Dagur - 21.10.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 21.10.1983, Blaðsíða 5
Menntskælingar á ferðalagi: k. < Hressir gaurar. Takið eftir Baldri með hattinn. Menntskælingar urðum oft að leggja hömlur á hegðun vora af tillitssemi við nágrannana. Ekki er vert að telja frekar upp hér hvað við gerðum fleira þarna á Grikklandinu, því það yrði bæði langt mál - og kannski of persónulegt. Eldsnemma morg- uns 27. sept. yfirgáfum við hótel- in okkar þrjú og héldum á flug- völlinn. Næst lá leiðin til Hollands. Síðla nætur, aðfaranótt þriðju- dags 13. september síðastlið- inn tóku vekjaraklukkur að hringja víða um Reykjavík og nágrenni. Það voru ekki hinir heiðarlegu sunnlensku borgar- ar sem rifu sig upp á svo ókristilegum tíma heldur hóp- ur skólafólks. Þetta fólk sem Menntaskóli Akureyrar hefur haft í varðveislu sinni undan- farna þrjá vetur, ætlaði brott af Fróni til að eyða sumartekj- unum og næstu þremur vikum erlendis. Áætlunin var, tvær vikur á grískri sólarströnd og ein vika í Hollandi. Syfjuð, með ferðatöskur mætt- um við á Keflavíkurflugvöll kl. 6 þennan morgun. Fórum eina hringferð um fríhöfnina og reyndum að vera hress. ísland kyssti okkur bless með sunn- lensku roki þegar við gengum upp í flugvélina og brátt hvarf föðurlandið undir skýin. Grikkland Síðla dags, 13. sept. lentum við á Ólympic flugvellinum við Aþenu. Alin upp við óbíða veðr- áttu heimahaganna og klædd nokkurn veginn miðað við ís- lenskar aðstæður, gripum við andann á lofti þegar á móti okkur tók rúmlega 30 stiga hiti og sól. Frá flugvellinum var haldið til Vouliagmeni þar sem dvelja átti næstu tvær vikur. Einhverra hluta vegna hafði viðkomandi ferðaskrifstofa áætlað að mun færri myndu fara í þessa ferð en reiknað var með. Sú áætlun reyndist röng en kostaði það að blístruðu eða þöndu bílflauturn- ar. Sumir buðu upp á mat og/eða drykk - og eflaust fleira ef þær hefðu kært sig um. Þeir voru glápandi plága á stöndinni og víst er að myndir af þessum íslenska kvennahóp liggjandi á strönd- inni, prýða nú fjölskyldualbúm og einkasöfn grískra karla. - Nú ganga þessar sömu stúlkur um götur Akureyrarbæjar og enginn tekur eftir þeim. Flest kvöld söfnuðumst við saman á einum stað og eftir „slíkar“ samkomur voru diskó- tekin í nágrenninu könnuð og sumir litu lauslega á næturlífið í Aþenu. Einn af okkur barðist í eina kvöldstund gegn vopnuðum hóp manna og notaðist við bif- reið til að skýla sér gegn kúlna- hríðinni. - Daginn eftir uppgötv- aði hann að bardaginn var ímyndun, en í tilefni af atburðin- um gáfu bekkjarfélagar hans honum viðurnefnið „skæruliða- foringinn“. Ein stúlka átti athygli allra þeirra sem til sáu þegar hún á sjóskíðum dróst áfram að mestu neðan sjávarmáls í u.