Dagur - 26.10.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 26.10.1983, Blaðsíða 12
Nefndarálit varðandi stöðu byggingaiðnaðar á Eyjafjarðarsvæðinu: Ársverkum í byggingaiðnaði gæti fækkað um 200-300! „Það er óhætt að segja að ástandið hjá byggingaiðnað- armönnum á Eyjafjarðarsvæð- inu sé allt annað en gott,“ sagði Páll Hlöðversson í sam- tali við Dag, en Páll er formað- ur nefndar sem hefur unnið að athugun á atvinnuástandi í byggingaiðnaði á svæðinu. Nefnd þessi var sett á laggirnar að frumkvæði atvinnumála- nefndar Akureyrar og var henni ætlað að koma niður- stöðum sínum til þingmanna og sveitarstjórna. Nefndina skipuðu Páll Hlöðversson frá Akureyrarbæ, Guðmundur Ómar Guðmundsson frá Trésmiðafélagi Akureyrar, Ingvar Kristinsson frá atvinnu- málanefnd Dalvíkur, Ingólfur Ólafsson frá Meistarasam- bandi byggingamanna á Norðurlandi og Ingvar Gísla- son alþingismaður. „Við höfum tekið saman nokk- uð viðamikla skýrslu sem við munum dreifa á næstunni og hún sýnir okkur að það er veruleg fækkun í byggingaiðnaði á svæð- inu,“ sagði Páll. „Við bendum á nokkur atriði sem gætu linað þetta ástand um tíma og þar kemur m.a. fram að æskilegt væri að farið yrði í nokkrar opinberar byggingar á svæðinu. Við bend- um í okkar niðurstöðu á eina 20 liði sem við teljum að hægt sé að gera átak í til þess að reyna að bæta þetta ástand.“ - Þú talaðir um fækkun starfa 1 byggingaiðnaði á Eyjafjarðar- svæðinu. Hvað er sú fækkun mikil? „í skýrslu okkar segir um þetta: „Verði á þessum áratug einungis byggt yfir fólksfjölgun- ina þýðir það í raun að ársverk- um í íbúðabyggingum gæti fækk- að um 200-300 miðað við meðal- tal áranna 1976-1980. Er því ekki annað séð en grípa verði til rót- tækra aðgerða ef koma á í veg fyrir stórfellda og varanlega fækkun starfsmanna í bygginga- iðnaði“.“ Opna eftir 7 daga! - segir Magnús Kjartansson í bréfi til bæjaryfirvalda en hann hefur ekki fengið leyfi til að opna leiktækjastofu „Fái umsókn mín ekki já- kvæða umsögn bæjarstjórnar - bæjarráðs innan 7 daga mun ég hefja rekstur leiktækjastofu og kemur þá í hlut bæjarstjórnar að ákveða hvort hún ætlar að fara með þetta mál til dóm- stóla, en ég mun að sjálfsögðu halda uppi fullum vörnum í málinu, ef til kemur.“ Pannig hljóða niðurlagsorð í bréfi því er Magnús Kjartansson skrifaði bæjarstjórn og bæjarráði Akureyrar sl. fimmtudag, en Magnús hefur sótt um leyfi til að reka leiktækjastofu á Akureyri. í upphafi bréfs síns segir Magnús: „I dag eru réttir fimm mánuðir frá því ég sendi bæjarráði um- sókn varðandi leyfi til að reka leiktækjastofu á Akureyri. í við- tali við bæjarstjóra nokkrum dögum síðar kom fram að það myndi taka einn til tvo mánuði að fá þetta leyfi. Því var það í byrj- un júlí að ég festi kaup á tækjum sem ég ætlaði að nota við rekstur- inn. Leiktæki þau er ég keypti kostuðu hátt í hálfa milljón króna. Pegar komið var fram í ágúst og ekkert bólaði á leyfi frá bæjarstjórn fór ég til bæjarfógeta og óskaði eftir leyfi frá honum, en samkvæmt lögreglusamþykkt er það hann sem veitir leyfi. Ég sendi honum skriflega beiðni þann 19.08 1983. í dag er 20. október og hefur mér ekki borist svar hvorki frá bæjarráði né bæjarfógeta, nema það er lesa má í Degi...“ í bréfi sfnu rekur Magnús síð- an baráttu sína fyrir því að fá leyfi til rekstursins og segir m.a.: „Og ekki nóg með það, bæjar- stjórn Akureyrar sem er ekkert annað en fulltrúar kjósenda ætlar að brjóta 69. grein stjórnarskrár íslands, en þar segir orðrétt: „Engin bönd má leggja á atvinnufrelsi manna nema al- menningsheill krefji enda þarf lagaboð til.