Dagur - 26.10.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 26.10.1983, Blaðsíða 2
Er þörf á fleiri um- ferðarljósum Akureyri? Ásgeir Pétur Ásgeirsson: Já, á mótum Þingvallastrætis og Mýnwegar þarf að setja upp ljós. Og svo mætti taka umferðarljósin úr sambandi á næturna. Gunnar Steindórsson: Eiginlega er nauðsynlegt að setja upp Ijós á mótum Ping- vallastrætis og Mýrarvegar. Og mér finnst að því miður séu gangbrautarljósin ekki nægilega virt af ökumönnum. Hörður Karlsson: Nei, ég tel enga þörf á því eins Oddur Óskarsson: Já, tvímælalaust á mótum Hrafnagilsstrætis og Þórunn- arstrætis. Þar er helst þörf á ljósum. f§J§gj Brynjar Steingrímsson: Tvímælalaust. Það er að segja ef bæjarfélagið hefur efni á því, er ekki alltaf verói að skera niður allt sem lýtur að umferðaröryggi? Um næstu helgi, eða nánar til- tekið dagana 28., 29. og 30. október munu félagar í Kivvan- isklúbbunum út um allt land ganga í hús og selja svokallað- an K-lykil, en ágóðinn af söl- unni rennur til styrktar geð- sjúkum. í viðtali Dagsins eru að þessu sinni Hallgrímur Ára- son, forseti Kiwanisklúbbsins Kaldbaks á Ákureyri og Hauk- ur Sigurðsson, formaður K- nefndar klúbbsins: „Þetta er landssöfnun, sem nú fer fram í fjórða skipti, en K-dag- urinn er á þriggja ára fresti. Kiwanisklúbbarnir munu reyna að ná til sem flestra landsmanna og bjóða þeim að gerast stuðn- ingsmenn geðsjúkra, sem svo mjög þurfa á stuðningi okkar allra að halda, en eiga sökum veikinda sinna erfitt með að vinna að framgangi sinna eigin málefna,“ sagði Hallgrímur í við- talinu. Hann sagði að á Norður- landi væru nú 11 Kiwanisklúbb- ar, en á landinu öllu eru tæplega 40 klúbbar. Klúbbarnir á Norðurlandi eru: Borgir á Blönduósi, Drangey á Sauðár- króki, Skjöldur á Siglufirði, Súl- ur í Ólafsfirði, Hrólfur á Dalvík, Kaldbakur á Akureyri, Grímur í Grímsey, Skjálfandi á Húsavík, Herðubreið í Mývatnssveit, Faxi á Kópaskeri og Askja á Vopna- firði. - Hvernig er að ganga um manna á milli auðmjúkur á svip og selja pjátur? „Við lítum nú ekki þannig á málið. Að vísu hefur okkur geng- ið betur að selja páskaegg en K- lykilinn, en ef fólk horfir fram hjá því sem það beinlínis kaupir og lítur til tilgangsins, þá trúi ég vart öðru en móttökur fólks verði góðar. Fæstir hugsa sem svo að þeir sjálfir muni þurfa að nota þá aðhlynningu sem geðsjúkum er veitt. Enginn veit hins vegar hvort eða hvenær kemur að hon- um sjálfum eða hans nánustu að þurfa á þessari aðstoð að halda. Varðandi það hvernig sé að ganga fyrir hvers manns dyr og selja pjátur eins og þú komst að orði, þá gengur mönnum það misjafnlega, en ef málefnið er gott og fólk veit um hvað málið snýst er yfirleitt mjög vel tekið á móti okkur,“ sagði Haukur Sig- urðsson. Þeir félagar sögðu að 10% söfnunarfjárins yfir allt landið myndi renna til Geðdeildarinnar á Akureyri. Gert væri ráð fyrir að sú upphæð næmi 350 þúsund krónum. Sama regla gilti í söfn- ununum 1977 og 1980 og í seinna skiptið runnu 60 þúsund krónur til Geðdeildar FSA. Þeir sögðu að ekki þyrfti að fjölyrða um mikil- vægi þess fyrir Norðlendinga að hafa þessa deild starfandi á Ak- ureyri og nauðsyn þess að hlúa að henni. Auk landssöfnunar kiwanis- manna