Dagur - 28.10.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 28.10.1983, Blaðsíða 5
Nylega kom út hjá bókaútgáfunni Skjaldborg hf. söguleg skáldsaga eftir Valgarð Stefánsson, sem er fyrsta rítverk höfundar. Fyrir haföi hann getið sér nafn sem myndlistarmaður og í bókinni fjallar hann um lífshlaup annars listamanns, Skóla Skúlasonar. hins oddhaga. I formála hókarinnar segir Valgarður: „íslensk myndlist hefst fyrst til vegs um aldamótin síðustu. Þá komu fram á sjónarsviðið menn, sem eru í dag viðurkenndir brautryðjendur sinna listgreina. Þeir eru: Kinar Jónsson, Þórarínn B. Þorláksson og Asgrímur Jónsson. Sögu þeirra þekkja flestir mæta- vel, það er á fárra vitorði að samtíma þeim var einnig við nám í Kaupmannahöfn Akurcyringurinn Skóli Skólason, sem hafði hlotið þann heiður að verða fyrstur þeirra allra til að hljóta styrk til mynd- listarnáms, frá hinu háa Alþingi. Hver var Skóli Skúlason?, spyrja menn vafalaust. Hvar eru verk hans? Hefur honum veríð svndur einhver sómi? Hefur saga hans ekki veríð skrífuð? Svaríð við síðustu spurningunni er nei og líklega hefur ekki ein einasta rítgerð verið skrifuð um hann. Samt var stormasamt á Alþingi þcgar styrkveitingar til Skóla voru til umfjöllunar og hann hlaut viðurkenningu eins fremsta myndlistarmanns Danmerkur. Til að svara ótal spurningum sem á hugann leituðu varðandi Skóla Skúlason sá sögumaður aðeins eina leið. Hón var sú, að freista þess að draga upp mynd frá þeim tíma er Skúli lifði og gæða nýju lífi samfylgdarmenn hans og á þann hátt reyna að komast í snertingu við atburði sem sannarlega gerðust. Þcss vegna fá flestir þátttakendur í sögunni að halda réttum nöfnum, enda eru nöfn þeirra ein sér orð- in að eins konar þjóðsögu." Hér fer á eftir fyrsti kaflinn í bók Valgarðs, sem ber nafnið: „Eitt rótslitið hlóm". bæjarins, eldfjörugur hæfileika- maður en viðkvæmur, og honum virtist allt verða vonlaust á köfl- um og rödd hans hafði glatað jafnvægi sínu en hann lét radd- leysið ekki aftra sér og stjórnaði karlakórnum og hornaflokknum af miklum myndarbrag auk söng- stjórnar í kirkjunni. Þeir sem mættu til messu voru stundum á rápi út og inn á meðan á messugjörðinni stóð eða höll- uðu undir flatt en þegar sálusorg- arinn brýndi raustina opnuðust augu hinna iðrunarfullu, efa- semdalausu og guðræknu kirkju- gesta rétt sem snöggvast. Fjörleg- ar fiskiflugur sáust einnig dynta sér með kjánalegum tilburðum í litlu gluggarúðunum. Boðskapur- inn var heldur ekki alltaf beint upp úr biblíunni og presturinn batt sig ekki við einn sannleika. Hann var efasemdamaður og leitandi og fór hátt og vítt í þeirri leit og leiddist guðfræðilegur sparðatíningur, því áttu hin guð- ræknu sóknarbörn oft í örðug- leikum með að fylgja honum á fluginu. Síst skildu góðborgar- arnir prestinn. Þeir töluðu og hugsuðu flestir á annarri tungu. Á sólheitum sunnudögum fengu þeir sér heilsubótargöngu í stað þess að hlýða á prestinn eða fóru í reiðtúra eða í lautartúra og höfðu þá með sér nesti og áhöld og létu ferja sig yfir fjörðinn og hituðu kaffi á hlóðum eða fóru á árabátum út á