Dagur - 17.10.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 17.10.1983, Blaðsíða 3
„Óttast að áin flæði yfir allt í leysingum“ - segir Sverrir Vilhjálmsson flugumferðarstjóri Útboðsgögn vegna hins svo- kallaða Leiruvegar ættu að verða tilbúin í lok þessarar viku. Ekki liggur Ijóst fyrir hvenær framkvæmdir geta haf- ist en heyrst hefur að Vega- gerðin vilji hefjast handa þegar í vetur. Leiruvegurinn er hins vegar ekki á áætlun fyrr en á næsta ári og ráðherraleyfi þarf til að hefja framkvæmdir. Samkvæmt þeim áætlunum sem gerðar hafa verið þá á Leiru- vegurinn að liggja yfir Leirurnar um 150 metra norðan við flug- brautina á Akureyrarflugvelli. Vegurinn kemur sem sagt á svip- uðum stað og Leirugarðurinn er nú en þessi staðsetning hefur komið ýmsum spánskt fyrir sjónir og sú spurning hefur vaknað, hvaða áhrif þetta hafi á þróun flugmála á Akureyri. - Ég hef ekki heyrt um þetta vegarstæði áður en mér sýnist það augljóst að með þessu séu lengingarmöguleikar flugvallar- ins, a.m.k. til norðurs úr sög- unni, sagði Pétur Einarsson, flug- málastjóri er Dagur ræddi við hann. Pétur sagðist ekki muna til þess að Leiruvegurinn hefði verið til umræðu í þau fimm ár sem hann hefði verið hjá Flugmála- stjórn en vísaði að öðru leyti á Rúnar Sigmundsson, flugvallar- stjóra á Akureyri. Að sögn Rún- ars þá hefur ekki verið rætt um að lengja brautina til norðurs en flugvöllurinn á land eina 700 metra til suðurs og þar væru leng- ingarmöguleikar fyrir hendi. Rúnar viðurkenndi þó að erfitt gæti reynst að lengja flugbrautina í suðurátt vegna mýrarsvæðanna. Eins og komið hefur fram í Degi þá er nú umræða í gangi um hugsanlegan • varaflugvöll hér heima fyrir millilandaflugið og hefur í því sambandi einkum ver- ið bent á Sauðárkrók. Akureyr- arflugvöllur er einnig inni í myndinni en þá er spurningin hvort Leiruvegurinn gæti gen þá möguleika að engu. - Ég er ekki þeirrar skoðunar, segir Rúnar Sigmundsson - og mér finnst eðlilegast að Akureyr- arflugvöllur verði fyrir valinu. Við höfum hér öll nauðsynleg tæki og þjónustuaðstöðu en þessa aðstöðu yrði að byggja upp næst- um frá grunni á öðrum stöðum. Eins og málin standa í dag þá geta minni þotur s.s. Boeing 727 lent hér en til þess að vélar eins og „Átturnar". geti athafnað sig hér þá þyrfti að lengja flugbraut- ina um 600-700 metra, sagði Rúnar Sigmundsson. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Svafarssonar, umdæm- isverkfræðings hjá Vega- gerðinni, þá er fyrirhugað að byggja eina stóra brú, hugsanlega um 1200 metra langa, yfir ósa Eyjafjarðarár og aðra minni brú Akureyrarmegin. Kostnaður við veginn er áætlaður 114 m. kr. á verðlagi 1. ágúst sl. Leiruvegur- inn mun stytta þjóðleiðina um 5 kílómetra, en sú leið lengist um 10 km þegar Víkurskarðsvegur- inn verður tekinn í notkun. En hvaða áhrif kemur Leiru- vegurinn til með að hafa á hugs- anleg flóð í Eyjafjarðará. Það er ekki nema tæpt ár síðan að klakastíflur mynduðust í ánni, þannig að hún gerði mikinn usla á flugvallarsvæðinu. Loftur Al. Þorsteinsson hefur gert skýrslu um áhrif brúar á vatnafar innan vegar. í formála skýrslunnar segir Loftur m.a.: „Sú stefna hefur verið mótuð, að hlífa beri lífríki svæðisins innan brúar við miklum breytingum á vatnafari frá núverandi ástandi. Að öðru jöfnu krefst þessi for- senda tiltölulega langrar brúar, sem þýðir að stofnkostnaður mannvirkja verður hár. Sá mögu- leiki er hins vegar fyrir hendi að leyfa lækkun brúarbotns og ná með því móti hliðstæðum áhrif- um á vatnafar og næðust með langri brú. Byggingarkostnaður verður þá hóflegur án þess að umhverfishagsmunum sé fórn- að.