Dagur - 26.10.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 26.10.1983, Blaðsíða 9
íslenskan þjálfara“ Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar KA „Eins og málin standa í dag er það stefna okkar að ráða ís- lenskan þjálfara“, sagði Stefán Gunnlaugsson formaður knatt- spyrnudeildar KA í samtali við Dag í gær. Eins og fram hefur komið í Degi voru forráðamenn KA í viðræðum við Þorstein Ólafsson um að hann myndi þjálfa lið KA en ekkert varð úr samningi þar sem Þorsteinn hefur skrifað undir hjá Þór. Stefán sagði að Fritz Kissing sem þjálfaði KA sl. sumar væri ekki endanlega út úr myndinni. „Það kann vel að vera að við ræðum við Kissing en þar sem við munum fyrst og fremst reyna að fá íslenskan þjálfara þá er Kissing ekki inn í dæminu eins og er.“ - En það hefur heyrst að þið hafið mikinn áhuga að ráða Guðna Kjartansson. „Ég hef ekki heyrt það og veit ekki betur en að hann ætli sér að hvíla sig frá þjálfun næsta sumar. Ef svo er hins vegar ekki þá gæti alveg komið til greina að ræða við Guðna.“ Fritz Kissing. - Ekki inn í mynd- inni eins og er. Kraft- lyftingar Á laugardag kl. 14 fer fram í Lundarskóla keppni í kraftlyft- ingum og er þetta mót aðallega haldið fyrir þá Kára Elíson og Flosa Jónsson sem eru á förum á HM-keppnina í kraftlyfting- um í Gautaborg. Þeir Kári og Flosi verða að sjálfsögðu í sviðsljósinu, en að öðru leyti mun athyglin aðallega beinast að einvígi Jóhannesar Hjálmarssonar og Konráðs Gunnarssonar en þeir eru báðir rúmlega 100 kg að þyngd og munu ætla að láta sverfa til stáls. Blakmenn fóru af stað um helgina og um næstu helgi byrjar slagurinn hjá þeim í íslandsmótinu. Blakmenn fara af stað um næstu helgi Um helgina var skellt á hraðmótum í blaki á Akureyri og fóru þau fram í íþróttahúsi Glerárskóla. Keppt var bæði í karla- og kvennaflokki og tóku alls 9 lið þátt í mótunum. í karlaflokki mættu tvö lið frá KA til leiks, einnig lið Skautafé- lags Akureyrar og Reynir/Dalvík en þessi lið munu skipa annan riðilinn í 2. deild íslandsmótsins í blaki í vetur. Þá képpti Óðinn einnig í þessu móti. Úrslitin urðu þau að A-lið KA sigraði, Reynir/Dalvík varð í örðu sæti en það lið gengur undir nafninu „Reynisvík“. í þriðja sæti varð Óðinn, SA í fjórða sæti og B-lið KA rak lestina. í kvennaflokki mættu tvö lið frá KA og tvö frá Eik sem er ís- landsmeistari í „Freyjuflokki“. Þar urðu úrslitin þau að 1. deild- arlið KA sigraði. í karlaflokknum vöktu mikla athygli uppspilarar hjá KA, þeir Sigvaldi Jónsson og Karl Valtýs- son og stóðu þeir sig mjög vel og lögðu grunninn að sigri KA í mótinu. Fyrstu leikirnir í riðlinum verða um næstu helgi en þá mæt- ast KA-b og Skautafélag Akur- eyrar í Glerárskóla kl. 16.15 á laugardag. „Reynisvík" og KA leika svo kl. 14 á sunnudag á Dalvík. Þá verður einnig fyrsti leikur- inn í 1. deild kvenna á laugardag, en þá mætast KA og Völsungur í íþróttahúsi Glerárskóla kl. 15.00. Knattspyrnudeild Þórs hefur ákveðið að gangast fyrir firma- keppni og fer hún fram í Iþróttaskemmunni dagana 5. og 6. nóvember. Þátttaka er öllum fyrirtækjum heimil, en þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir 1. nóvem- ber. Tilkynna þarf hana í síma 23898 eða 21400 (Þóroddur) eða til Arnars í síma 25274 eða 21300. Ekkert um að vera hjá KA og Þór Það verður róleg helgi hjá handboltamönnum Akureyrar um næstu helgi eins og um þá síðustu. Bæði KA og Þór eiga frí og eiga ekki að leika fyrr en um aðra helgi. Þá á KA að fara suður og leika gegn FH og Víking, en Þór fer til Eyja og leikur gegn Tý. Annars er það furðulegt þegar komið er fram undir mánaðamót október/nóvember að leikjaskrá HSÍ skuli ekki vera komin út, en það hefur löngum vilja loða við forráðamenn HSÍ að vera seinir að koma leikjaskrá sinni út á haustin. Félögin hafa fengið laus blöð með leikjum sínum. Það hefur komið fyrir að fjölmiðlar fyrir sunnan hafa ekki vitað af leikjum sem farið hafa fram í 1. deild vegna þessa og við hér á Degi erum í stökustu vand- ræðum með að fylgjast með mál- unum. Þarf sífelldar hringingar í menn til að komast að því hve- nær næstu leikir eiga að fara fram. Þorsteinn Þorstelnsson. Þorsteinn Þorsteinsson starfsmaður í sundlaug Ak- ureyrar er „spámaður“ okk- ar þessa vikuna, en hann er harður áhangandi Ipswich og fylgir því liði í blíðu og stríðu. Þorsfeinn var með allt á hreinu er við báðum hann að spá fyrir okkur en áður en hann gefur upp röð sína er best að sjá hvað hann segir um leik Southampton og Ipswich: „Ég beini athyglinni auð- vitað að mínum mönnum hjá Ipswich, en þeir hafa sýnt marga snilldartakta á leikvelli sínum Portman Road í gegn um árin. Þetta verður hins vegar hörkuleik- ur á velli Southampton „The Dell“. Ipswich hefur oftar haft betur í viðureign liðanna undanfarin ár og er skemmst að ininnast 5:2 sigurs Ipswich. En annars er spá mín þannig, á nokkuð erflðum seðli: 1 X 1 X 2 1 1 1 2 X 2 2 A-Villa - Arsenal Leicester - Everton Liverpool - Luton Norwich - OPR Southampton - lpswich Stoke - Coventry Tottenham - Notls C. WBA - Birmingham Cambridge - Brighton Leeds - Pourtsmouth Newcastle - Man. City Swansea - Blackburn „Gulli“ með 2 rétta! Guðmundur Þorsteinsson reið ekki feitum hesti frá getraunaseðlinum sínum í síðustu viku, en þá var hann „spámaður“ okkar. Hann náði ekki að slá met Sig- björns Gunnarssonar frá fyrri viku sem var 3 réttir, því „Gulli“ var aðeins með tvo leiki rétta. Það sýnir sig því að það er ekki nóg að hlusta á BBC tvisvar á dag og vita allt uni allt þegar talið berst að ensku knattspyrnunni, að spá rétt fyrir um úrslit leikj- anna er annuö og meira mál og það fékk „Gulli“ að reyna. 1—X—2 26. október 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.