Dagur - 19.10.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 19.10.1983, Blaðsíða 12
Akurcyri, miðvikudagur 19. október 19í Hefjast framkvæmdir við Leiruveginn í vetur? Ráðherraleyfi vantar - Það er of snemmt að svara því hvort leyfi verður gefið til að hefja þessar framkvæmdir fyrr en ráðgert var. Það verður vegið og metið þegar slík beiðni berst, sagði Matthías Bjarnason, samgönguráðherra er hann var spurður að því hvort hann myndi leyfa að framkvæmdir yrðu hafnar við hinn svokallaða Leiruveg í vetur en vegargerð þessi er á áætlun fyrir næsta ár. Matthías sagði að yfirleitt væri gangur mála sá að ekki væri am- ast við því að vegaframkvæmdir hæfust aðeins fyrr en ráðgert hefði verið í upphafi. Nú háttaði að vísu svo einkennilega til að engin vegaáætlun hefði verið samþykkt en ef menn létu sem svo væri og þingmenn viðkomandi kjördæmis bæru sameiginlega fram óskir um að ráðist yrði í framkvæmdina, þá hefðu nokkrir mánuðir til eða frá ekkert að segja. - Svo fremi sem fjármagn er til staðar og ekki er farið fram úr fjárveitingu, þá er allt í lagi, sagði Matthías Bjarnason. Vitað er að Vegagerðin hefur mikinn áhuga á að hefja fram- kvæmdir við Leiruveginn sem fyrst og heyrst hefur að hug- myndir hafi komið fram um að vörubílstjórar gætu lánað vinnu sína við veginn fram á næsta ár. Slíkt fyrirkomulag hefur verið reynt áður, m.a. í Þingeyjarsýsl- um og víst gefist ágætlega. Varavöllur fyrir millilandaflug: „Akureyri kemur ekki til greina“ - segir Pétur Einarsson flugmálastjóri - Ég er þeirrar skoðunar að flugvöllurinn á Akureyri komi ekki til greina sem varaflug- völlur fyrir millilandaflug. Eyjafjörðurinn er það þröngur að stórar þotur eins og Boeing 747 munu aldrei geta athafnað sig þar og því er óhætt að af- skrifa Akureyri í þessu sam- bandi, sagði Pétur Einarsson, flugmálastjóri í samtali við Dag, er það var borið undir hann hvort eðlilegt væri að ætla að hugsanlegur varaflug- völlur fyrir millilandaflug yrði á Akureyri. Eins og fram kom í frétt Dags um Leiruveginn, þá hafa menn áhyggjur af því að vegurinn geri lengingarmöguleika flugvallarins að engu og geti m.a. þess vegna komið í veg fyrir að hugsanlegur varaflugvöllur rísi á Akureyri. Umræðan um þennan varaflug- völl hér innanlands hefur fengið byr undir báða vængi nú síðustu daga eftir að talsmaður Flugleiða lét þau orð falla að varaflugvöllur innanlands gæti sparað Flugleið- um stórfé á ári hverju. Að sögn Péturs Einarssonar, flugmálastjóra þá koma flugvöll- urinn á Sauðárkróki og í Aðaldal vel til greina sem varaflugvellir, en flugmálastjóri tók skýrt fram að hér gæti tæpast verið um stór- kostlegan ávinning fyrir viðkom- andi bæjar- og sveitarfélög að ræða. Slíkan varaflugvöll þyrfti e.t.v. ekki að nota vegna milli- landaflugs nema einu sinni á ári og mesti hagurinn af vellinum væri þá sú atvinna sem vallar- framkvæmdir sköpuðu rétt á meðan verið væri að lengja flug- brautir og vinna við aðra að- stöðu. Það er því alls óljóst ennþá hvort varaflugvöllur verður byggður hér á landi í bráð. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem Dagur hefur aflað sér þá hentar aðstaðan á Akureyri ágætlega t.d. varðandi móttöku farþega og þjónustu og það sama á við um öryggismái á jörðu niðri, en landfræðileg atriði hafa hins veg- ar sett Akureyri úr leik. Á öðrum stöðum á landinu t.d. á Sauðár- króki og í Aðaldal er landfræði- lega hliðin í lagi en þjónustu og öryggi hins vegar mjög ábóta- vant. Kostnaður við varaflugvöll á þessum stöðum myndi þess vegna að öllum líkindum vera gífurlegur, ef uppfýlla ætti þau skil- yrði sem gerð eru til alþjóðaflug- valla í dag. Þeim er fátt heilagt sem hafa ánægju af því að stunda skemmdarverk. Á homi Byggðavegar og Þingvallastrætis á Akureyri hafa vargar þessir sprautað málningu yffir merki um stöðvunarskyldu. Hver