“ Um niðurstöður segir Loftur, að þær verði aldrei nákvæmari en þær forsendur sem gengið er út frá. I framhaldi af því kemur í ljós við lestur skýrslunnar að ýmsar forsendur eru óstaðfestar. Það hefur t.d ekki gefist tækifæri til að meta tíðni aftakaflóða í Eyjafirði. Ytri þættir, eins og vindalda og vatnsborðsbreytingar vegna loftþyngdar- eru látnir liggja á milli hluta og ekki eru fyrir hendi upplýsingar um ein- kennandi rennsli Eyjafjarðarár, en þess í stað gripið til þess ráðs að taka mið af Fnjóská. Það kemur fram í niðurstöðum Lofts, að flóðahættan magnist hugsanlega á flugvellinum með tilkomu Leiruvegar og þykir starfsmönnum þar hún þó ærin fyrir. Um þetta atriði segir Loftur: „Flugvallarsvæðið nýtur einnig góðs af hæfilegri þreng- ingu fjarðarins, með því að af- taka sjávar gætir þá minna en ella. Á hinn bóginn magnar þrengingin áhrif flóða í Eyja- fjarðará, sem hugsanlega geta valdið auknum erfiðleikum fyrir starfsemi á flugvellinum. Flóð á þessu svæði eru ekki hvað síst af- leiðing ísstíflna, sem m.a. hafa myndast í gömlu brúnum. Með því að fjarlægja þær og að- liggjandi vegfylllingar má hugs- anlega minnka líkur á flóðum á flugvallarsvæðinu. “ Óttast áhríf Leiruvegaríns Dagur hafði samband við Sverri Vilhjálmsson, flugumferðar- stjóra, sem starfað hefur við flug- völlinn yfir 20 ár og hann hefur fylgst grannt með flóðum í Eyja- fjarðará þann tíma. Hann var spurður um áhrif Leiruvegarins á flóð í ánni. - Ég óttast að Leiruvegurinn komi til með að magna flóða- hættuna hér á flugvellinum, sagði Sverrir. Þar vega þyngst á metun- um þær klakastíflur, sem ég tel að komi til með að myndast. Fram til þessa hefur ágangur sjávarins séð um að hreinsa ísinn af árósnum, en með tilkomu veg- arins verður girt fyrir þann mögu- leika. Þar með er ég hræddur um að áin flæði hér yfir allt, ofan á ísnum, þegar hún ryður sig hér innan við. Og þá er ég hræddur um að fleira en flugvöllurinn og þau mannvirki sem hér eru verði í hættu, því ég sé ekki aðra leið fyrir vatnið til sjávar en um Leirutjörnina og þá er hætt við að Innbæingar þurfi stígvél til að komast þurrum fótum í Höepfn- er. Það er fleira sem ég óttast við Leiruveginn. Ég hef tekið eftir því þegar sólin hitar malbikið á flugvellinum, þá dregur hitinn til sín rakt loft frá sjónum. Þegar sólarinnar nýtur svo ekki lengur við, þá myndast ísing á flugbraut- inni. Nákvæmlega það sama kemur til með að gerast á Leiru- veginum. Við gerð mannvirkja eins og Leiruvegarins þarf að gæta fyllsta öryggis þeirra sem um hann fara og við hann búa, jafnframt því að leita eftir hagkvæmustu lausn- inni. Það tel ég að sé ekki gert með því að velja Leiruveginn. Það hefði verið skynsamlegra að fara hér suður fyrir flugvöllinn, ögn sunnar en núverandi vegur er. Það er mun hagkvæmari og öruggari leið en nú er ætlunin að fara, sagði Sverrir Vilhjálmsson. Hindrar Leiruvegurinn lengingarmöguleika flugvallarins? oktöbör 1983 - DAGUR 4; 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.