Dagur - 17.10.1983, Blaðsíða 10

Dagur - 17.10.1983, Blaðsíða 10
Eldri 2ja herb. íbúð á Eyrinni til leigu nú þegar. Leigutími er 3 mánuðir í senn. Tilboð sendist til Eiríks Sigurðssonar Sandhaugum Bárðardal S.-Þing. Til leigu tvö samliggjandi her- bergi með baði. Uppl. í síma 22669 eftir kl. 17.30. Til leigu 2ja herb. íbúð í Þorpinu frá og með næstu mánaðamótum. Uppl. í síma 25742. Til leigu 3ja herb. íbúð við Hrísa- lund. Uppl. í síma 24758. 4ra herb. íbúð til leigu á góðum stað í bænum. Uppl. í síma 22304 á kvöldin. 2ja herb. íbúð til leigu á Eyrinni. Uppl. í síma 24291. Passamyndjr tilbúnar strax. ☆ Einnig höfum við f jölbreytt úrval nonðun mynd LJÓSMVN DASTOPA Slmi 96-22807 • Rósthólf 464 Glerárgötu 20 • 602 Akureyri Námskeið í fluguhnýtingu hefst mánudaginn 17. október kl. 20. Allt efni og tæki á staðnum. Innrit- un og upplýsingar í síma 24135. Glugghúsið Þingvallastræti 10.Selur gamlar bækur, ritföng, pappírsvörur og bókbandsefni. Opið mánudaga, miðvikudaga og laugardaga kl. 16-18. Gengið um norðurdyr. Njáll H. Bjarnason. Takið eftir. Viðgerðir á frystiskáp- um og frystikistum í Lönguhlíð 1e sími 22917. Takið eftir. Höfum opnað sauma- stofu í Glerárgötu 20 (efri hæð). Tökum að okkur allan venjulegan gluggatjaldasaum, fellitjöld og roofkappa, einnig fatabreytingar. Opið frá kl. 9-12. Uppl. í símum 24196 og 21346 milli kl. 7 og 8 e.h. Gluggatjaldaþjónustan. Það tilkynnist hér með að rjúpnaveiði og annað fugladráp er óheimilt og verður ekki leyft í landi Sigríðarstaða í Ljósavatnsskarði. Landeigandi. Öll rjúpnaveiði er stranglega bönnuð í landi Einarsstaða og Glaumbæjarsels i Reykdæla- hreppi. Landeigendur. Hvítt baðborð til sölu verð ca. 1.500 kr. Uppl. ísíma 26187. Hestamenn. Nýleg, góð hesta- kerra til sölu, 2ja hesta. Uppl. í síma 22014 eftir kl. 18.00. Lítið notuð Candy þvottavél til sölu. Uppl. í síma 26665 eftir kl. 18.00. Vegna brottflutnings er til sölu: Furusófasett með borði, hillusam- stæða, litasjónvarp, þvottavél, dýna og stereo-ferðakassettutæki. Uppl. í símum 25754 og 25627 eftir kl. 17. Felgur undir Cortinu og Mosk- vich til sölu. Einnig Cortina ’71 og Moskvich '74, seljast í heilu lagi eða pörtum. Uppl. í síma 32115 eftir kl. 8 á kvöldin. Golfsett teg. GPA til sölu. Vel með farið í góðum poka. Uppl. í síma 22640 á kvöldin. Til sölu barnarimlarúm, baðborð, göngugrind, barnastóll með borði, hægt að breyta í rólu. Ennfremur Toyota 8000 saumavél verð kr. 8000 og kerra með kúlutengi á 13" felgum og seglyfirbreiðsla. Uppl. í slma 25873 eftir kl. 18. *mmm^mmmmmmmmmmmmmmmm^m Ökukennsla Kenni á Galant 1600 GLS árgerð 1982. Lausirtímarfyrirhádegioq eftir kl. 20. Kristinn Örn Jónsson, ökukennari, Grundargerði 2f, sími 22350. Toyota Cressida árg. ’78 til sölu. Ekinn 95 þús. km. Skipti koma til greina á ódýrari. Uppl. í síma 31184 eftir kl. 20. Til sölu Skodi 120 L árg. '80. Ek- inn 30 þúsund km. Fæst á góðum mánaðargreiðslum. Uppl. í síma 25059. Nýr bíll til sölu. Til sölu er Mitsu- bishi Tredia árg. 1983. Ekinn að- eins 2300 km. Skipti koma til greina á Colt, Galant eða Lancer árg. ’79—'80. Uppl í síma 21136 eftir kl. 7 á kvöldin. Óska eftir að kaupa Zusuki sendlabíl. Möguleiki á staðgreið- slu. Uppl. í síma 23316 eftir kl. 7 á kvöldin. Volvo 244 GL árg. ’81 til sölu. Sjálfskiptur, vökvastýri, toppbíll. Skipti á eldri Volvo eða öðrum góðum bíl möguleg. Uppl. í síma 31135. Tvö stykki Ford til sölu. Dísel- jeppi óskast. Til sölu Ford Pickup yfirbyggður árg. 74 með drifi á öll- um hjólum, sjálfskiptur með lúxus sætum og í góðu lagi. Á sama stað er einnig til sölu Ford Cortina 1600 árg. 76. Fæst á góðum kjörum. Hugsanleg eru skipti á góðum díseljeppa. Uppl. f síma 33112. Teppahreinsun - Teppahreins- un. Hreinsið teppin