pollinn til að veiða eða skjóta fugl eða sel og skot- hvellirnir bárust alla leið að altar- inu þar sem kertaljósin loguðu í helgri kyrrð guðsþjónustunnar og sálusorgarinn þeirra og höfuð- skáld kraup í fullum skrúða fyrir framan hina helgu bók og vonaði að gömul guðrækni gengi í sætið aftur. Á virkum dögum settust góð- borgararnir einnig út í trjágarða sína og héldu garðveislur upp á danskan móð. Almúgabörn stóðu þá álengdar og bærðu ekki á sér en horfðu á í forundran. Spítali var í bænum og þar gátu rúmast 5-8 sjúklingar. Spítalinn var gefinn af dönskum stórkaup- manni og bar nafn hans Gud- mands minde. Gudmand hafði verið þekktur sem hið mesta prúðmenni en sumir sögðu að hann vildi eiga nafn sitt skilið og hefði hann t.d. heitið Grámann, Eiríkur eða Tómas væri spítalinn ekki til. Spítalinn var tvílyft hús og sjúkrastofurnar voru uppi á loft- inu. Stiginn þangað var alin á breiddina og snúinn svo ekki var að því hlaupið að koma sjúkling- um upp gegnum stigagatið, því var stundum gripið til þess ráðs við sérstaklega veika og þunga sjúklinga að taka stigann burtu og draga þá upp gegnum stigagat- ið með reipum og miklum mann- söfnuði. Langtímum saman voru engir sjúklingar á spítalanum. Góðborgararnir þóttust fá betri aðhlynningu heima, þess vegna ríkti þar venjulega friður og ró í skjóli reyniviðarhrísla sem breiddu lim sitt fyrir öllum suður- gaflinum og spítalahaldarinn hafði því lítið annríki af sjúkling- um og gat stundað ýmsa atvinnu með spítalahaldinu, en það kom í hlut spítalahaldarans að að- stoða lækninn við erfiðar aðgerð- ir svo sem að saga af fót eða stinga á sullaveikum mönnum eða aðstoða við aðrar operationir gerðar í lífsnauðsyn og við þau störf bar spítalahaldaranum að leggja fram vinnu sem nam að- stoð er svaraði 2ja kvenna hjálp. Einnig varð spítalahaldarinn að halda öllu hreinu, húsi og áhöld- um og moka snjó og veita vatni frá í stórhlákum. Uppi á bröttum höfðanum var kirkjugarðurinn. Þangað lá frá kirkjunni bugðóttur og snarbratt- ur stígur og varð að bera þá dauðu upp brattann. Á vetrum þegar hálka var og stígurinn svellaður, mátti presturinn sem í fararbroddi gekk hafa snör hand- tök þegar líkmönnum skrikaði fótur og allt ætlaði til hel . . ., því kom það sér vel að sálusorg- arinn var þrekmenni hið mesta. Umhverfis garðinn var girðingin víða fallin og átti búfénaður þangað greiðan aðgang. Sáluhlið- ið stóð einnig oftast opið. Kirkju- garðurinn var einnig illa hirtur og víða hið versta kargaþýfi. Þegar þurfti að jarða var gengið að gröfunum líkast því að verið væri að pæla upp stórþýfi við sléttun. Menn sáust hamast með járn- karla og fyrir hreina handvömm brutu grafarmennirnir stundum kistur og bein enda grafir oft lítt eða ekkert merktar og hrúguðu beinum saman og settu á annan stað. Hrökktust bein því til og frá um garðinn burtséð frá því að hinir dauðu hefðu keypt sér leg í því skyni að fá að hvílast í friði. Mátti það heita lakur jarðepla- garður sem bæri ekki af kirkju- garðinum í allri umhirðu. Útsýni frá kirkjugarðinum var hinsvegar gott. Þaðan sást vel yfir húsin í