Dagur - 19.10.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 19.10.1983, Blaðsíða 3
Óvíst um framtíð gömlu brúnna á Eyjaf jarðará Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá Vegagerðinni, um hvað gert verður við brýrnar yfir Eyjafjarðará sunnan flug- vallarins, eftir að Leiruvegur- inn kemst í gagnið. Að sögn Guðmundar Svafars- sonar, umdæmisverkfræðings Vegagerðarinnar þá var á sínum tíma rætt um að rífa brýrnar en síðan þá hafa komið fram óskir frá ýmsum aðilum s.s. hesta- Sambandið selur 110 þús. gærur til Finnlands Skinnaiðnaður Iðnaðardeildar Sambandsins á Akureyri hefir nýlega gert myndarlegan sölu- samning á fullsútuðum og hálf- sútuðum gærum til Finnlands. Petta er sala á 110 þúsund gærum af haustslátrun þessa árs til stór- fyrirtækisins Friitala, en það hefir um langt árabil verið einn af aðalviðskiptavinum Sambandsins á þessu sviði. Hér er um góða byrjun að ræða á aðalsölutíma ársins á skinnum og sala til fleiri landa er í bígerð. mönnum um að brýrnar fái að standa áfram. - Ég held ekki að brýrnar geti verið hættulegar flugvellinum vegna flóðamyndunar eftir að Leiruvegurinn kemur, heidur er ég þeirrar skoðunar að þær dragi úr hættunni, sagði Guðmundur Svafarsson, en á það hefur verið bent hér í Degi að menn telji að ísstíflur geti myndast við brýrnar. Eyjafjarðarbrýrnar eru komn- ar allnokkuð til ára sinna, byggð- ar 1923 og hafa Vegagerðarmenn verið nokkuð uggandi varðandi burðarþol þeirra hin síðari ár. Ekki hefur þó þótt ástæða til að setja fimm tonna öxulþungatak- markanir á brýrnar, enda væri það stórt skref aftur á bak, eins og Pétur Ingólfsson, yfirverk- stjóri í brúardeild Vegagerðar- innar segir í samtali við Dag. Pét- ur og Jakob Böðvarsson, brúar- smiður skoðuðu brýrnar í haust og niðurstaða þeirra var sú að þær væru orðnar mjög „lúnar“ svo ekki sé meira sagt. - Það er einkum miðbrúin sem er illa farin. Sprungur hafa stækkað þannig að ef ástandið versnar þá gæti það orðið þrauta- ráðið að brjóta brúna niður og fylla upp í miðkvíslina, segir Pét- ur og getur þess jafnframt að út frá verkfræðilegu og verðmæta- legu sjónarmiði þá færi ekkert í súginn þó þessar brýr hyrfu alveg í framtíðinni. Gömlu brýrnar á Eyjafjarðará eru kumnar til ára sinna og komnar að hruni. Þó ekki muni steypubflar aka þar um í framtíðinni þá renna hestamenn hýru auga tii brúnna . . . \ “ : Við bjóðum eingöngu vandaðar vörur —vitum að þú fylgist með I Vefnaðarvörudeild er hugsað fyrir vellíðarí konunnar. Hlýjar og fallegar vattkápur frá'Gazella nýkomnar. Verðiö er ótrúlega gott. Og auðvitað erum við með hausttískuna frá Gazella í jökkum og kápum. kvenfatnaðurinn er mjög vandaður og fallegur. Þar færðu mikið fyrir lítið. ABECITA brjóstahöld og teygjubuxur fyrir verðandi mæður. R Catitete Minnum enn á barnafatnaðinn í mjög fallegu úrvali. Allt fyrir saumaskapinn Flannel - Vattefni - Blússuefni. Damask á aðeins kr. 130,- metrinn. Sængurveraléreft á aðeins kr. 86,- metrinn. Frotté, 7 litir - Flónel, barnamunstur. Barnasængurveraefni - Lakaléreft, 20 litir. Gefjunargluggatjaldaefni og fleira og fleira. Garn - Garn - Garn Það er bókstaflega allt bandvitlaust að verða í garninu hjá okkur enda ekki nema von. Erum með allt það nýjasta í litum. Hvað ert þú með á prjónunum? Við erum viðbúin vetrinum í Herradeild. Vatteraðir stakkar melka l’á Duffys og Melka og auðvitað eigum við treflana við bæði einlita og köflótta. Buxur, mjög gott úrval Nýkomnar þýsku stretchbuxurnar vinsælu í mörgum litum. Vorum einnig að taka upp kakíbuxur frá (talíu, frábær snið og litir og varla spillir verðið. þá eru það nærbuxurnar og sokkarnir Þó hart sé í ári gengur enginn nærbuxnalaus né sokkalaus, síst núna þegar kólnandi fer. Eigum nærbuxur í nokkrum síddum og mörgum litum og sokkarnir eru í hundruðum lita og ýmsum þykktum bæði fyrir þá eldri og ungherrana. Ath. Erum með tilboð á hvítum íþróttasokkum verð aðeins kr. 69,- Verslið þar sem gæðin eru höfð í fyrirrúmi. Herradeild. Ný teppi á góðum greiðsluskilmálum Vorum að taka upp mikið úrval af teppum í öllum verðflokkum. Sníðum og leggjum, fljót og góð þjónusta. Ath. Höfum flutt bútasöluna í kjallarann Hrísalundi 5. Frá Járn- og glervörudeild. Höfum fengið nokkrar af hinum ágætu Frigor frystikistum 200, 275 og 380 lítra. Gott úrval plastbúsáhalda Uppþvottagrindur m/bakka, vaskaföt, þvottabalar, kæliskápabox, tertuhjálmar, geispur, ruslafötur, mælikönnur, bitabox og margt fleira. Nýkomið: Búr- og baðvogir margar gerðir. Járn- og glervörudeild. ■HngsBHHHl wmm 19. október 1983 - DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.