Dagur - 19.10.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 19.10.1983, Blaðsíða 7
MEÐ YKKAR STUÐNINGI hefur ríkisstjórninni tekist að tryggja atvinnu og lækka verðbólguna úr 130% niður í 30%. Forsíða bæklings sem ríkisstjórnin hefur látið gera og sent inn á hvert heim- ili. Þar er að finna sumt af þeim upplýsingum sem fram komu í stefnuræðu forsætisráðherra. jegn ólguþróun forsætisráðherra í sjóða- og bankakerfis hefur þetta að markmiði. Ríkisstjórnin hefur skipað nefndir til þess að vinna að at- hugunum og tillögugerð um þessi málefni, og er ráðgert, að þegar á þessu þingi muni koma fram lagafrumvörp um sum þeirra, eins og sjá má í skránni um vænt- anleg lagafrumvörp. gi í gær Horfur og markmið 1984. Gert er ráð fyrir að vegafram- kvæmdir á næsta ári verði um það bil 2,2% af þjóðarframleiðslu, eða svipaðar og í ár. Steingrímur ræddi því næst um vanda húsbyggjenda og þær að- gerðir sem ákveðnar hafa verið til úrbóta fyrir þá, t.d. tvöföldun á framlagi hins opinbera til hús- næðismála. í heilbrigðismálum verður unnið að því að heilsugæsla sam- kvæmt lögum komist sem allra fyrst á út um allt land. Vegna samdráttar í fjárveitingum verði þó fyrst og fremst lögð áhersla á að ljúka þeim framkvæmdum sem þegar hafa verið hafnar, en fresta nýframkvæmdum um hríð. Leitað verður leiða til að veita sömu þjónustu í heilbrigðiskerf- inu með minni tilkostnaði. Áformuð er breytt og skýrari verkskipting milli ríkis og sveitar- félaga í skólamálum, m.a. þannig að ýmis afmörkuð verkefni í fræðslumálum verði færð til sveit- arfélaga. Jafnframt verði unnið að frumvarpi um skólakostnað. í dómsmálum er áformað að lögfesta skýrari reglur um skyldur, ábyrgð og vinnubrögð fasteignasala, enda hagsmunir al- mennings í viðskiptum á þessu sviði geysimiklir. Steingrímur ræddi síðan um endurskipulagn- ingu stjórnkerfisins: Endurskipulagning stjórnkerfís og pen- inga- og lánastofn- ana. Þegar til lengri tíma er litið, felst stjórn landsmála ekki eingöngu í því að beita þeim tækjum, sem stjórnvöld ráða yfir á líðandi stundu, heldur einnig í því að bæta sjálft stjórnkerfiö og gerð hagkerfisins. í því skyni að bæta stjórnarhætti, ákvað ríkisstjórnin að beita sér fyrir umtalsverðum breytingum á stjórnkerfinu. Markmið þeirra stjórnkerfis- breytinga, sem fyrirhugaðar eru og koma fram í stefnuyfirlýsing- unni, er að einfalda opinbera stjórnsýslu, bæta hagstjórn og samræma ákvarðanir í opinberri fjárfestingu, draga úr ríkisum- svifum og efla eftirlit löggjafar- valds með framkvæmdavaldinu. Skipulag peninga- og lána- stofnana er mikilvægur þáttur efnahagsmála. Það er brýnt verk- efni að tryggja aukna arðgjöf framkvæmdafjár og treysta inn- lendan sparnað. Endurskoðun Ég mun nú gera grein fyrir horf- um 1984 og þeim markmiðum, sem ríkisstjórnin telur rétt að setja fyrir næsta ár. Er jafnframt vísað til þjóðhagsáætlunar, sem dreift hefur verið til þingmanna. Botnfiskafli er áætlaður sá sami á árinu 1984 og spáð er 1983, eða frá 300 til 320 þúsund lestir af þorski og svipað af öðr- um botnfiski. Gert er ráð fyrir því, að loðnuafli geti orðið 400 þúsund lestir 1984. Þetta er vita- skuld spá, sem háð er verulegri óvissu, því að fiskifræðingar hafa ekki enn getað aflað nauðsyn- legra gagna. Þó er vitað, að loðnustofninn er vaxandi. í þjóðhagsspá 1983 var gert ráð fyrir því, að viðskiptakjör batni á þessu ári um 