Dagur


Dagur - 17.10.1983, Qupperneq 1

Dagur - 17.10.1983, Qupperneq 1
paWw TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, mánudagur 17. október 1983 116. tölublað Málið ekki úr sögunni - segir Edgar Guðmundsson, verkfræðingur um trjákvoðuverksmiðju á Húsavík „Ég sé enga ástæðu til að ætla að málið sé úr sögunni og raunar út í bláinn að gera ráð fyrir því. Ég tel að trjákvoðu- verksmiðja sé ekki óhagkvæm- ari kostur en þær stóriðjur sem hafa verið athugaðar hér á landi að undanförnu. Skýrsla kanadíska sérfræðingsins hefur að mínu mati verið túlkuð rangt og raunar er málinu fram haldið því ég veit ekki betur en finnskur sérfræðingur sé vænt- anlegur til landsins eftir þrjár vikur með upplýsingar um hugsanlega samstarfsaðila og e.t.v. meðeigendur í Evrópu.“ Þetta sagði Edgar Guðmunds- son, verkfræðingur, sem mikið hefur unnið að athugunum á mögulegri trjákvoðuverksmiðju á Húsavík í viðtali við Dag. Edgar benti á að hér væri um að ræða nýja aðferð við trjákvoöu: vinnslu og nýja afurð og allt tal um að markaður væri ekki fyrir hendi væri ekki á rökum reistur. Það vissi einfaldlega enginn um það með nákvæmni í dag hversu stór markaðurinn gæti orðið. Afurðin yrði samkeppnisfær við það besta á markaðnum en stofn- kostnaður helmingi lægri og hrá- efnisnýting tvöfalt meiri en við hefðbundna framleiðslu á bestu gerð trjákvoðu. Þessu hefðu menn ruglað saman í umfjöllun um málið. Edgar sagði að mjög mikill áhugi í Kanada og allt suður til Georgíu í Bandaríkjunum á þessu máli benti eindregið til þess að unnt yrði að ná langtímasamn- ingum um hráefni. Þá hefðu menn verið að fetta fingur út í kostnaðinn við athuganirnar hingað til, sem væri víst orðinn um 8 milljónir. Hins vegar væri nær alls staðar talið að þegar um slík stórverkefni væri að ræða þyrfti að ráðstafa um 2-3% af stofnkostnaði í undirbúnings- rannsóknir, áður en að ákvörð- unum væri komið. Miðað við það sem almennt væri talið mætti því eyða 80-100 milljónum króna í þessar undirbúningsrannsóknir. Reyndar virtist það svo að al- gengt væri hér á landi að ákvarð- anir væru teknar á illa grunduð- um forsendum. Edgar sagðist engan veginn mæla með að fjárfest yrði í trjá- kvoðuverksmiðju, eða yfirleitt nokkrum fjármagnsfrekum iðn- aði, nema að undangengnum mjög ítarlegum athugunum. Þeg- ar tillit væri tekið til þess að Kanadamenn teldu trjákvoðu- iðnað einn allra besta iðnaðar- kostinn sem þeir hefðu völ á og að athuganir hér væru á algjöru byrjunarstigi væri fráleitt að ætla að málió væri úr sögunni, og sagðist hann þó enginn sérstakur málsvari stóriðju yfirleitt. Fyrsti snjórínn Krakkarnir fögnuðu fyrsta snjónum í byggð um helgina. Hvarvetna þar sem hólar voru og hæðir mátti sjá þau renna sér á plastpokum eða þot- um og margur fagur snjókarlinn sá dagsins ljós. Mynd: H.Sv. FJARLAGAFRUMVARPIÐ: „Ormarsmálið“: Enn unnið að gagna- öflun Enn hefur ekki verið ákveðið hvort Kennarasamband íslands mun höfða mál á hendur menntamálaráðherra fyrir hönd Menntamálaráðuneytis, vegna máls Ormars Snæ- björnssonar, fyrrum kennara við Þelamerkurskóla. - Það er ekkert nýtt að frétta af þessu máli og við höfum alls ekki gefið þann möguleika frá okkur að höfða mál á hendur ráðherra, sagði Valgeir Gestsson formaður Kennarasambandsins er Dagur leitaði frétta af máli Ormars. Verkmenntaskólinn fær aðeins átta milljónir - Því er fljótsvarað. Mér líst ákaflega illa á það hvað okkur er ætlað lítið fjármagn, sagði Magnús Garðarsson, bygging- arstjóri Verkmenntaskólans á Akureyri í samtali við Dag er hann var spurður álits á þeirri upphæð í fjárlagafrumvarpi Alberts Guðmundssonar, fjár- málaráðherra sem ætluð er til byggingar Verkmenntaskól- ans. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að átta milljónum króna skuli varið til Verkmenntaskól- ans en samkvæmt upplýsingum Magnúsar var farið fram á 23 milljónir króna til byggingar- framkvæmdanna. - Við vildum taka fyrir stóran áfanga næst og hugmyndin var sú að byggja 3000 fermetra hús- næði á næstu tveim árum sem hægt yrði að flytja inn í haustið 1985. í þessum áfanga var fyrir- huguð 1400 fermetra bóknáms- álma, 500 fermetra stjórnunar- álma, bókasafn, kaffitería og fleira, en nú sýnist mér að við verðum að skera þetta rækilega niður, sagði Magnús. - Mér sýnist í fljótu bragði að það muni, gróflega reiknað, kosta sex til sjö milljónir kr. að ljúka við vélskólann og þá er mest af framlagi ríkisins farið. Nú vitum við ekkert um framlag bæjarins en ef við reiknum með svipuðu framlagi og frá ríkinu þá ætti það að duga til að ljúka við að gera 500 fermetra nýbyggingu fokhelda. Það er því erfið ákvörðun sem bíður byggingar- nefndarinnar þegar hún kemur saman. - Á að byrja á bóknámsálm- unni eða á að hefja framkvæmdir við stjórnunarálmuna? - í fljótu bragði sýnist mér síðari kosturinn skárri en hvað gert verður vitum við ekkert fyrr en svör eru komin frá bænum og upplýsingar um hvort við fáum aukafjárveitingu frá ríkinu, sagði Magnús Garðarsson, byggingar- stjóri. Valgeir sagði að Gestur Jónsson, lögfræðingur sæi alfarið um málið fvrir hönd Kennara- sambands íslands og hann vissi ekki til þess að Gestur hefði lokið sinni rannsókn. Gestur Jónsson staðfesti það svo í viðtali við Dag að gagna- söfnun í málinu stæði ennþá yfir og því of snemmt að segja til um hvaða stefnu það tæki. Eftir því sem Dagur kemst næst þá mun fyrst verða gengið úr skugga um það hvort Ingvar Gíslason fyrr- verandi menntamálaráðherra hafi á fullnægjandi hátt gengið frá endurráðningu Ormars áður en Ragnhildur Helgadóttir tók þar við völdum. Ingvar hefur lýst því yfir að hann ætlaði Ormari stöðuna en Ragnhildur heldur því fram að málið hafi verið óaf- greitt þegar hún tók við.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.