Akureyrarfjörunni sem litu út fyrir að vera þyrping af svörtum skuggum í sumarnæturrökkrinu. í einu húsanna, undir höfðan- um skammt sunnan við kirkjuna, bjó bláfátækur maður með aldr- aðri móður sinni. Þau mæðgin bjuggu í lítilli herbergiskytru er öll var undir súð og rými til at- hafna takmarkað. Hún hét Guð- björg Jónasdóttir og var ekkja. Mann sinn hafði hún misst eftir stutta sambúð. Hann sálaðist er sonur þeirra var aðeins tvævetra. Hún var ættuð frá Hvamms- koti í Arnarneshreppi og var nú vinnukona hjá assistent Magnúsi Kristjánssyni og Dómhildi Jó- hannesdóttur er réðu húsum. Sonur Guðbjargar bar nafn föður síns og hét Skúli. Hann var frem- ur lágur vexti, holdgrannur, hæg- ur og lítill fyrir sér. Á unglingsár- um veiktist hann og gat ekki stundað neina vinnu og móðir hans hafði því séð þeim farborða þar til allra seinustu ár er hún var farin að þreytast, þá varð hann heilsulinur að erfiða meira en góðu hófi gegndi svo þau gætu dregið fram lífið og hann keypti sér það sem hann þarfnaðist til þess að geta sinnt köllun sinni. Bréfkom tíl Guðmundar Oaníelssonar — á hálfrar aldar rithöfundarafmæli Kæri Guðmundur. Ég hef móttekið Ijóðaþýðingar þínar og Jerzys Wielunski, Að lifa í friði (Lögberg, 1983), sem ég þakka, og mun reyna að verða við tilmælum þínum að geta bókarinnar í Degi. En fyrst af öliu vil ég óska þér til ham- ingju með fimmtíu ára giæstan ritferil. Er það af heilindum mælt. Með hálfum huga hef ég lagt nafn mitt við gagnrýni því margir líta á slíka sem fífi eða fanta, nema hvort tveggja sé, og ekki að ástæðulausu. Það skal þurfa klof að ríða röftum. Ég las nýlega í Morgunblað- inu eftirtektarverða grein eftir Gunnar Stefánsson, ritaða um Guðmund Hagalín 85 ára. Heit- ir hún „Á degi sagnamanns“. Þessi grein hélt fyrir mér vöku og jók enn ugg minn við að fást við gagnrýni. Gunnar játar þar að mjög niðrandi ummæii Krist- ins E. Andréssonar um ritverk Hagalíns í Bókmenntasðgunni 1918-48 hafi orðið til þess að hann fór ekki að lesa bækur Hagalíns fyrr en honum hafði vaxið það sjálfstæði að hann réðist til atlögu við þær - og komst að gagnstæðri niður- stöðu. Hann segir að þetta hafi kennt sér þá lexíu að taka með fyrirvara umsögnum bók- menntagagnrýnenda, hversu snjallir sem þeir kynnu að vera, og fara ekki jafngeyst sjálfur þegar hann færi að skrifa um bækur. (Um efndir má þó efast.) En hvað heldur þú nú að öðr- um minni bógum haíi tafíst gangan lengi inn í bókheim Hagaiíns vegna þessara skrifa Kristins, fyrst Gunnar lét sefjast svo lengi? Hann sem var þó svo gáfuiegur á svipinn strax strák- urinn að Hagaiín, sem þá var gestur á heimili hans. klappaði honum á kollinn og sagði: „Þessi ungi maður hefur gaman af bókum.