Dagur - 17.10.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 17.10.1983, Blaðsíða 7
Körfuknattleikur: Slæmt tap Þórs gegn ÍS í fyrsta leik Tilfínnanlegur skortur á leik- æfíngu auk slaks varnarleiks varð Þórsurum að falli í fyrsta leik þeirra í 1. deildar- keppninni í ár. Leikið var gegn ÍS í Reykjvaík og áttu stúdent- ar ekki í nokkrum vandræðum með að innbyrða sigurinn. í lokin skildu 33 stig en úrslitin urðu 103:70, ÍS í vil. Það var aðeins allra fyrstu mín- úturnar sem Þórsarar héldu í stúdentana. Þórsarar voru yfir 8:7 en þá fór allt í baklás og stúd- entarnir skoruðu hvert stigið af öðru. Komust í 38:14 og skoruðu því 31 stig gegn aðeins 6 stigum Þórs á þessum tíma í leiknum. - Þetta braut okkur algjörlega niður. Ömurlegur kafli, sagði Gylfi Kristjánsson, þjáifari Þórs eftir leikinn. Staðan í hálfleik var 54:28 en í seinni hálfleiknum tókst Þórsur- um nokkurn veginn að halda í horfinu. - Vörnin var í molum og menn voru ragir í fráköstum. Sóknarleikurinn var skárri en samt allt of tilviljanakenndur, sagði Gylfi, en ÍS spilaði svæð- isvörn allan leikinn. Leikaðferð sem að öllu jöfnu ætti að henta Þórsliðinu vel. Besti maður í Þórsliðinu í þess- um leik var Jón Héðinsson, bar af og skoraði 21 stig. Björn Sveinsson skoraði 14 stig. Það sama gerði nýliðinn Stefán Frið- leifsson, hinn kunni frjálsíþrótta- maður. Ingvar Jóhannsson gerði 8 stig, Konráð Óskarsson 6, Guðmundur Björnsson 2, Valdi- mar Júlíusson 2, Eiríkur Sig- urðsson 2 og Ríkharð Lúðvíks- son 1. Hjá ÍS voru Árni Guðmunds- son og Þorgeir Njálsson stiga- hæstir með 18 stig en Kristinn Jörundsson, þjálfari ÍS gerði 17. Oskabyrjunin dugði Þór ekki 80:70 gegn UMFG Eftir ósigurinn gegn ÍS voru menn ekki mjög bjartsýnir á að Þórsurum tækist vel upp gegn Grindavík í leiknum í gær en í upphafi leit þó út fyrir að allt gæti gerst. Björn Sveinsson skoraði fyrstu fjögur stigin fyrir Þór úr hraðaupphlaupum og Konráð Óskarsson bætti fjórum við og staðan því orðin 8:0 Þór í vil. - Þetta var óskabyrjun hjá okkur og við leiddum leikinn lengst af í fyrri hálfleik. Grinda- vík náði að vísu að minnka mun- inn í 20:18 en við komumst fljót- lega aftur í 8 stiga forystu, 28:20. Þá kom einn af þessum slæmu köflum og Grindvíkingarnir breyttu stöðunni í 38:32 sér í hag, sagði Gylfi Kristjánsson, þjálfari Þórs í samtali við Dag eftir leik- inn. Það er hægt að taka undir það með Gylfa að þetta var slæmur kafli, því UMFG skoraði þarna 18 stig gegn aðeins 4 stigum Þórs. Þrátt fyrir þennan slæma kafla, gáfust Akureyringarnir ekki upp og á 5. mínútu síðari hálfleiks náðu þeir að jafna metin, 44:44. Grindvíkingar komust fljótlega Jón Héðinsson átti mjög góðan leik gegn ÍS. yfir aftur 56:46 en Þórsurum tókst enn að minnka muninn, að þessu sinni í tvö stig. Staðan 58:56 fyrir UMFG en þá kom enn einn af þessum slæmu köflum sem einkenndu suðurferð Þórs- ara að þessu sinni og Grindvík- ingar náðu á þessum tíma að gera út um leikinn. Lokastaðan 80:70 UMFG í vil og það er því ekki hægt að segja