Dagur - 19.10.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 19.10.1983, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 19. október 1983 117. tölublað Enn óvíst um loðnu- veiðarnar í haust Víða er nú verið að gera loðnuveiðiskipin klár á veiðar en vonir standa til að hægt verði að veiða einhverja loðnu í haust. Ræðst það af niður- stöðum rannsóknarleiðangurs sem rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er í þessa dag- ana. Bjarni Sæmundsson kom inn til Akureyrar um helgina og þeg- ar rætt var við fiskifræðinga sem taka þátt í leiðangrinum vildu þeir ekkert láta hafa eftir sér um það hvort hugsanlegt er að stunda einhverjar loðnuveiðar á þessu ári. E»eir sögðu að enn ætti eftir að kanna miðin úti fyrir Norðvestur- og Vesturlandi og því of snemmt að segja til um það að svo stöddu. Þó var helst að heyra að ekki hefði loðnustofninn vaxið svo um munaði. Ástandið væri að líkind- um heldur betra en í fyrra, en ekki svo að ástæða væri til að hrópa húrra fyrir. Eins og áður sagði er nú verið að gera loðnuskipin tilbúin á veiðarnar, í krafti vonarinnar, því útlitið virðist ekkert allt of gott eftir því sem næst verður komist. Ráðherra vel tekið Fimm daga heimsókna- og fundaferð Halldórs Ásgríms- sonar, sjávarútvegsráðherra um Norðurland lauk á Húsavík á mánudag. Var sjávarútvegs- ráðherra hvarvetna mjög vel tekið og töldu heimamenn og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi á hverjum stað, þessa ferð mjög þarft framtak. Ferð sjávarútvegsráðherra hófst á Siglufirði sl. fimmtudag en sama dag heimsótti ráðherra einnig fiskvinnslufyrirtæki á Hofsósi og fundaði með hags- munaaðilum í sjávarútvegi. Fundur var á Sauðárkróki og fiskvinnslufyrirtæki á Króknum, Blönduósi , Skagaströnd, Hvammstanga, Vopnafirði og Bakkafirði heimsótt. Fundur var fyrir troðfullu húsi á Þórshöfn og farið var til Kópaskers og Rauf- arhafnar. Á Húsavík var Fisk- iðjusamlag Húsavíkur skoðað, en þar er meðfylgjandi mynd ein- mitt tekin er Tryggvi Finnsson sýndi ráðherra framleiðsluna og um kvöldið var haldinn almennur fundur í félagsheimilinu. Árviss vandamál í vetrarflugi: Verður morgunfluginu til Akureyrar seinkað? - Það eru að skapast núna somu vandamál og við áttum við að etja sl. vetur, varðandi morgunflugið til Ákureyrar. Upplýsingar um brautarskil- yrði liggja ekki fyrir fyrr en rétt fyrir átta og þá er of seint að láta farþega vita símleiðis. Ef ekki fæst breyting á þessu þá verðum við líklega að grípa til þess ráðs að seinka fluginu. Þetta sagði Sæmundur Guð- vinsson, fréttafulltrúi Flugleiða í samtali við Dag en Sæmundur sagði jafnframt að Flugleiðir hefðu farið þess margsinnis á leit við flugmálastjórn að vinna hæf- ist fyrr á morgnana við Akureyr- arflugvöll. Starfsmenn við braut- arhreinsun hefja nú störf kl. 7.30 og sagði Sæmundur það of seint með tilliti til upplýsinga um brautarskilyrði. - Akureyrarvélin er á áætlun kl. 8.00 vegna eindreginna óska Akureyringa en ef ekki fæst bót á þessum vanda bráðlega þá er ekki um annað að ræða en seinka fluginu um 15 mínútur til hálftíma, sagði Sæmundur Guð- vinsson. Hjá Rúnari Sigmundssyni, flugvallarstjóra á Akureyri feng- ust þær upplýsingar að það væri rétt að Flugleiðir hefðu vakið máls á þessu nokkrum sinnum. Það væri einnig rétt að nokkrum sinnum hefðu skapast vandamál vegna brautarskilyrða en þá væru starfsmenn við brautarhreinsun yfirleitt búnir að hreinsa brautina löngu áður en Flugleiðavélin lenti. - Starfsmenn í flugturni mæta til vinnu klukkan 7.00 og þeir hafa yfirleitt séð um að koma upplýsingum um brautarskilyrði suður til Reykjavíkur. Flugvall- arverðir mæta svo hálftíma seinna og það er aðeins þegar brautarskilyrði snöggversna að þetta hefur haft óþægindi { för með sér fyrir farþega Flugleiða, sagði Rúnar Sigmundsson og bætti því við að það væri einkum tvennt sem komið hefði í veg fyrir að farið hefði verið að ósk- um Flugleiða. Annars vegar væri um það að ræða að starfsmenn væru mótfallnir því að mæta fyrr m.a. vegna mikils vinnuálags og mikillar yfirvinnu og hins vegar vegna þess að breytt fyrirkomlag myndi hafa mikla útgjaldaaukn- ingu í för með sér fyrir flugmála- stjórn. Fjárveitingar væru naum- ar fyrir, þó ekki væri verið að auka útgjöldin á þennan hátt. Leiktækjasalir: Fá íþrótta- m r | ■* m felogin einka- rétt? íþróttafélögin KA og Þór hafa sótt um leyfí til bæjar- ráös Akureyrar til að reka leiktækjastofur. Jafnframt hafa félögin óskað eftir því, að aðrir fái ekki leyfí til slíks reksturs. Líklegt er að umsókn félaganna fái jákvæða afgreiðslu, því meiri- hluti bæjarstjórnar hefur sam- þykkt ályktun þess efnis, að íþrótta- og æskulýðsfélög fái einkarétt á rekstri leiktækja í bænum. Það kemur fram í um- sókn félaganna, að hugmyndir þeirra eru ekki fastmótaðar um fyrirkomulag á rekstrinum, en þau lýsa sig reiðubúin til við- ræðna við bæjaryfirvöld um það mál. Bæjarráð hefur ekki afgreitt umsóknirnar formlega. Tveir einstaklingar, þeir Bjarki Tryggvason og Magnús Kjartans- son, hafa sótt um leyfi til að reka leiktækjastofur. í samræmi við áðurnefnda ályktun bæjarstjórn- ar og umsókn íþróttafélaganna ákvað meirihluti bæjarráðs að hafna þessum umsóknum. 600 íbúðir í Gilja- hverfi bls.8

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.