Dagur - 24.10.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 24.10.1983, Blaðsíða 7
Guðmundur Benediktsson hampar hér verðiaunagrip sínum sem hann fékk fyrir að vera „Markakóngur Akureyrar 1983“. sendan fyrir því að ég fer út í þjálfun að ég hætti að spila. Ég held að það geti ekki gengið að þjálfa og spila líka þótt dæmi séu til um það að slíkt hafi tekist.“ - Veist þú um einhverjar breytingar á Þórsliðinu? „Nei ég veit það ekki. Ekki er annað vitað en að allir Akureyr- ingarnir í liðinu verði áfram en ég veit ekki með Helga Bentsson og Sigurjón Rannversson. Ég veit ekki heldur hvort við fáum ein- hverja nýja menn til liðs við okkur.“ ræðum við forráðamenn KA og virtust þær viðræður vera á loka- stigi. Ætlaði Þorsteinn að þjálfa KA-liðið en ekki leika með því. Þórsarar voru ekki beint ánægðir með þessa þróun máia, og ákváðu því að bjóða Þorsteini stöðu þjálfara Þórs. Var gengið frá ráðningu hans á föstudags- kvöld. Þórsarar létu Björn Árnason vita það kl. 23 á föstudagskvöld að hann yrði ekki þjálfari félags- ins næsta keppnistímabil. Kl. 10 morguninn eftir var Björn kom- inn með samning við knatt- spyrnudeild Víkings upp á vas- ann og er því ljóst að hann hefur verið búinn að ganga frá þeim málum áður en hann fékk afsvar Þórs, aðeins átt eftir að skrifa undir. „Marka- gerðinni „Við eram að sjálfsögðu ekk- ert hressir með framkomu KA- manna í þessu máli, en þegar við stóðum frammi fyrir því að velja á milli Þorsteins Ólafs- sonar og Björns Árnasonar sem þjálfara þá völdum við Þorstein eftir að leikmenn okkar höfðu lýst áhuga sínum á því að hann yrði ráðinn“, sagði Guðmundur Sigur- björnsson formaður. Þórsarar höfðu átt viðræður við Björn Árnason sem þjálfaði liðið sl. keppnistímabil með mjög góðum árangri, og ekkert virtist benda til annars en að Björn yrði ráðinn aftur til Þórs. Jákvæðar viðræður höfðu farið fram, og því kom ráðning Þorsteins um helgina mjög á óvart. Þá hafði Þorsteinn verið í við- Notts County - Stoke QPR - Liverpool Sunderland - Man. Utd, West Ham - Norwich Wolves - A. Villa Brighton - Sheff. Wed. Man. City - Middlesb. Úrslitaröðin á getraunaseðli helgarinnar varð þessi: Jakobína Káradóttir veitti viðtöku hinuin glæsilega verðlaunagrip sem fylgir nafnbótinni „Knattspymumaður ársins“ á Akureyri. Jóhann Jakobsson er fluttur til Reykjavíkur og Jakobína frænka hans tók að sér að koma verð- laununum í réttar hendur. Arsenal - Nott. Forest Birmingham - Tottenham Coventry - WBA Everton - Watford Luton - Southampton Þorsteinn Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Þórs í knattspyrnu og verður þetta frumraun hans sem þjálf- ari. Frá þessu var gengið um helgina, en sl. vikur hafði Þor- steinn verið í viðræðum við forystumenn KA og stóð tii að hann þjálfaði KA-liðið næsta keppnistímabil. Þetta var talsvert „heitt“ mál í sl. viku og er víst að margir Þórs- ara voru mjög óhressir með það að KA væri að reyna að fá Þor- stein til liðs við sig. En á föstu- dagskvöld var sú ákvörðun tekin að bjóða Þorsteini þjálfarastarf hjá Þór og gengið var frá þeim málum þá um kvöldið. „Viðræður mínar við KA voru komnar það langt að búið var að sameinast um umræðugrund- völl,“ sagði Þorsteinn. „Ég setti fram skilyrði sem þeir töldu sig geta gengið að,“ sagði Þorsteinn. Nei, það var ekki meiningin að ég myndi spila með KA og ég reikna ekki með að ég muni spila með Þór næsta sumar. Það er for- Þorsteinn Ólafsson. Hann er ekki hár í loftinu pilt- urinn sem ber titilinn „Marka- kóngur Akureyrar“ í knatt- spyrnu þessa dagana. Hann er leikmaður með 6. flokki Þórs og skoraði í fjórum leikjum sínum með liðinu í sumar alls 8 mörk. Hann heitir Guðmundur Bene- diktsson og er með þeim allra minnstu í „bransanum“. En hann kann sitt fag þe'gar upp að marki andstæðinganna kemur og sýnir og sannar það í leikjum sínum að margur er knár þótt hann sé smár. Guðmundur er sá yngsti sem hefur hlotið markakóngstitilinn. 