að Þórsarar byrji íslandsmótið vel. - Það var áberandi í þessum leikjum okkar að við erum ekki í nægilegri leikæfingu. Liðin fyrir sunnan njóta þess að þau eru búin að leika fjölda æfingaleikja og hafa haft tíma til að fínpússa leikkerfi sín. Það kom í ljós að vörnin var ákaflega slök hjá okk- ur en það voru þó vissir ljósir punktar í seinni leiknum. Við eigum að geta unnið bæði þessi lið og gerum það vafalaust í vetur, sagði Gylfi Kristjánsson, þjálfari. Stig Þórs gegn UMFG skor- uðu: Konráð 20, Björn 10, Jón 10, Eiríkur 10, Ingvar 8, Guð- mundur 6, Stefán 4 og Valdimar 2. -ESE. Skallagrímur sigraði Tindastól Skallagrímur frá Borgarnesi varð sigurvegari í 3. deildarkeppni í knattspyrnu í ár. Lið Skallagríms sigraði 4:0 í þessum síðari leik liðanna í „felu- úrslitum“ KSÍ. Fyrri úrslitaleikn- um lauk einnig með sigri Skalla- gríms 4:2. Tekið skal fram að leikið var úti. -ESE. Gunnari Gunnar Gíslason átti þokkalegan leik er lið hans Osnabrúck lék gegn Soelingen í þýsku 2. deild- arkeppninni á laugardag. Osnabrúck tapaði leiknum 0:2 og áttu flestir leikmenn liðsins fremur dapran dag. Gunnar Gíslason skorar í ieik með KA. Erlingur brýst í gegn um vöm Hauka. Mynd: ESE. Stórleikur Þorleifs tryggði KA annað stigið gegn Haukum Þaö var ekki burðugur handbolti sem sýndur var í íþróttahöllinni er KA og Haukar áttust þar við í 1. deildinni. Ótrúlegt fát og klúður einkenndu leikinn og hann var því ekki mikil skemmt- un fyrir hina fjölmörgu áhorf- endur sem flestir studdu vel við bakið á KA. Það var því eftir atvikum sanngjarnt, fyrst á ann- að borð var verið að útdeila stig- um í þessum leik, að leiknum skyldi Ijúka með jafntefli, 19:19 og fyrsta stig KA í deildinni í ár var þar með staðreynd. Það voru Haukarnir sem mættu mun ákveðnari til leiks og fyrstu mínúturnar leit helst út fyrir að það væru KA-mennirnir sem væru ný- komnir úr erfiðri flugferð á tveim litlum „rellum" í leiðindaveðri. En reyndar voru það Haukarnir sem þreytt höfðu flugið fyrir leikinn og svo erfiðlega hafði það flug gengið að fresta varð leiknum um 18 mín- útur. Gamla brýnið úr Haukum, Sig- urgeir Marteinsson, skoraði fyrsta mark leiksins og virðist það ekki há honum mikið þó hann sé orðinn grár fyrir hærum. Þvert á móti virt- ist Sigurgeir „grár fyrir járnum“ og barðist vel í leiknum en það sama má reyndar segja um alla aldurs- forseta liðanna. Ungu mennirnir áttu ekki eins góðan dag. Haukar komust svo í 2:0 með marki Sigurjóns Sigurðssonar en KA minnkaði muninn strax á eftir. Erlingur átti þá hörkuskot í þverslá og Sigurður Sigurðsson fylgdi vel á eftir, sveif inn í teiginn og vippaði yfir Gunnlaug í mark- inu. Nú var komið að Jóni Hauka- manni Haukssyni sem skoraði tvö mörk úr vítum og staðan því orðin 4:1 Haukum í vil. Á þessum kafla höfðu Erlingur og Sigurður misnot- að víti og leikmenn í báðum liðum klúðruðu hverju færinu á fætur öðru. Allt var því í skralli, þangað til gamli kappinn Þorleifur Anan- íasson tók sig til og skoraði úr hraðaupphlaupi. Sigurður bætti