skyldi tilgangurinn vera með þessu? Mynd: H.Sv. Tvo ny refa- i við Eyja- Fjöldi nýrra refabúa byrjar starfsemi hér á landi í haust eða um 30 talsins. Þar af eru tvö að hefja starfsemi í Eyja- firði. Loðdýrabú á landinu öllu eru nú 89 talsins. Tólf eru við Eyja- fjörð og þar af eru fjögur blönd- uð minka og refabú og eitt bú eingöngu með mink, en það er að Sólbergi. Þeir tveir aðilar sem hefja refarækt í haust eru Helgi Guðmundsson í Glæsibæ og Benedikt Alexandersson, Ytri- Bakka í Arnarneshreppi. Sjá nánar um loðdýrarækt á blaðsíðu 4. „Eg óska þeimtil hamingju“ „Það er ekkert að frétta af þessu máli eins og er,“ sagði Arnljótur Sigurjónsson á Húsavík er við ræddum við hann, en Arnljótur er sá aðili þar, sem orðaður er við fyrir- hugaðan útflutning á vatni þaðan. Við spurðum hann hvort sú staðreynd að Sauðkrækingar hefðu hafið framkvæmdir við sína vatnspökkunarverksmiðju breyttu í einhverju áformum hans. „Nei alls ekki, og ég óska þeim bara til hamingju með að vera komnir af stað, þetta hefur verið lengi í farvatninu þar. Það er víða sem möguleikar eru á að selja þetta vatn, og ég held að þetta sé meira mál en menn gera sér almennt grein fyrir. Þetta breytir í engu okkar áformum,“ sagði Arnljótur. Veður Það er lægð á leiðinni sem fer milli Grænlands og Islands. Þið fáið því norðan- átt í dag sem snýst í suð- vestanátt með talsverðum strekkingi í nótt, sagði vakt- hafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við Dag áðan. Vindur snýst svo síðan til norðanáttar aftur á föstudag með tilheyrandi kulda, en það ætti að hlýna eitthvað á meðan SV-áttarinnar nýtur við. # Tannlæknir- inn og síminn Nú hefur verið hætt við máls- sókn á hendur þeim sem gáfu út Upplýsingarit um Akureyri, öðru nafni símaskrá, en það mun ólöglegt öðrum en Pósti og síma. Nokkuð hefur verið talað um villur í skránni og er það að sjálfsögðu afar slæmt fyrir þá sem fyrir verða. En óhöpp geta líka gerst í útgáfu alvöruskrár Pósts og síma. Þannig féll níður símanúmer á tannlæknastofu Baldvins Ringsted, tannlæknis, í slma- skránni ’83. Þar sem upplýs- ingaritið er byggt á síma- skránni féll þetta að sjálf- sögðu einnig niður í því. En tíl að kóróna allt saman tókst aðstandendum útgáfunnar að bæta um betur og hafa heimasímann hans Baldvins einnig vitlausan. Þeir sem þurfa að ná í Baldvin tann- lækni geta hringt í upplýsing- areða litið í gamla símaskrá. # Flestir vildu togara Ferð Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra um Norðurland er lokið og telja menn þessa ferð og aðrar slíkar í svipuðum dúr, mjög gagnlegar. Ráðherra hefur rætt málin vítt og breitt og talað tæpitungulaust við hagsmunaaðila í sjávar- útvegl. Þó að gæðamálin - betri fiskur, betri geymsluaðferðir, betri vinnsla og betra og samræmdara mat, hafi verið í brennidepli í þessari ferð Halldórs Asgrimssonar, þá var alltaf eitt mál sem skaut upp kollinum aftur og aftur og virtist ekki síðra að mikil- vægi en gæðamálin. Það var nefnilega sama hvar ráðherra kom. Alla langaði í nýja tog- ara. Eini staðurinn þar sem menn börmuðu sér ekki yfir offjárfestingum og of stórum og dýrum skipum, var eftir því sem S&S kemst næst, á Þórshöfn. Þar hafa menn í rólegheitum verið að vinna sig upp úr erfiðleikunum og una nú glaðir við sitt. Það er gott til þess að vita að ein- hverjir hafa lært af reynslunni. # Að velta vandanum Sjávarútvegsráðherra mun í fyrrnefndri ferð hafa sagt mönnum að hann héldi fast við þá stefnu sem mörkuð hefði verið varðandi togara- málin. Það væri ófært að fjölga alltaf togurum bara til að skapa atvinnu fyrir iðnað- inn. Ekki gáfust útgerðar- menn upp við þessi svör og spurðu næst hvort ekki væri hægt að fá Hafþór keyptan á góðum kjörum. Næsta skref verður líklega það að allir vilja kaupa varðskipið Þór.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.