Dagur - 17.10.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 17.10.1983, Blaðsíða 11
Jafnréttisnefnd: í samræmi við tilmæli S.Þ. Á fundi jafnréttisnefndar Ak- ureyrar á miðvikudag var gerð sérstök bókun vegna umræðna um jafnréttismál í bæjarstjórn fyrir nokkru, en þar lét Jón G. Sólnes, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins m.a. þau um- mæli falla að nefndin væri gagnslaus og réttast væri að leggja hana niður. Hann sagði einnig að ójöfnuður kynjanna í bænum væri ekki það mikill að ástæða væri til að jafnréttis- nefnd héldi gagnslausa fundi hálfsmánaðarlega eða oftar. Fundargerð jafnréttisnefndar Akureyrar er svohljóðandi: „Að gefnu tilefni vegna um- ræðna í bæjarstjórn Akureyrar um skipan og störf Jafnréttis- nefndar Akureyrar, vill nefndin árétta, að hún er ekki sjálfskip- uð. Nefndin, eins og aðrar Jafn- réttisnefndir í landinu, er skipuð á grundvelli fyrri samþykkta sveitastjórna á hverjum stað í samræmi við tilmæli Allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna og Jafnréttisáætlun Sameinuðu þjóðanna frá 1980, en eins og all- ir vita, er ísland aðili að Samein- uðu þjóðunum. Verkefni nefnd- arinnar eru ekki þess eðlis, að þau verði leyst af hendi í skjótri svipan fyrir alla framtíð. Hér er um hægfara þróun að ræða, þar sem nauðsynlegt er að taka mið af mörgum þáttum í senn“. Undir þessa fundargerð rita Karolína'Stefánsdóttir, Ólafur B. Árnason, Steinar Þorsteinsson, Guðrún Gísladóttir, Jón Kr. Sólnes og Bergljót Rafnar. Umboðsmenn skipafélaga stofnuðu samtök 8. október sl. voru stofnuð sam- tök umboðsmanna skipafélaga. Tilgangur samtakanna er að efla samheldni með umboðsaðilum skipafélaga og gæta hagsmuna þeirra. Einnig að samræma starf- semi og markmið skipaaf- greiðslna og auka og bæta sam- starf við skipafélögin. Formaður samtakanna var kosinn Friðrik Óskarsson, Vest- mannaeyjum, en aðrir í stjórn voru kosnir Gunnar Jónsson, ísa- firði, Sigurður Þorgeirsson, Fá- skrúðsfirði, Jón Samúelsson, Ak- ureyri og Reynir Jónsson, Flat- eyri. Knattspyrnudómarar Aðalfundur KDA verður haldinn í íþróttahúsinu við Laug- argötu þriðjudaginn 25. okt. nk. kl. 20.00. Stjórnin. Ragnheiður Steindórsdóttir í My fair Lady. Sala áskriftarkorta og forsala á „My fair Lady“ í fullum gangi. Með því að kaupa áskriftarkort á leiksýningar okkar í vetur áttu öruggan miða á 2., 3., 4. eða 5. sýningu leik- ársins. Þú getur valið þér sætið þitt í leikhúsinu og þarft síðan ekki að panta miða. i vetur sýnum við: My fair Lady, Galdra-Loft, Súkku- laði handa Silju og Kardimommubæinn. Þú sparar 200 krónur og vinnur einn frímiða með því að kaupa áskriftarkort! Frumsýning á My fair Lady verður föstudag 21. októ- ber. Uppselt. Önnur sýning sunnudaginn 23. október. Uppselt. Sýningar nk. þriðjudaga, fimmtudaga, föstudaga, laug- ardaga og sunnudaga. Athugið. Börn og ellilífeyrisþegar fá 50% afslátt á miðaverði. Miðasaia opin alla virka daga kl. 16-19. Sýningar- daga kl. 16-20.30. Sími: 24073. Leikfélag Akureyrar. Hjá okkur er eitt fjölbreyttasta gjafavöruúrval norðanlands. Svo sem: Bing og Gröndal postulínsvörur ásamt jólaplattanum 1983. ★ Steinstyttur frá Belgíu í úrvali Dökkar styttur frá Hollandi ★ Trévörur bæði sænskar og finnskar ★Einnig okkar vinsæla íslenska keramik frá Glit, Helga Björgvinssyni, Aldísi Einarsdóttur og Steinsbæ. Veljið jólagjafírnar meðan úrralið er mest, þá er hægt að að gera hagstæðustu kaupin. Blómabúðin Laufás Hafnarstræti 96 sími 24250 og Sunnuhlíð sími 26250. Sýning Úlfs Ragnarssonar í Gallerý Sunnu (verslunarmiðst. Sunnuhlíð) er opin alla þessa viku. SÖNGMENN Kirkjukór Akureyrar óskar eftir karlaröddum. Uppl. í síma 21078. Framsóknarfélag Akureyrar Bæjarmálafundur verður haldinn í Strandgötu 31 mánudaginn 17. október kl. 20.30. Fulltrúar í nefndum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Stjórnin. Áskrift, afgreiðsla, auglýsingar. Sími 24222 FRAMSÓKNARFÉLAG AKUREYRAR Suðausturhlið. SS Byggir sf. hefur hafið byggingu á sex íbúða raðhúsi að Móasíðu 6. Áætlað lán Húsnæðismáiastjórnar um áramót: Einstaklingar 2-4ra manna fjölsk 5-6 manna fjölsk 7 manna eða fleiri Hver íbúð er 109,05 m2 hæð, ásamt 31,6 mz efri stofu (sjonvarpsstofu) og 26,4 m2 bílgeymslu. íbuðirnar verða afhentar fokheldar með útihurðum, pússaðar að utan, fragengið þak og þakskegg, með steyptum stéttum, malbikuðum bílastæðum og innkeyrslu. Lóð grófjöfnuð. Tpiirninnar iwiMnni***-. * Verð íbúðar 1. október 1983 kr. 1.196 þús Teikmn9ar fyrirll99,and'a verkstæðl- Allar nánari upplýsingar veita Heimir og Sigurður á verkstæði SS Byggis sf. Draupnisgötu 7c. sf. Sigurður-Heimir. 17. október 1983 - DAGUR - 11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.