Nilsson, dýrafræðingur í samtali við Dag er hann var spurður um ástand rjúpnastofns- ins. Ólafur hefur fylgst grannt með þessum málum undanfarin ár og sagði hann að rannsóknir bentu til þess að rjúpu í Þingeyj- greiðslu fjármagnskostnaðar vegna eldri lána er því samtals rösklega 358 milljón krónur. Verður fjár aflað með lánsfjár- heimild til að standa undir þessum miklu vaxtabyrðum og öðrum fjármagnskostnaði. Til samanburðar má geta þess að fyrirhugaðar framkvæmdir við flugstöð á Keflavíkurflugvelli á næsta ári eru áætlaðar 241 millj- ón krónur, en þar af greiða Bandaríkjamenn 146 milljónir. arsýslum hefði fjölgað um allt að 40% frá sl. ári. Aðferðir þær sem dýrafræðing- ar beita er þeir rannsaka sveiflur í stofnstærð eru fólgnar í því að taldir eru allir karrar eða karl- rjúpur á ákveðnum svæðum og þessar tölur eru svo bornar saman við útkomu fyrri ára. Sú 40% aukning sem Ölafur talar um er niðurstaða talninga á sex tilraunareitum allt frá Laxárdal norður í Jökulsárdalsgljúfur. Aðrar rannsóknir sem fram- kvæmdar voru í Hrísey í vor benda einnig til þess að stofninn sé að stækka en þá voru taldir 200 karrar í eynni. Lægst hefur þessi tala verið um 100 karrar en mest hafa verið 300 karrar í Hrísey. Líkt og undanfarin ár má búast við því að flestir skotveiðmanna reyni sig í Þingeyjarsýslum. Sig- urður Gizurarson, sýslumaður hafði ekki heyrt af því er blaða- maður Dags ræddi við hann, að bændur hefðu bannað veiðar á neinum svæðum en sagði að þeir myndu væntanlega auglýsa slíkar takmarkanir sjálfir. Um mála- ferlin sem risu vegna veiða rjúpnaveiðimanna á Öxarfjarðar- heiði á sínum tíma, sagði Sigurð- ur að málið hefði farið fyrir Hæstarétt og þar hefði því verið vísað frá. Skotveiðimennirnir voru því ekki fundnir sekir um ólöglegt athæfi og eignarréttur viðkomandi bænda á afréttinni og almenningi ekki staðfestur. Norðurland: Þorskafli bátanna minnkar Þorskafli í Norðlendingafjórð- ungi dróst saman fyrstu níu mánuði þessa árs, miðað við sama tíma í fyrra, úr tæplega 58 þúsund lestum í tæplega 54 þúsund lestir. Lítill samdráttur varð í þorskafla togaranna á Norðurlandi, sem fengu rúm- iega 37.170 þúsund lestir nú en 36.900 lestir í fyrra, en hins vegar varð samdráttur í þorsk- afla bátanna úr tæplega 21 þús- und lestum fyrstu níu mánuð- ina í fyrra í tæplega 17 þúsund lestir á þessu ári. Samdráttur í þorskafla yfir landið allt varð mjög verulegur, eða samtals um 70 þúsund lestir, eða úr 320 þúsund lestum í 252 þúsund lestir. Bátasjómenn á Norðurlandi hafa bætt sér upp samdráttinn í þorskveiðum með aukningu á öðrum botnfiskteg- undum úr 270 lestum í 2.050 lest- ir eða um 660% og einnig varð veruleg aukning á rækjuveiðum, eða úr 1.330 lestum í 2.180 lestir, sem nemur 64%. Samtals ókst rækjuveiði landsmanna mjög verulega eða úr 6.750 lestum fyrstu 9 mánuðina í fyrra í 9.920 lestir í ár eða um 47%. Upplýsingarit um Akureyri: Fógetí vísaði málinu frá! Tekjurnar 11% af fj ármagnskostnaði „Það er rétt að bæjarfógeti hefur vísaö málinu frá á grund- velli þess að sams konar máli hafí verið vísað frá hjá sak- sóknara ríkisins í fyrra að höfðu samráði saksóknara við Samgönguráðuneytið. Hins vegar eigum við rétt á endur- upptöku á málinu og sá hlutur er í athugun,“ sagði Ársæll Magnússon umdæmisstjóri Veður Það verður norðanátt fyrir norðan um helgina og ýmsar útgáfur af úrkomu eins og slydda, rigning og snjókoma,“ sagði Trausti Jónsson veður- fræðingur í morgun. „Hiti verður um frostmark og það verður hvasst af og til en ekkert aftakaveður,“ bætti Trausti við og tók undir þau orð okkar að veturinn væri að skella á. Pósts og síma á Akureyri er við höfðum samband við hann vegna kæru Pósts og síma á hendur aðstandendum „Upp- lýsingarits um Akureyri 1983“ sem er símaskrá gefln út af ein- staklingum á Akureyri. „Ég hef vísað málinu til yfir- stjórnar Pósts og síma til frekari aðgerða. Ég hef ekkert við af- greiðslu þessa að athuga því Samgöngumálaráðuneytið er yfir Póst og símamálastofnuninni." - Má ekki segja að það fari að komast hefð á þessa útgáfu? „Það er hlutur sem ég vil ekki taka undir. Við höfum mótmælt þessu og reynum að sporna við þessu. Eg tel að þetta sé hags- munamál símnotenda og við erum til þjónustu fyrir þá. Meira getum við ekki gert í sjálfu sér. Þetta hefur verið kært áður víða, og þar hefur því verið mætt með dómssátt. Það er ekkert markmið hjá okkur að koma mönnum í steininn, heldur að reyna að stöðva þetta,“ sagði Ársæll. >að er ekkert sem jafnast á við CURVEF * plastvörurnar, hvorki í verði né gæðum Komnar í syningargluggann.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.