Dagur - 24.10.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 24.10.1983, Blaðsíða 9
Lítil „trimm- stöð“ í Sundlaug Akureyrar „Þetta hefur verið að smá þróast undanfarin ár og nú get- um við boðið hér upp á góða aðstöðu til !íkamsræktar,“ sagði Hermann Sigtryggsson íþróttafulltrúi á Akureyri er blaðamönnum var kynnt ný aðstaða til heilsuræktar sem komið hefur verið upp í Sund- laug Akureyrar. í kjallara sundlaugarbygging- arinnar hefur verið komið fyrir þrektækjum ýmiss konar og þar er einnig hægt að fara í „sólbað" í sólarlömpum. Þá er gufubað á staðnum, hægt er að fara í böð í heitum pottum og sundlaugin laðar alltaf til sín stóran hóp fólks. Hermann sagði að það hefði lengi verið draumurinn að koma svona aðstöðu upp í sundlaugar- húsinu, en plássleysi hefði staðið í vegi fyrir þvi að af því hefði get- að orðið fyrr. „Við lítum fyrst og fremst á þetta sem aukna þjón- ustu við sundlaugargesti og aðra bæjarbúa og vonandi er þetta framtak liður í betra mannlífi,“ sagði Hermann. Húsið sem Tónlistarskóli Austur-Húnvetninga fékk gefið. Höfðingleg gjöf - Tónlistarskóli Austur-Húnvetninga fékk húseign að gjöf Laugardaginn 24. sept. sl. var Tónlistarfélagi Austur-Húnvetn- inga afhent húseignin að Húna- braut 26, Blönduósi, til eignar og afnota fyrir Tónlistarskóla Aust- ur-Húnvetninga. Þetta er tveggja hæða steinhús og var það eign hjónanna Jónasar Tryggvasonar og Þorbjargar Bergþórsdóttur. Þau hjónin voru miklir unnendur tónlistar og höfðu forgöngu um stofnun tón- listarfélags og tónlistarskóla í Austur-Hi'mavatnssýslu. Erfingj- ar þeirra hjóna afhentu húsið með þeim óskum að það mætti verða til að efla starfsemi tónlist- ar í sýslunni í anda þeirra hjóna. Húseign þessi er stórkostleg lyftistöng fyrir Tónlistarskólann. Hingað til hefur hann ekki haft fast aðsetur. Kennsla hefur farið fram á ýmsum stöðum á Blöndu- ósi, Skagaströnd og í Húna- vallaskóla. í september sl. hófst kennsla í þessari nýju húseign og nýráðinn tónlistarkennari hefur þegar flutt í íbúðina. í vetur verða yfir hundrað nemendur í Tónlistarskóla A-Hún. Fastir kennarar eru tveir, auk skóla- stjóra og stundakennarar eru tveir. Ragnheiður Steindórsdóttir í My fair Lady. Leikfélag Akureyrar sýnir MyfairLady Þriðja sýning þriðjudag 25. okt. Fjórða sýning fimmtudag 27. okt. Fimmta sýning föstudag 28. okt. Sjötta sýning laugardag 29. okt. Sjöunda sýning sunnudag 30. okt. Athugið. Börn og ellilífeyrisþegar fá 50% afslátt á miðaverði. Miðasala opin alla virka daga kl. 16-19. Sýningar- daga kl. 16-20.30. Sími: 24073. Leikfélag Akureyrar. Framsóknarkonur Fjölmennið á þing Landssambands fram- sóknarkvenna sem haldið verður á Húsavík síðustu helgina í október. Nánari upplýsingar gefa Ingibjörg Magnúsdóttir, Húsavík sími 41529, Jónína Hallgrímsdóttir, Húsavík sími 41477 og Valgerður Sverrisdóttir, Lómatjörn sími 33244. Dag vantar ungt fólk á aldrinum 15-20 ára til starfa dagana 29. og 30. okt. nk. við söfnun nýrra áskrifenda fyrir Dag. Góð laun í boði fyrir duglegt fólk. Nánari upplýsingar gefur afgreiðsla Dags Strandgötu 31 nk. mánudag-miðvikudags. Uppl. verða ekki gefnar í síma. Afgreiðsla Dags Strandgötu 31 1. h. Notum ljós í auknum mæli — í ryki, regni,þoku og sól. UMFEROAR RÁÐ 24. október 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.