sjálf. Leigjum út nýjar hreinsivélar til hreinsunar á teppum, stigagöngum, bíla- áklæðum og húsgögnum. Teppa- land Tryggvabraut 22, sími 25055 Atvinna. Mann vantar til landbún- aðarstarfa. Uppl. í síma 24947. Óska eftir að kaupa mjólkurtank 800-1200 I. Uppl. gefur Þorkell Guðbrandsson Kaupfélagi Skag- firðinga sími 95-5200. Colliehvolpar til sölu. Uppl. í síma 24707 eftir kl. 19.00. Hreingerningar - Teppahreins- un. Tökum að okkur teppahreins- un, hreingerningar og húsgagna- hreinsun með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Uppl. í síma 21719. Bílasala Bílaskipti. Bílasalan Ós, Fjölnisgötu 2b, Akureyri, sími 21430. Aðalfundur Foreldrafclags Gler- árskóla verður haldinn þriðju- daginn 18. okt. ’83 kl. 20.30 í stofu 11 í Glerárskóla. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar. 2) Fulltrúar frá skólanefnd og forseti bæjar- stjórnar koma á fundinn og ræða skólamálin í hverfinu. 3) Mola- kaffi. 4) Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Skrifstofa SÁÁ. Strandgötu 19 b er opin alla virka daga frá kl. 4-6 (16—18). Pantanir í viðtalstímann í stma 25880 frá kl. 9-16 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. siMi Minningarspjöld Minningarsjóðs Guðmundar Dagssonar Kristnes- hæli fást í Kristneshæli, Bóka- versluninni Eddu Akureyri og hjá Jórunni Ólafsdóttur, Brekkugötu 21 Akureyri. Minningarkort Slysavarnarfé- lagsins fást í Bókvali, Bókabúð Jónasar og Blómabúðinni Akri, Kaupangi. Styrkið starf Slysa- varnarfélagsins. Kvennadeild SVFÍ Akureyri. Vinarhöndin styrktarsjóður Sól- borgar selur minningarspjöld til stuðnings málefnum barnanna á Sólborg. Minningarspjöldin fást í: Huld, Ásbyrgi, Bókvali, hjá Júdit í Oddeyrargötu 10 og Judith í Langholt 14. Minningarkort Akureyrarkirkju fást í verslununum Bókval og Huld. Frá Sjálfsbjörg Akureyri og nágrenni. Þann 21. t§L| -23. októbernk. verður haldið al námskeið að Há- túni 12 Reykjavík sem ber yfir- skriftina „Fatlaðir og kynlíf“. Á námskeiðinu verða m.a. fyrir- lestrar og hópumræður. Náms- keiðið er ætlað fötluðum og öðr- um þeim er áhuga hafa á þessu málefni. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Skráning fer fram á skrifstofu Sjálfsbjargar félags fatlaðra í Reykjavík í síma 91- 17868. Þátttökugjald er áætlað kr. 350,- Staðfestingargjald er kr. 100,- Nánari upplýsingar veit- ir formaður undirbúningsnefndar um fræðslu í kynferðismálum fyrir fatlaða Elísabet Jónsdóttir í símum 12668 (heima) og 27977 (vinna) í Reykjavík. Annað bindi af „Skrifað í næsta mánuði er væntanleg á bókamarkaðinn önnur minninga- bók Jóhannesar R. Snorrasonar flugstjóra, en fyrri bók hans, Skrifað í skýin, kom út árið 1981 og var með söluhæstu bókum það ár. Þessi bók, sem ber sama nafn og fyrri bókin, er 335 blaðsíður og prýdd miklum fjölda mynda, þ.á.m. mörgum fögrum litmynd- um’frá Grænlandi. Efni þessarar bókar hefst þar sem frá var horfið í fyrri bókinni, árið 1946 og nær allt fram til upphafs sjöunda ára- tugsins. í skýin“ 1 þessari bók er m.a. fjallað um upphaf millilandaflugs íslendinga og greint frá nokkrum ævintýra- legum ferðum á frumbýlingsárum þess, tveim eftirminnilegum sjúkraflugum, lendingu á hafísn- um nálega miðja vegu milli Grænlands og íslands, birgða- flutningum upp á hájökul Græn- lands og upphafi Grænlandsflugs- ins á Katalinaflugbátnum, svo eitthvað sé nefnt. Bókin er prent- uð og bundin í Prentsmiðju Odda h.f., kápan gerð á teiknistofu Gísla B. Björnssonar. Snæljós s.f. gefur bókina út. Innilega þakka ég öllum sem sýndu mér vinsemd og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför bróður míns ÓLAFS ÞORSTEINSSONAR vélstjóra frá Hrísey. Björg Þorsteinsdóttir. Íto -ýQA0UR-S® rnktóbeh/m

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.