Dagur - 17.10.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 17.10.1983, Blaðsíða 8
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 73 og 76 tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Sunnuhlíð 12, F-hluta, Akureyri, talinni eign Dúka- verksmiðjunnar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkis- sjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 21. október 1983 kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 73 og 76 tbl. Lögbirtingablaösins 1983 á fasteigninni Oddeyrargötu 22, neðri hæð, Akureyri, þingl. eign Jóns A. Gestssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og Björns J. Arnviðarsonar hdl. á eigninni sjálfri föstudag- inn 21. október 1983 kl. 15.30. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 73 og 76 tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Oddagötu 1, rishæð, Akureyri, þingl. eign Önnu F. Sigurðardóttur, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 21. október 1983 kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð annað og síðasta á Hafnarstræti 84, miðhæð, Akureyri, þing- lesin eign Sigurðar E. Elíssonar, fer fram eftir kröfu Björns J. Arnviðarsonar hdl., bæjargjaldkerans á Akureyri, Benedikts Ólafssonar hdl. og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föst- udaginn 21. október 1983 kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 73. og 76. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Smárahlið 16f, Akureyri, þingl. eign Ormars Snæbjörnssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og Ólafs B. Árnasonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 21. októ- ber 1983 kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 73. og 76. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Tjarnarlundi 9k, Akureyri, þingl. eign Bjarna Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Skarphéðins Þórissonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 21. október 1983 kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri Á föstndag var Steindóri Steindórssyni f*rt sérinnbundið eintak af bókinni „Grasnytjar“ og var það Geir S. Björnsson, prentsmiðjustjórí í POB, sem það gerði fyrir hönd aðstandenda bókarinnar. Ymsar hagnýtar upplýsingar er að finna í þessari tveggja alda gömlu bók. T.d. segir um blöð fífilsins á einum stað: Blöðin, sem salat brúkuð, sefa blóðshita bráðlyndra manna, og eru góð við svefnleysi, á kvöldin etin, mýkja vallgang. Þaug eru einkar góð ungum mönnum, scm í einlífi lifa, þau demna losta, og endumæra þó; gefa góða meltineu matar. bæði hrá og soðin. Mynd: H.Sv. „Grasnytjar“ endur- útgefin eftir 200 ár - á vegum P0B, Náttúrugripasafnsins og Ræktunarfélagsins Bókaforlag Odds Björnssonar hefur sent frá sér einstæða bók, sem verið hefur ófáanleg lengi. Þetta er 2. útgáfa „Grasnytja“ eftir sr. Björn Halldórsson í Sauðlauksdal. erum klárir SNJODEKK fyrir veturinn - Kaupið það besta ★ Amerísk heilsóiuð ★ Sóluð dekk ★ Firestone snjódekk ★ Neglum gömul dekk með hvítum hring ★ Vörubíladekk ★ Good Year snjódekk ★ Skerum munstur í gömul dekk ★Látið jafnvægisstilla felguna með snjóhjólbörðunum í hinni nýju tölvustýrðu stillingavél okkar. Bílaþjónustan Tryggvabraut 14 Dekkaverkstæði sími 21715 Fyrri útgáfan kom út á vegum Danakonungs árið 1783, þann- ig að þetta víðfræga merkisrit er 200 ára um þessar mundir. Sr. Björn mun þekktastur fyrir að vera frumkvöðull kartöflu- ræktunar á Islandi, en hann var mikill áhugamaður um „gagn það, sem hver búandi maður getur haft af þeim ósán- um villijurtum, sem vaxa í landareign hans,“ svo vitnað sé í undirtitilinn á titilsíðu „Grasnytja.“ Grasnytjar var fyrsta prentaða bókin um villijurtir á íslandi, og hún er grundvallarrit allra þeirra sem áhuga þafa á grasalækning- um, jurtalitun og annarri notkun íslenskra jurta. Siíkur fróðleikur er nú ekki lengur talinn „kerl- ingabækur" í niðrandi merkingu, eins og tíðkaðist um skeið. Rit- lingar síðari tíma á íslensku um þessi efni eru meira og minna soðnir upp úr Grasnytjum. Grasafræðingar og vísinda- menn síðari tíma hafa gefið Grasnytjum góða dóma, þótt ekki sé hún grasafræðirit í þrengri merkingu þess orðs, enda höfundurinn ekki menntaður í náttúrufræðum. Hann fékk hins vegar aðstoð hjá mági sínum, Eggerti Ólafssyni, sem dvaldist langdvölum í Sauðlauksdal hjá sr. Birni. Hugsjónir þeirra og baráttumál voru eins hvað varð- aði alhliða nýtingu náttúrunnar gæða. Hins vegar má marka það álit sem Grasnytjar enn njóta af því, að meðútgefendur nú að Grasnytjum eru tvær vísinda- stofnanir, Náttúrugripasafnið á Akureyri og Ræktunarfélag Norðurlands. Grasnytjum var á sínum tíma útbýtt ókeypis til sýslumanna og annarra embættismanna og hlutu því töluverða útbreiðslu. Með tímanum urðu þær vinsæl al- menningsbók, einkum vegna læknisráðanna, sem þar eru gefin. í Grasnytjum er getið um 190 plöntutegunda. Bókin er nú gefin út ljósprentuð og þannig í upp- runalegri mynd. Hin gotneska stafagerð kann í fyrstu að reynast óvönum lesara seinfær, en þá erf- iðleika yfirvinna flestir á skömm- um tíma. ©ra0-nj)íí(u: eba ©ngit fnt, fcm þuerr bunnbi mnbr getr þnft nf feim ofánuitt t>tlfi< iurtum, fcm tnrn i Innt etgii (wnné Jnnbn fáfróbum Dúcnbum 03 grib. niottnum á 3(IanDi (Irifat ííriþ 1781. @pr.4o, 24. 2íuaab girnij Blíma og frgurb, cntt umfrnmm þuert* tucggia granann jarbar gróba. ^Jrentnt i Jlnupmannafiofn, 17«3, «f ífugu(l Sribtriiþ 0ttin- Tilefni þessarar nýju útgáfu Grasnytja er tvíþætt, í fyrsta lagi vegna tveggja alda afmælis bók- arinnar sjálfrar, og í öðru lagi vegna áttræðisafmælis Steindórs Steindórssonar grasafræðings 1982, og er útgáfan tiieinkuð honum. Ritið er um 350 blaðsíð- ur að stærð. Helgi Hallgrímsson grasafræðingur, forstöðumaður Náttúrugripasafnsins á Akureyri ritar inngang og skýringar. 2. út- gáfa Grasnytja kostar kr. 450.00. 8 - ÐAGUR «17. október1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.