Dagur - 28.10.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 28.10.1983, Blaðsíða 3
Mynd: KGA. Freyja Rögnvaldsdóttir og Ársæll Ellertsson hafa skipulagt áskriftasöfnun- Askriftasöfnun Dags um helgina: „Yona að söfhunarfólkinu verði vel tekið - segir Jóhann Karl Sigurðsson framkvæmdastjórí „Staða Dags er mjög sterk á Eyjafjarðarsvæðinu, þar sem biaðið fer inn á 8 heimili af hverjum 10. Við höfum hins vegar hug á að styrkja stöðu okkar enn frekar, sérstaklega í Húnavatns- og Þingeyjar- sýslum,“ sagði Jóhann Karl Sigurðsson í samtali við Dag aðspurður um útbreiðsluher- ferð blaðsins um helgina. Helgar-Dagur er prentaður í 11 þúsund eintökum í dag og verður borinn inn á hvert heim- ili á Norðurlandi, þar sem mögulega verður hægt að koma því við. Síðan verður haft sam- band við þá sem ekki eru áskrif- endur, með heimsóknum í kaupstöðum en símhringingum til sveita, og þeim boðin áskrift. „Áskrifendum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarna mán- uði,“ sagði Jóhann Karl, „en við viljum ýta enn frekar undir þá þróun með herferðinni. Ekki síst vegna þess, að reynsla fyrri herferða segir okkur, að margir hafi hugsað sér að kaupa áskrift að blaðinu, en ekki komið því í verk. Þess vegna ætlum við að hafa samband við þá sem ekki kaupa blaðið og ég vona að söfnunarfólkinu verði vel tekið,“ sagði Jóhann Karl Sig- urðsson í lok samtalsins. Slippstööin: Báturlnn tilbúfnn — en enginn kaupandi — Fríðþjófur hf. á Eskifirði vildi kaupa, en fískveiðasjóður neitaði að staðfesta samninginn Hjá Slippstöðinni er nú að verða lokið smíði á 250 tonna skipi, sem fyrst og fremst er byggt til togveiða, en einnig fyrir línu og net. Þetta er fyrra skipið af þeim tveim, sem í smíði eru hjá stöðinni sam- kvæmt raðsmíðaverkefni ís- lenskra skipasmíðastöðva. Samkvæmt upplýsingum Gunnars Ragnars, framkvæmda- stjóra Slippstöðvarinnar, hefur verið gerður samningur við Frið- þjóf hf. á Eskifirði um kaup skipsins. Þessi samningur hefur hins vegar ekki verið samþykkt- ur, þar sem kaupandi hefur ekki getað lagt fram eigið fé. - Þessum kaupsamningi var synjað hjá Fiskveiðisjóði og á meðan sú ákvörðun stendur get- ur ekki orðið úr kaupum, sagði Ragnhildur Kristjánsdóttir, gjaldkeri hjá Friðþjófi hf. þegar Dagur bar þessi mál undir hana. En hún vildi ekki tjá sig um ástæður synjunarinnar. Friðþjóf- ur gerir nú út Sæljónið, 143 lesta bát frá Slippstöðinni, sem orðinn er um 10 ára gamall. Til stóð að selja hann í stað nýja skipsins. „Við vorum tilbúnir til að taka Sæljónið upp í kaupverð nýja skipsins, enda er það ágætt skip sem auðvelt verður að selja,“ sagði Gunnar Ragnars. „Fisk- veiðisjóður hefur hins vegar ekki viljað samþykkja okkar samning og við það situr. Ég veit ekki hvað seigla Eskfirðinganna verð- ur mikil, en séu þeir út úr mynd- inni verðum við að leita að nýjum kaupendum," sagði Gunnar Ragnars. Umræddur bátur kostar 95 m. kr. •.'Sih-.'Á'S-? i.V, wmmm&mim ■ ’m lipliilii i||H ilðM I— /— | ^ Veitingahúsið Hrísalundur í Hrísey er til sölu ásamt öllum búnaði. Einnig nýleg trilla, 11/2 tonn. I, Allar nánari upplýsingar f síma 91-38279. Höfum fengið úrval sýnishoma af flísum Komið og skoðið Handunnið víravirki á íslenska Trúlofunarhringar. Demantshringur kemur á óvart. Viðgerðarþjónusta. Sendum í póstkröfu. 28. október 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.