svo öðru marki við fyrir KA og þegar Erlingur skoraði af línu var staðan allt í einu orðin jöfn 4:4. Aftur svaraði Jón Hauksson með tveimur mörkum, því fyrra úr víti en svo komu þrjú KA mörk í röð frá Jó- hanni Kristjánssyni og Þorleifi sem skoraði sjötta og sjöunda mark KA. Jón Hauksson gerði þá sitt fimmta mark í röð og að sjálfsögðu úr víti og bæði lið bættu svo við tveimur mörkum fyrir hlé. Staðan 9:9 í leikhléi en í seinni hálfleik voru það KA-menn sem voru mun frískari til að byrja með. Á nokkrum mínútum var staðan orð- in 12:9 og sérstaklega kættust áhorfendur þegar Þorleifur sveif inn úr bláhorninu, vatt upp á sig og þrykkti boltanum í netið. KA náði svo fjögurra marka forystu, komst í 14:10 en þá tóku Haukarnir við sér. Söxuðu smám saman á forskot- ið og þegar þrjár mínútur voru til leiksloka kom Sigurjón þeim yfir 19:18. Allt á suðupunkti og rétt fyrir leikslok virtist svo sem hinn leikreyndi leikmaður Sigurður Sig- urðsson hefði gloprað öllu niður fyrir KA. Misnotaði fyrst vítakast en ruddist síðan eins og skriðdreki inn í vörn Haukanna og góðir dóm- arar, Stefán Arnaldsson og Ólafur Haraldsson dæmdu réttilega auka- kast. Ekki var Sigurður sáttur við þetta og eftir kjaftbrúk var honum vikið af leikvelli í tvær mínútur. Staðan því allt annað en glæsileg en Kristján Óskarsson náði samt að skora jöfnunarmarkið rétt fyrir leikslok. Jafntefli í þessum leik voru sann- gjörn úrslit, þó það hafi verið blóð- ugt fyrir KA að tapa niður fjögurra marka forystu þegar þeir höfðu leikinn í hendi sér. Þetta geta leik- menn KA kennt sér sjálfir um því Haukarnir léku allt annað en vel þegar þeir unnu þennan mun upp. Það sem gerði gæfumuninn fyrir þá var hins vegar að línumaðurinn Ingimar Haraldsson fékk að at- hafna sig að vild á línunni og hann skoraði 13., 14. og 15. markið. Eins og komið hefur fram var þessi leikur allt annað en vel leikinn og KA getur þakkað gömlu mönn- unum Þorleifi og Sigurði fyrir að ekki fór verr. Þorleifur átti mjög góðan leik og skoraði sex mörk og Sigurður fjögur. Kristján Óskars- son gerði þrjú og þeir Erlingur, Jó- hann bróðir hans og Jóhann Einars- son gerðu tvö mörk hver. Jón Hauksson var atkvæðamestur í liði Haukanna með sjö mörk (6v) en Þórir Gíslason gerði þrjú. Áthygli vakti að gamla kempan Hörður Sigmarsson, tannlæknirinn kunni, boraði knettinum aðeins einu sinni í netið. ESE. Omögulegur leiktímí Það hefur vakið mikla athygli þeirra sem fylgjast með hand- knattieik hér í bæ að flestir heimaleikir KA hafa verið settir á kl. 20 á föstudagskvöld- um. Þetta er vitaskuld alveg ómöguiegur tími cins og kom best í Ijós þegar KA og Ilaukar: léku. I.eiknum seinkaði um 18 mínútur og seinni hálfleik seinkaði einnig nokkuð vegna handknattieikur. Látum það vera að cinn oe einn leikur sé „mjólkurbikarsins“ í innan- Ieikinn á þessum tíma en þegar hússknattspyrnu, seni á að það er orðin regla en ekki vera fastur liður í ieikhléi á undantekning, þá er illt í efni. heimaleikjum KA. Klukkan Laugardags- og sunnudags- var því að verða 22 þegar leik eftirmiðdagar hljóta að vera KA og Hauka lauk en svona nAl/lriiA hnlrl/ict i/rii'lti ri riAenm heppilegri tímar fyrir 1. deild- •II*IaÍL‘Í |vn hó noéé|| f|a>|i| ólllirf hokkuu ViUia a oorum stöðum þar sem ieikinn er aritiKX oj^ j)u aam nt-iri anort*’ endur að koma á lcikina. Það er a.m.k. erfltt að ímynda sér að foreldrar barna gefí þeim leyfi til að vera að paufast í myrkrinu á föstudagskvöldum. 