Dagur - 19.10.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 19.10.1983, Blaðsíða 9
Kári og Flosi á HM í kraftlyftingum Tveir íslenskir keppendur verða á Heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fer í Gautaborg 12. og 13. nóvem- ber, en það eru Akureyring- arnir FIosi Jónsson og Kári Elíson. Kári keppir þar í 67 kg flokki og á góða möguleika á að verða framarlega, Flosi keppir hins vegar í 82 kg flokki en hefur að undanförnu keppt í 90 kg flokki. „Ég þarf að létta mig niður um 8 kg og auðvitað tapar maður krafti við það,“ sagði Flosi er við Lokahóf h|á KRA ræddum við hann. „Ég á þó alla möguleika á að ná betri árangri stigalega séð í 82 kg flokknum þótt ég geri mér engar vonir um að verða í fremstu röð á þessu móti. Ætli það sé ekki raunhæft að stefna á 15. sætið." Flosi sagði að Kári ætti raun- hæfa möguleika á að ná í 6.-7. sæt- ið miðað við að allir sterkustu menn heims í hans flokki mættu til leiks. Kári, eða „Kötturinn" eins og hann er kallaður af félög- um sínum gæti þó komið á óvart og orðið framar, en hann hefur varla tekið á lóðunum að undan- förnu án þess að bæta árangur sinn og setja íslandsmet. Sem fyrr sagði verða þeir Flosi og Kári einu keppendur íslands á mótinu. Ákveðið hefur verið að halda undirbúningsmót fyrir þá á Akureyri og fer það fram 29. október. Næsta mót kraftlyft- ingamanna á Akureyri er „Grét- arsmótið" sem haldið verður í byrjun desember og eru allir okk- ar sterkustu kraftlyftingamenn í óða önn að búa sig undir átökin þar. Það kom fram í samtali við Flosa að Lyftingasamband íslands mun ekki styrkja þá félaga á mótið í Gautaborg. Mun fjárhagur Lyft- ingasambandsins vera í rúst og engan stuðning þaðan að hafa. Bendir því allt til þess að þeir Flosi og Kári megi borga sjálfir allan kostnað við ferðina til Sví- þjóðar Knattspyrnudeild KA: Gunnar hættir „Ég ætla ekki að gefa kost á mér áfram sem formaður,“ sagði Gunnar Kárason for- „Frétt“ DV ekki rétt „Ég veit ekki til þess að það hafí verið ákveðið að endur- ráða ekki Frits Kissing sem þjálfara meistaraflokks okkar,“ sagði Gunnar Kárason formaður knattspyrnudeildar KA er við ræddum við hann í gær. DV skýrði frá því á dögunum að Kissing yrði ekki endurráðinn til KA. Sama kvöld hringdi Kiss- ing frá Þýskalandi til Gunnars Kárasonar og spurði hann um þetta. Gunnar sagðist hafa tjáð Kissing að ákvörðun um þetta hefði ekki verið tekin, hún biði næstu stjórnar. Frétt DV er því tilbúningur. maður knattspyrnudeildar KA er við ræddum við hann í gær. Aðalfundur knattspyrnudeild- ar KA verður haldinn í Lundar- skóla kl. 14 á laugardag, og þar mun nýr formaður taka við störfum. Gunnar sagðist reikna með að það yrði Stefán Gunn- laugsson, en hann er ölium hnút- um kunnugur eftir margra ára starf fyrir félagið. „Ég er búinn að vera formaður í 3 ár og það er ágætt að hvíla sig núna. Rúmur helmingur stjórn- armanna ætlar að starfa áfram og með Stefán sem formann verður þetta í góðum höndum,“ sagði Gunnar. Gunnar Káruson. Hver verður „Knattspyrnu maður ársins“ 1983? Lokahóf Knattspyrnuráðs Akrureyrar fer fram nk. sunnudag, og hefst það í Mánasal Sjallans kl. 15. Þar verður margt um að vera, og m.a. verða afhent þar verð- laun til allra yngri flokka bæjar- ins sem unnu sigra í Akureyr- armótum sumarsins. „Marka- kóngur“ sumarsins fær sín verð- laun og síðast en ekki síst verður lýst kjöri „Knattspyrnumanns ársins“ á Akureyri. Að sögn Marinós Víborg for- manns Knattspyrnuráðs Akur- eyrar er ætlunin að gera þetta hóf veglegra en verið hefur og há- punkturinn verður er kjöri „Knattspyrnumanns ársins" verður lýst. Þar koma sjálfsagt margir snjallir kappar til greina, en knattspyrnuráðsmenn sem velja þann er titilinn hreppir sitja nú sveittir á fundunum og reyna að komast að niðurstöðu. Tveir sigrar hjá stelpunum í Þór Kvennalið Þórs í 2. deildinni í handknattleik gerði góða ferð suður um helgina er liðið lék þar tvo leiki. Sá fyrri var gegn HK og sigraði Þór örugglega með 21 marki gegn 8. Mikið var dæmt í þessum leik, og þegar mest gekk á voru 5 stúlkur utan vallar í einu. Síðari leikurinn var gegn Haukum, sem taiið er að sé eitt besta lið deildarinnar. Þór vann annan sigur þar, úrslitin 19:11 og sýna þau úrslit að margt bendir til þess að liðið endurheimti sæti sitt í 1. deild í vor. í þessum leik vart sama og ekkert dæmi svo dóm- gæslan í þessum leikjum var ým- ist í ökkla eða eyra. l-X-2 Guðmundur Þorsteinsson. „Þetta er ferlega ógeðslegur seð»II,“ sagði Guðniundur Þorsteinsson „Gulli“, en hann er „spúinaður" okkar fyrir leiki næstu helgar á getraunaseðlinum. Gulli er einn harðasti áhangenda Tottenhum norðan Alpa- fjalla og stendur með liði sínu í súru og sætu og missir aldrei trúna á leikmenn „Spurs“. „Við vinnum sígur á Birmingham þótt við séum á útivclli, þótt okkur liafí yfírleitt gengið illa með Birmingham úti. Mitt lið er í toppformi þessa dagana og með Glenn Hoddle i þessu rosaformi sem liann er í stendur ekkert fyrir okkur. Glenn er í sínu besta formi og hlær að þessum strákum. Það eru nokkrir erfiðir leikir þarna. Liverpool er á gervigrasinu gegn QPR og þar getur allt gerst, og Sund- crland á heimavelli getur gert rósir gegn Manchester IJnited. En hvað um það, ég spái því að leikirnir fari svona: Arsenal-Nott. Forest. X Birmingham* fottenham 2 Coventry-WBA 1 Everton-Watford X Luton-Southampton X Notts County-Stoke 2 QPR-Liverpool X Sunderl.-Man. Ltd. 1 W-Ham-Norwich I Wolves-A-Villa 1 Brighton-Sheff. Wed. X Man. Citv-Middlesb. 1 Gulli er ekki í neinum vafa um að röðin verði svona, og spáir hiklaus tveimur útisigrum, fimm jafnteflum og aðeins 5 heimasigrum. Viðsjáum svo til hversu sannspár hann reynist. Sigbjöm var með 3 rétta „Spámaðurinn“ Sigbjörn Gunnarsson sem spáði fyrir okkur í síðustu viku hefur oft gert betur, enda fór svo að hann var aðcins með þrjá leiki rétta í þetta skiptiö. Sigbjörn getur þó huggað sig við það að uppá- haldslið lians, Aston Villa, bar sigurorð af Birminghani í „derby-leik“ liðanna og að sjálfsögðu var sá leikur rétt- ur i spá Sigbjörns, l-X-2 19. Október 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.