þ:b. >/2 klst. Önnur sem einnig var byrjandi í greininni sló svo í gegn fyrir góð- an stíl, að henni var boðið að koma aftur eftir ár og kenna list- ina. Þau sem áttu við kvef að stríða supu á óblönduðu Ouzo (þjóðar- drykkur Grikkja) í staðinn fyrir hóstasaft, enda bragðið mjög svipað. Bati lét þó á sér standa. Þarna í Vouliagmeni ganga Grikkir snemma til náða og eftir miðnætti líða þeir enga röskun á ró sinni. Þetta olli því að vér Borgin er tilvalin fyrir þá sem eru með fatadellu, enda léttist pyngj- an og farangurinn þyngdist á stuttum tíma. Þetta er sérstæð og fjölskrúðug borg en tíminn leyfði ekki að við sæjum nema lítið af því sem hún hefur upp á að bjóða. í Amsterdam er myrk ver- öld en við sáum aðeins framhlið hennar og töldum það sem felst á bak við betur óséð í þetta skiptið. Farin að þrá matinn hennar mömmu og rúmið heima, héldum við heim til íslands mánudaginn Sumir voru alltaf „í formi“. skipta varð hópnum niður á þrjú hótel. Þetta fyrirkomulag orsak- aði bæði smávegis óánægju og vonbrigði, sem við reyndum þó að láta ekki spilla neinu. Tímanum á Grikklandi eydd- um við að mestu á ströndinni og hefðum unnið þann sess að vera hvítust allra á staðnum ef keppt hefði verið um þann titil. Einnig var farið eftir því sem áhugi og fjárhagur bauð upp á, til nokk- urra þeirra staða þar sem Grikkir frömdu stórvirki sín til forna. Verslunarferðir til Aþenu urðu líka margar. Sjaldan eða aldrei fyrr hefur kvenfólkið í þessum hóp búið við jafn mikla athygli karlþjóðarinn- ar. Grískir karlmenn góndu á þær, snéru sér við úti á götu, í sumarhúsunum í Eemhof Eftir stutta dvöl í Eemhof kom- umst við að því að ef við værum ellilífeyrisþegar eða fjölskyldu- fólk með börn þá hefði staðurinn verið paradís. Þarna var mjög friðsælt og fólk virtist koma þangað til að vera í ró og næði - enda ekkert annað hægt að gera þarna. En þó að staðurinn samsvaraði ekki alveg okkar lífsmáta þá átt- um við þrjá rólega daga þarna og nutum þess eftir Grikklandsver- una að vera komin aftur í vest- ræna menningu og sjálfsögð þæg- indi. Það helsta sem við fundum okkur að gera var að horfa á video, borða sælgæti og gefa öndunum matarleifar. Veislu- höld að íslendinga sið voru ekki æskileg þarna því gestir staðarins ganga snemma til náða og eina diskótekið þarna lokar kl. 12 á miðn etti. Það var því allt sem stuðl .ði að því að við vorum út- hvíl og endurnærð þegar við korÁim til Amsterdam. Amsterdam Ljósmyndir: H.E. 3. okt. Meðferðis höfðum við til samans mörg hundruð kíló af far- angri í löglegri vigt og u.þ.b. 200 kíló í yfirvigt. Þarna voru á ferð- inni ferðatöskur með fólk í orðs- ins fyllstu merkingu. Það var gott að vera að koma heim og þegar við flugum yfir „ís- landið" okkar sungum við ætt- jarðarlög til heiðurs föðurland- inu. ísland tók vel á móti okkur og móttökunefndin var rigning. Til Akureyrar mættum við og tókum við þeim heiðursessi að vera í efsta bekk Menntaskóla \kureyrar. Flestir urðu fyrir vonbrigðum með okkur þegar við komum norður því við vorum ekkert brún. Til að líta eftir okkur fóru með í förina þeir Tómas Ingi Olrich og Þórir Haraldsson, og til að líta eftir þeim fóru konur þeirra. Þeir skildu báðir kennaragrímuna eftir heima og reyndust ske nmti- legir ferðafélagar. Kunnum við þeim og konum þeirra bestu þakkir fyrir góða samfylgd. Unnur Karlsdóttir. - Tómas Ingi, Nína, Una og Þórir. Þar sátu stelpurnar í röðum Myndin er tekin á þilfari í skemmtisiglingu. 21. október 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.