8agt er að leikið sé á föstu* dagskvöldum að ósk forráða- manna KA og þá hlýtur skýr- ingin að vera sú að Höllin sé ekki iaus á öðnim tímum. Eða hvað? -ESE. Góður Þórssigur gegn Skagamönnum - Þetta var hörkuleikur. Mikil barátta og góð stemmning á áhorfendapöllum en við létum það ekkert hafa áhrif á okkur og ungu strákarnir í liðinu stóðu vel fyrir sínu, sagði Guð- jón Magnússon, þjálfari og leikmaður Þórs í handknatt- leik í samtali við Dag eftir Ieik Þórsara og Skagamanna í þriðju deildinni. Þór vann leikinn 19:18 en stað- an í hálfleik var 8:9 ÍA í vil. - Við lékum mjög góðan varn- arleik og Davíð varði eins og berserkur í markinu, sagði Guð- IA - ÞOR 18:19 jón en Þórsliðið náði forystu snemma í síðari hálfleik. Komust Þórsarar tvisvar þrem mörkum yfir og áttu góða möguleika á að auka þann mun en Skagamenn voru sterkir á lokasprettinum. Tókst að minnka muninn í eitt mark þegar skammt var til leiks- loka og undir lok leiksins komst einn Skagamaðurinn frír inn úr horninu en sem betur fer fyrir Þórsara, skaut hann framhjá og leiktíminn rann út án þess að Skagamönnum tækist að jafna. - Ég er mjög ánægður með þennan leik. Þeta er ungt lið, nokkurs konar blanda af „göml- um skörfum og hvítvoðungum“ en strákarnir stóðu fyllilega fyrir sínu og börðust ákveðnir til sigurs. Vörnin var mjög góð og bæði Davíð og Júlíus vörðu mjög vel. Þetta tel ég að hafi gert út- slagið í leiknum, sagði Guðjón Magnússon. Mörk Þórsara í leiknum skoruðu: Sigurður Pálsson 6, Guðjón Magnússon 5, Gunnar Gunnars- son 3, Aðalbjörn Svanlaugsson 2, Gunnar M. Gunnarsson 1, Bald- vin Hreiðarsson 1. Pétur Ingólfsson skoraði 5 mörk fyrir ÍA. Borgnesingarnir voru burstaðir SKALLAGRÍMUR - ÞÓR 17:38 Það var aldrei spurning hvort liðið var sterkara, Þór eða Skallagrímur, er liðin mættust í þriðjudeildarkeppninni í handknattleik í Borgarnesi á laugardag. Þórsarar voru áber- andi betri og unnu öruggan og sanngjarnan sigur, 38:17. Það var aðeins rétt í byrjun að Skallagrímar héldu í við Þórsara, en staðan í leikhléi var 16:10 Þór í vil. í síðari hálfleik var nánast eitt lið á vellinum og Þórsarar notfærðu sér það og skoruðu 22 mörk gegn aðeins 7 mörkum heimamanna. Lokatölur því 38:17. - Við vorum staðráðnir í því fyrir þennan leik að leika vel og halda haus, þrátt fyrir að and- stæðingarnir væru lélegir. Og það tókst bærilega. Við slökuðum aldrei á og leikurinn leystist aldrei upp í kæruleysi, sagði Guðjón Magnússon, þjálfari eftir leikinn. Guðjón sagði að honum litist bara nokkuð vel á framhaldið í vetur eftir þessa tvo fyrstu leiki. Þórsarar