3 af hundraði, en nú virðist líklegast, að þessi bati verði heldur meiri, eða um 3,5 af hundraði. Vegna erfiðleika á fiskmörkuðum er ekki gert ráð fyrir því, að viðskiptakjör batni frekar á næsta ári. Nauðsynlegur samdráttur þjóðarútgjalda mun valda því, að þjóðarframleiðsla kann að dragast saman um 2-2,5 af hundraði. Landsframleiðslan minnkar þó væntanlega minna, eða um 1,5 af hundraði. Flest bendir til þess, að þar með verði botni náð í þeim öldudal, sem þjóðarbúið hefur verið í um tveggja ára skeið, og grundvöllur myndist að nýju bataskeiði. Á þessum meginforsendum byggir ríkisstjórnin ákvörðun um mark- mið í efnahagsmálum á næsta ári. Þau eru þessi: Ríkistjórnin telur mikilvægt, að verðbólga í lok næsta árs verði orðin sem næst því, sem er í við- skiptalöndum okkar. Því hefur verið ákveðið sem markmið, að verðbólga í lok ársins 1984 verði undir 10 af hundraði á ári. Áhersla er jafnframt á það lögð, að erlendar skuldir þjóðar- innar aukist ekki í hlutfalli við þjóðarframleiðslu. Ríkisstjórnin mun áfram leggja áherslu á aðhald og sparn- að í ríkisrekstri. Þess verður þó gætt, að ekki verði skert sú fé- lagslega þjónusta, sem nauðsyn- leg er til þess að tryggja jöfnuð °g öryggi þegnanna í landinu. í peningamálum verður jafn- framt gætt aðhalds, en þó þannig, að ekki leiði til stöðvunar atvinnuvega og atvinnuleysis. Vextir verða lækkaðir eins hratt og hjöðnun verðbólgu leyf- ir, og ættu því miðað við ofan- greind markmið að verða komnir niður undir 10 af hundraði í lok næsta árs. Að því er stefnt, að raunvextir verði yfirleitt jákvæð- ir, og þannig verði stuðlað að auknum sparnaði. í fyrsta lið um efnahagsmál í stefnuyfirlýsingu rí kisstj órnar- innar segir: „Festa verði sköpuð með raun- hæfri gengisstefnu, sem ásamt aðhaldssamri fjármála- og peningastefnu myndi umgerð ákvarðana í efnahagslífinu. Að loknum aðlögunartíma beri að- ilar vinnumarkaðarins ábyrgð á samningum um kaup og kjör í ljósi hinnar opinberu stefnu í gengis- og kjaramálum.“ í samræmi við þetta mun ríkis- stjórnin stefna að sem mestri festu í gengismálum á næsta ári. Samkvæmt því mun Seðlabank- inn skrá gengi með þá stefnu að leiðarljósi að halda gengi krón- unnar sem stöðugustu á næsta ári, innan markanna 5 af hundr- aði til hvorrar áttar, eftir því sem nánar verður ákveðið. Slík gengisstefna er að sjálfsögðu háð ýmiss konar óvissu, sérstaklega vegna breytinga á gengi gjald- miðils erlendis og annarra breyt- inga á ytri skilyrðum þjóðarbús- ins. En frá viðnámi við innlendri verðbólguþróun verður ekki hvikað og verður sú stefna einnig studd með aðhaldi á öðrum svið- um hagstjórnar. Innan þessa ramma, sem nú hefur verið lýst, er gert ráð fyrir, að efnahagslíf landsins þróist, m.a. samningar vinnuveitenda og launþega um kaup og kjör. Ekki er þess að vænta, að gengið verði fellt til þess að koma til móts við óraunhæfa samninga, eða samn- ingum breytt með opinberum að- gerðum. í þessu sambandi er jafnframt nauðsynlegt að hafa í huga að svigrúm til þess að takast á við erfiðleika eða skakkaföll er mjög lítið vegna mikilla erlendra skulda. Það einstigi, sem fara' verður út úr efnahagserfiðleikum þjóðarinnar, verður því að feta með varúð. Miðað við þann góða árangur, sem þegar hefur náðst í hjöðnun verðbólgu, telur ríkisstjórnin ofangreind markmið raunhæf. Ef forsendur þjóðhagsáætlunar 1984 standast, er hvorki