til styrktar geðsjúkum velur hver klúbbur fyrir sig styrktarverkefni í sinni heima- byggð. Sjálfsbjörg hefur verið aðalverkefni klúbbsins á Akur- eyri og nýlega afhentu Kaldbaks- menn Sjálfsbjörgu 50 þúsund króna gjafabréf. Þá er einnig skemmst að minnast þess að klúbburinn keypti rafbylgjutæki og afhenti Sjúkrahúsinu á Akur- eyri. „Við nefnum þessa söfnun „Gleymum ekki geðsjúkum“ og - Er kjörorð kiwanismanna sem um næstu helgi munu ganga fyrir hvers manns dyr og selja K-lykilinn til ágóða fyrir geðsjúka um leið og við þökkum þann mikla stuðning sem við höfum fengið í fyrri söfnunum, vonumst við til að fólk taki okkur vel um næstu helgi. Markmið Kiwanis- klúbbanna er að gera hvern mann hæfari til umgengni við aðra og til þátttöku í þjóðfélag- inu. Með þessari söfnun erum við ekki að gefa neitt frá sjálfum okkur nema e.t.v. vinnuna við þetta, sem við innum fúslega af hendi. Hins vegar höfum við milligöngu um að koma því fé sem bæjarbúar vilja láta af hendi rakna til réttra aðila,“ sögðu þeir félagar að lokum. Hallgrímur Arason og Haukur Sigurðsson við plakat sem minnir á söfnunina „Gleymið ekki geðsjúkum“ Mynd: H.Sv. Hvar eru afkom- endur Lofts Jónssonar? Góði ritstjóri! Tilefni þessa bréfs er það að á fjölmennu ættarmóti sem haldið var í sumar á Þykkvabæjar- klaustri í Álftaveri, var mér falið að koma á bók afkomendum Guðmundar Loftssonar bónda í Holti í Mýrdal sem fæddur var 1744. Loftur faðir Guðbjargar og bróðir hans Eiríkur er forfaðir minn. Ég hef hvergi haft spurnir af þessu ættfólki mínu á Akureyri utan það sem sagt er í Skaftfell- ingabók Björns Magnússonar. Ég vil ógjarnan sleppa þessum ættlegg án þess að fá frekari vitn- eskju um hann, og bregð því á það ráð að leita aðstoðar Dags, ef vera kynni að einhverjir ætt- menn mínir þar nyrðra kynnu að lesa þetta og vildu vera mér hjálplegir með upplýsingar um þessa grein ættar minnar. Með vinsemd og virðingu. Gestur Auðunsson, Birkiteig 13, Keflavík. Týndi ættleggurinn. Loftur hét maður Jónsson f. 29.08.1866 á Höfðabrekku í Mýrdal, dó 29.01.1936 á Akur- eyri. Foreldrar hans voru Guð- björg Loftsdóttir f. 24.03.1836 í Hjörleifshöfða í Mýrdal dóttir Lofts Guðmundssonar bónda þar og konu hans Þórdísar Markús- dóttur. Hún dó 24.03.1881 á Rauðhálsi í Mýrdal. Faðir hans var Jón Einarsson f. 11.06.1841 í Fjósum í Mýrdal. Jón var bóndi á Rauðhálsi 1864- 65, í Holti í Álftaveri 1865-66, á Höfðabrekku vestri í Mýrdal 1866-76 og á Rauðhálsi frá 1876 til æviloka. Hann dó 10.02.1877. Foreldrar Jóns voru Einar Þor- steinsson frá Hunkubökkum á Síðu og kona hans Katrín Páls- dóttir. Loftur var hjá foreldrum sín- um á Höfðabrekku til 1876 og á Rauðhálsi 1876-81, vinnumaður í Bólstað 1882-83, fór þá vertíð- armaður á Suðurnes. Kom frá Gerðakoti í Hvalsnessókn til Seyðisfjarðar 1890 og var þar hús- maður það ár, sjómaður þar 1891 og síðan á Akureyri til æviloka. Hann kvæntist 1890 Guðrúnu Símonardóttur f. 1863. Börn þeirra: Einar Símon Guðmundur f. 1890, Guðbjörg Ingileif f. 1893, Sveinn Jóhann f. 1898, Jón Ólafur f. 1899, Þorsteina Guð- laug f. 1900 og Loftur Valdimar f. 1902. 2 - DAGUR - 26. október ,1983.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.