1x2 1x2 Þorsteinn Olafsson þiálfar lið kóngur“ af minni „Völdum Þorstein fremur en Björn“ „Þórsarar ættu að þakka okkur fyrir“ - segir Stefán Gunnlaugsson formaður knattspymudeildar KA „Við vorum einfaldlega að bjóða þessum manni vinnu hjá okkur, það er svo einfalt mál“, sagði Stefán Gunnlaugsson nýkjörinn formaður knattspyrnudeildar KA, er við ræddum við hann og spurðum hvort KA hefði verið að reyna að klekkja á Þór með því að ráða Þorstein Ólafsson mark- vörð Þórs sem þjálfara KA. „Við stóðum í þeirri meiningu ég og Þorsteinn að Þór væri búinn að ráða Björn Árnason sem þjálfara. Ég vil miklu fremur líta þannig á þetta mál að áhugi okkar á Þorsteini sem þjálfara sé virðing við Þór en að við værum að reyna að klekkja á þeim. Við vorum að bjóða einum leikmanni þeirra þjálfun á 1. deildarliði og það þurfti KÁ-mann til þess að uppgötva þjálfara í þeirra eigin herbúðum enda réðu þeir hann um helgina. Ég held að þeir ættu frem- ur að þakka okkur fyrir þetta, enda hef ég trú á Þorsteini sem þjálfara og óska honum góðs gengis“, sagði Stefán. Á aðalfundi knattspyrnudeildar KA um helgina var kjörin ný stjórn, og sitja í henni auk Stefáns, Eiður Eiðs- son, Gestur Jónasson, Indriði Jóhanns- son, Gunnar Kárason, Hermann Árna- son, Sigbjörn Gunnarsson, Siguróli Sigurðsson og Regína Siguróladóttir. Stefán sagði að fjárhagsstaða KA væri slæm um þessar mundir. „Það er nokkur hundruð þúsund króna skulda- hali sem við þurfum nú að glíma við“.. ■ : ■ rsteinn ertsson Jóhann Jakobsson hefur verið kjörinn „Knattspyrnumaður ársins 1983 á Akureyri“ og var tilkynnt um kjörið í hófi Knatt- spyrnuráðs Akureyrar í Sjall- anum í gær. Alls hlutu 10 leikmenn atkvæði hjá knattspyrnuráði þegar at- Jóhann Jakobsson. kvæðagreiðsla um „Knattspyrnu- mann ársins“ fór fram. Þrír þeirra skáru sig þó nokkuð úr, og þurfti að fara fram aukaatkvæða- greiðsla á milli þeirra áður en málin komust á hreint. Þetta voru þeir Jóhann Jakobsson, Þorsteinn Ólafsson sem varð í 2. sæti og Jónas Róbertsson sem varð þriðji. Þetta er í 9. skipti sem „Knatt- spyrnumaður ársins" á Akureyri er kjörinn. Það kom fram í ávarpi Marinós Víborg fomanni KRÁ í gær að Jóhann Jakobsson hóf að leika með ÍBA liðinu um 1970 og síðan hefur „Donni“ staðið í fremstu víglínu, fyrst með ÍBA og síðan KA. Hann þykir sérlega snjall leikmaður og er frægur fyrir „gullsendingar" sínar sem hann „spreðar“ venju- lega af mikilli list um allan völl. Jóhann hefur nú ákveðið að flytja til höfuðborgarinnar og mun leika með Þrótti á næsta keppnistímabili. I hófinu í gær voru afhent verðlaun til yngri flokka sem urðu sigurvegarar í Akureyrar- mótinu í sumar. Alls voru leiknir 50 leikir á vegum KRA sem er talsverð aukning frá fyrra ári. í þessum 50 leikjum urðu úrslitin þau að KA sigraði í 25, Þór í 15 en 10 lauk með jafntefli. KA sigr- aði í meistaraflokki karla og kvenna, 1. flokki, 2. flokki, 4. flokki, 4. flokki b og 6. flokki c. Þór sigraði í öðrum flokkum. 6 - DAGUR - 24. október 1983 24. október 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.