hefðu farið þarna í erf- iða keppnisferð og samheldni liðsins hefði verið mikil. Það hefði aldrei verið gefist upp. - Þetta er a.m.k. lið sem á framtíðina fyrir sér og ég er ekk- ert hræddur við leikina í vetur, sagði Guðjón, sem taldi að bar- áttan kæmi fyrst og fremst til með að standa á milli Aftureldingar, Ármanns, Týs úr Eyjum og svo náttúrulega Þórsara. Erfiðara væri að spá um gengi Skaga- manna þar sem að þeir hefðu tap- að fimm stigum nú þegar. Mörk Þórs gegn Skallagrími skoruðu: Sigurður 11, Guðjón 9, Ingólfur Samúelsson 5, Gunnar Gunnars- son 4, Aðalbjörn 3, Gunnar M. Gunnarsson 1, Baldvin 1, Friðrik Sigurðsson 1, Davíð Þorsteinsson 1. ESE. Enn einn stórleikur — hjá Alfreð Gíslasyni Alfreð Gíslason átti mjög góð- an leik í þýsku deildinni í gær- kvöld er lið Essen sigraði Hútt- enberg 21:14. Skoraði Alfreð sex mörk í leiknum úr aðeins sjö skottilraunum. - Þetta Húttenberglið er dæmigert heimalið og við áttum ekki í nokkrum vandræðum meff þá hér í Essen, sagði Alfreð er Dagur náði tali af honum eftir leikinn, seint í gærkvöld. Alfreð var mjög ánægður með hlut sinn í þessum leik og ekki var ánægjan minni með að Essen er nú komið í fimmta sæti deildar- innar. Er Essen með átta stig en fyrr í vikunni lék liðið gegn Berg- kamen á útivelli. Það er hinn kunni þjálfari og kjaftaskur, Vlado Stenzel fyrrum. landsliðs- þjálfari V-Þýskalands sem þjálfar Bergkamen og sagði Alfreð að Essen hefði átt góða möguleika á sigri í leiknum. Það tókst þó ekki og lauk leiknum með jafn- tefli 17:17. Alfreð skoraði fimm mörk. Að sögn Alfreðs verður nú gert hlé á leikjum í þýsku deild- inni og kemur Alfreð heim f landsleikinn gegn Tékkum ásamt Sigurði Sveinssyni nk. fimmtu- dag. - Forráðamenn Essen vildu fyrst ekki hleypa mér í leikinn þannig að ég varð eiginlega að fara í hart við þá. Þeir samþykktu þó að lokum en ég varð að lofa að koma heim á föstudaginn og standa mig vel í leiknum gegn Dankersen á laugardag, sagði Al- freð og það er því greinilegt að það er ekkert gamanmál að ætla að komast heim til að leika með landsliðinu. -ESE. vann KEA Slippstöðin vann KEA 3:1 í hinum svoltallaða „Mjólk- urhikar ', er liðin áttust við í leikhlé KA og Hauka sl. föstudagskvöld. Staðan var jöfn í hálfleik, 1:1 en góður leikur Arnars Guðlaugssonar t seinni hálf- leik tryggði SlippstÖðinni sigur. Bestur í liði KEA var Gunn- ar Austfjörð sem sýndi og sannaði að hann hefur litlu sem engu gleymt í knattspyrn- unni. ESE. Hér á eftir fara úrslitin á get- raunaseðlinum. Rétt er að taka það fram að leik Leicest- er og Southuinpton var aflýst eftir aðeins um 20 mínútna leik. Þá var staöan 0-0 og vcrða þau úrslit látin gilda á ísl. seðlinum. Arscnal - Coventry A.-Villa - Birmingham Everton -1 n«on lpsvvich - QPR I.eicester - Southampton Man. Utd. - WBA Sunderlund - Stoke Watford - Norwich West Ham - Liverpool Wolves - Tottenham Charlton - Man, City Portsmouth - Shelf. Wed. 6 - DAGUR - 17. október 1983 17. október 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.