Dagur - 21.10.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 21.10.1983, Blaðsíða 9
Nýtt frá Jóni sjö- volta Hin nýja kvikmynd Travolta “Stayin’ alive“ hefur nú verið frumsýnd í Bretlandi og víðar og hefur myndin að vonum feng- ið misjafna dóma. Tíðindamaður Dags átti þess kost að sjá myndina í Lundúnum fyrir skömmu og út frá hreinu skemmt- analegu sjónarmiði er alveg óhætt að mæla með þessu “Broadway-stykki" Jóns sjövolta. Að vísu fer ekki mikið fyrir söguþræði í myndinni en leikstjórinn Sylvester Stallone (Rocky) og Travolta hafa þarna gert mynd sem trúlega gefur nokkuð raunsanna mynd af því sem gerist bakatil á Broadway. Ekkert er til sparað til að gera allt sem glæsilegast og tónlist og sprikl falla eins og flís við rass hvort að öðru. Vert er að gefa leigubílstjóradóttur- inni Finolu Hughes gaum í þessari mynd - en kunnugir telja hana vinna meiriháttar leiksigur. A.m.k. er öruggt að útlitið á ekkert eftir að þvælast fyrir henni á refil- stigum kvikmyndagerðarinnar. Húðmálun! ! Ekki er öll vitleysan eins hefur verið kjörorð þess- arar síðu og það nýjasta sem við höfum frétt af á „vitleysisvettvangi" er húðmálum sem farið hefur eins og eldur í sinu um heldrimannabyggðir í St. Tropez þeim ljúfa sumardvalrastað. Pað er Denis Saint Seauvage sem hrundið hefur þessari húðmálunaröldu af stað og nú þykir eng- inn maður með mönnum, né skvísa með skvísum, nema viðkomandi hafi komist í kynni við pensil- inn hans Denis. Til að gefa smá hugmynd um það um hvað húðmálun snýst þá eru hér nokkur sýnishorn og ekki er annað að sjá en að listin mæli með sér sjálf. Hún er hrærivél, hakkavél, kvörn, rifjárn, ávaxta- og grænmetiskvörn og hristari og það er hreint ótrúlegt hvað hún getur. BRflUn Multipractic Plus Þetta er „allt í einni“ eldhúsvélin frá Braun. Bókin „Ljóðþrá“ úrval Ijóða og sálma eftir föður minn Valdemar Snævarr, fyrrverandi skólastjóra, fæst hjá undirrituð- um og kostar hún kr. 400.00 innbundin. Góð bók og tilvalin til tækifærisgjafa. Stefán Snævarr, Hólavegi 17, Dalvík. Sími: 61350, Ragnhei&ur Steindórsdóttir í My fair Lady. Leikfélag Akureyrar frumsýnir My fair Lady 21. október kl. 20.30. UPPSELT. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Hljómsveitarstjórn: Roar Kvam. Leikmynd: Jón Þórisson. Búningar: Una Collins. Lýsing: Vi&ar Garðarsson. í a&alhlutverkum: Ragnheiður Steindórsdóttir og Arnar Jónsson. Önnur sýning sunnudag 23. okt. UPPSELT. Þriðja sýning þriðjudag 25. okt. Fjórða sýning fimmtudag 27. okt. Fimmta sýning föstudag 28. okt. Sjötta sýning laugardag 29. okt. Sjöunda sýning sunnudag 30. okt. Athugið. Börn og ellilífeyrisþegar fá 50% afslátt á miðaverði. Miðasala opin alla virka daga kl. 16-19. Sýningar- daga kl. 16-20.30. Sími: 24073. Leikfélag Akureyrar. 21. október 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.