nauðsynlegt né eðlilegt að skerða kaupmátt frekar en orðið er á síðustu mán- uðum þessa árs. Nú er viðfangs- efnið að leggja grundvöll að framförum. Launahlutföll hljóta hins vegar að ráðast í kjarasamn- ingum. Ég vona að jöfnun kjara verði höfð að leiðarljósi í vænt- anlegum samningum. Ríkisstjórnin mun áfram leggja áherslu á gott samráð við aðila vinnumarkaðarins um þró- un efnahags- og þjóðmála. Sam- ráðsfundir hafa verið haldnir í sumar og haust, og m.a. hefur verið tekið upp það nýmæli að kveðja saman til fundar efna- hagssérfræðinga allra aðila, ásamt sérfræðingum ríkisstjórn- arinnar og Þjóðhagsstofnunar. Hefur sú nýbreytni mælst vel fyrir. Þessu mun fram haldið og áhersla á það lögð, að aðilar vinnumarkaðarins geti fylgst náið með allri þróun mála. Framtíðin Við íslendingar verðum að vinna okkur út úr þeim erfiðleikum, sem íslenskt efnahagslíf á nú við að stríða, með aukinni fram- leiðslu og hagvexti, en án þess að til verðbólgu komi að nýju. í því skyni mun ríkisstjórnin leggja áherslu á hagkvæma fjárfestingu og hagræðingu á öllum sviðum, bæði hins opinbera og atvinnu- veganna. Ríkisstjórnin mun kappkosta að styðja nýjar og álit- legar framleiðslugreinar, bæði stórar og smáar. í þessu sambandi verður að sjálfsögðu fyrst og fremst byggt á framtaki einstaklinganna, sem við eðlilegar aðstæður í efnahags- lífi eiga að geta gert öruggari áætlanir en verið hefur. Lögð verður áhersla á að virkja rann- sókna- og þjónustustofnanir hins opinbera til þess að veita þá þjónustu, sem þær mega í þessu sambandi. Lokaorð Þegar ríkisstjórnin tók við völdum, blasti við stöðvun atvinnuvega og atvinnuleysi, og reyndar var sjálft efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í mikilli hættu vegna hraðvaxandi verð- bólgu og erlendrar skuldasöfnun- ar. Með róttækum og samstilltum aðgerðum hefur tekist að bjarga þjóðinni frá þessum voða. Vegna mjög erfiðrar stöðu atvinnuveg- anna eftir verðbólgu undanfar- inna ára, hafa launþegar orðið að bera miklar byrðar af þessu átaki. Enda má segja, að þeir hafi ekki síst átt til mikils að vinna - atvinnuöryggis. Mikill árangur hefur náðst. Verðbólgan mun í lok ársins verða komin niður fyrir 30 af hundraði, fjármagnskostnaður fer ört lækkandi, atvinnuvegirnir eru alltraustir og atvinna næg. Þannig hefur verið brotið blað í íslensku efnahagslífi. Með staðfestu og aðgæslu á næsta ári má tryggja þann mikla árangur, sem hefur náðst, og koma verðbólgunni niður undir það, sem er í helstu viðskipta- löndum okkar. Til þess að það megi takast, hefur ríkisstjórnin mótað nýja stefnu í efnahagsmál- um með því að ákveða umgjörð, sem aðilum vinnumarkaðarins og atvinnuvegunum og einstakling- unum er ætlað að starfa innan án íhlutunar ríkisvaldsins. Því verður aldrei neitað, að fyrir þjóð, sem svo mjög er háð óviðráðanlegum duttlungum náttúrunnar og þróun efnahags- mála í umheiminum sem við Is- lendingar, geta ætíð verið hættur á næsta leiti. Til þess að geta brugðist við slíku og tryggt lífs- kjörin, er nauðsynlegt að efna- hagslífið sé heilbrigt, og mark- visst að því unnið að auka fram- leiðsluna og hagvöxtinn. Þannig verða lífskjörin og mannlífið sjálft bætt, því að auð- ur þessa lands og hugvit einstakl- inganna er næsta óþrjótandi og ber ríkulegan ávöxt, ef rétt skil- yrði eru sköpuð. 19. október 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.