“ Já dýr skyldi Hafliði allur! Til að koma í veg fyrir „ofsagróða“ á sem sagt að brjóta öll lög sem tryggja rétt einstakl- inga og veita fáum útvöldum (íþróttafélögum, innsk. bl. manns) einkarétt á leiktækjum. Sumir eru greinilega jafnari en aðrir...“ Snjólíf. Mynd: KGA. Alþýðubankinn: Hafa beðið á Ijórða ár - Ég sé enga ástæðu til þess að ætla annað en að við fáum þetta leyfí en hins vegar er ekki því að leyna að við höfum beðið svara við umsókn okkar ansi lengi án þess að fá nokkur svör. Ætli það sé ekki hátt á fjórða ár síðan við sóttum fyrst um leyfíð, sagði Benedikt Davíðsson, formaður banka- ráðs Alþýðubankans í samtali við Dag er við leituðum frétta af útibúsmáli Alþýðubankans hér á Akureyri. Benedikt sagði að viðskipta- ráðherra væri nú nýkominn heim frá útlöndum þannig að það væri von forráðamanna Alþýðubank- ans að eitthvað færi að gerast varðandi umsókn þeirra um leyfi til útibúsreksturs á Akureyri. - Við liggjum undir miklum þrýstingi frá meðlimum verka- lýðsfélaganna á Norðurlandi um að opna útibúið sem nú er reynd- ar nær tilbúið og við höfum því reynt að ýta á eftir svörum af bestu getu, sagði Benedikt. - Hafið þið hugleitt að opna afgreiðslu í húsakynnum Alþýðu- bankans á Akureyri ef útibúsleyf- ið fæst ekki? - Það hefur ekki komið til tals þó að það væri líklega framkvæm- anlegt. Við erum vongóðir um að fá leyfið og því höfum við ekki undirbúið neinar aðrar aðgerðir, sagði Benedikt Davíðsson. Veður í dag er reiknað með norð- austanátt og slyddu hér norðanlands, samkvæmt upplýsingum veðurstofunn- ar í morgun. Á morgun er hins vegar reiknað með vestanátt, jafnvel suð- vestan, en þá verður að lík- indum úrkomulaust. Á föstudag er aftur reiknað með norðanátt með slyddu eða éljagangi, en síðan á að birta til og reiknað er með bjartviðri á laugardaginn. # „Menningar- vitar“ Ragnar Lár list listmálari er hress að venju er hann var í viðtali í Tímanum í gær í til- efni af opnum sýningar sinn- ar í Reykjavík. Ragnar sem flutti til Akureyrar er m.a. spurður hvort hann hafi sýnt á Akureyri, og það stendur ekki á svarinu: „Bara einu sinni. Er ekki með nógu góð- ar myndir handa þeim. Akur- eyringar eru svo miklir menn- ingarvitar og eiga svo mikið af góðum listamönnum. En þetta stendur til bóta hjá mér. Ég reyni að skjóta á þá sýn- ingu á næsta ári. Annars fara þeir að álíta að ég vilji ekkert með þá hafa ... “ # Enn er beðið Lesendur íslendings bíða enn eftir nýju og betra blaði sem blaðstjórnin lofaði í „áramótaávarpi“. Það hefur orðið bið á umbótunum og hætt er við að sú bið verði enn lengri, því fjárhagur blaðsins mun vera erfiður þessa dagana. Samkvæmt heimildum Dags skuldar blaðið nú hátt á annað hundr- að þúsund kr. fyrir prentun hjá Skjaldborg hf. Allar líkur eru til þess, að blaðið verði ekki prentað nú í vikunni, nema eitthvað verði greitt upp í skuldina. # Tækin tilbúin En þrátt fyrir blankheitin stendur blaðið í stórfram- kvæmdum. í húsnæði „flokksins“ í Kaupangi, sem keypt var fyrir Sjalla-pening- ana, stendur tilbúin prent- smiðja, þar sem á að setja blaðið og brjóta það um. Það vantar aðeins fagmennina. Hugsanlega fást þeir frá Skjaldborg hf. þegar nýir eig- endur taka við prentsmiðj- unni um áramótin. # My fair Lady frestað Geysileg aðsókn er í miða á sýningar L.A. á My fair Lady, uppselt á hverja sýningu. Því kom það sér mjög illa þegar aflýsa þurfti sýningu sl. þriðjudagskvöld, en fyrir því voru ríkar ástæður. Ragn- heiður Steindórsdóttir sem leikur hlutverk Elísu var nefnilega fárveik og ekki hefði verið ráðlegt að fara af stað með sýningu án hennar. Við skulum bara vona að hún hressist sem allra fyrst svo þeir sem bíða í ofvæni eftir að sjá þetta mikla verk L.A. þurfi ekki að bíða lengi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.