“ Sjálfur færð þú þcssa einkunn i fyrmefndri bókmenntasögu, eftir að hafa verið bendlaður við „frummannseðli": „Guð- mund Daníelsson vantar enn kunnáttu sntiðsins tii að skapa úr efnivið sinurn listræna gripi“ (bls. 375). Hvað skyldu þessi ummæli hafa rænt þig mörgum lesend- um? En, vinur sæll! Kristinn E. var ekki né verður sá eini bók- menntarýnir sem af pólitísku ofstæki og persónulegri óvild fer þetta hála svell á hross- leggjum. Allt frá því að Jónas Hall- grímsson, með glýju nýs isma í augum, réðist mcð offorsi á verk Siguröar Brciðfjörðs forð- um í Fjölni til skilningsvana fimbulfambs Gunnars Stefáns- sonar um bók rnína Fljúgandi ntyrkur í Skírni nýverið, hafa gagnrýnendur vorir lcikið sér mcð iíf og heiður höfunda. Suma særðu þeir holund, rændu aðra mannorði, starfsþreki og sjálfsvirðing en hófu til skýj- anna ofleyfingja, skoðanabræð- ur og vini, klöppuðu sakleys- ingjunum á kollinn og þögðu aðra í hel. Og því miður á þetta við um gagnrýnendur allra listgreina, já, mannlegra athafna. Sjálfur hefur þú skrifað mikið um bækur um dagana og stundum skriplað illa á svellinu, kæri vin. Engu starfi fylgir jafnmikil ábyrgð og að skrifa um listir. Og þó mildur dómari eins og Matthías Jochumson fengi bágt fyrir að tína gullkornin úr driti Símonar Dalaskálds þá skyldi þess jafnan minnst að takist höfundi að skapa þó ekki sé nema eitt gullkorn á löngum listferli hefur hann unnið sér ódauðlegt nafn og gefið heimi auð sem hvorki ntölur né ryð fá grandað. Þessa ber gagnrýn- anda jafnan að minnast og hann má ekki láta neitt villa sér sýn er hann þvær sandinn; rýnir verk listamannanna. Þegar ég var ungur heyrði ég eldri menn segja er þeim bárust ómerk orð: „Ég marka þetta ekki ineira en þó hundur reki við“. Þannig hefur mér smátt og smátt lærst að bregðast við mengaðri gagnrýni. - Og skal nú sagt frá bók þinni. „Ein styrjöld eftir. . ,k‘ Bók þessi, Að lifa í friði, er þannig til orðin að pólskur höf- undur, sem er tungumálaséni og hefur einkum lagt sig eftir málum fámennislanda og þúst- aðra þjóðarbrota, sendir Guðmundi efnislega þýðingu og frummálstextann. Guðmundur færir þetta svo i viðeigandi bún- ing á íslensku en hana hefur Pölverjinn lært. Af sjálfu leiðir að Ijóð þessi bera blæ af uppruna sinum. Þau eru því ádeilu- og kröfuljóð og mikill friðarboðskapur urn leið. Margra þessara málhópa hef ég ekki heyrt getið en maður skynjar það böl, þá baráttu sem þeir veröa að axla er orðið hafa minnihlutahópar mót vilja sín- um og aðrir þykjast hafa rétt til að ráðskast með. Wielunski, annar þýðandinn, fjallar ( eigin ljóði um „sameininguna“ er ail- ir keppast við að boða sem lausnarorð. En oftast hefur sameiningin verið framkvæmd með valdi, „með styrk þess sem ætíð sat kelkur í söðli á gutmfáki sinum og sarðveitti i siljaudanum samemngarhugsjóu sína." í öðru kvæði „vorkennir" hann mæðrum þeirra drengja sem fæðast andlega eða líkantlega bæklaðir, svo að þeir eru ekki hæfir í her til mannvíga, og hyggur skammt þar til herir hætti að vera til: „Og það sem iskyggilegast er að ckki er nema ein styrjöld eflir.“ Þetta er beisk ádeiia á þá sem líta á manninn fyrst og fremst sem byssufóður. Gaman er að sjá hér kvæði eftir pólska stórskáldið Adam Mickielwicz. Hann var mjög dáður í landi sínu eftir stríðið og voru gestum stjórnarinnar gefnar bækur hans. En ekki er ég viss um að stjórnvöld þar í landi nú myndu flíka kvæði því er hér birtist og heitir „Þeir sent landið ería". Guðmundi Danfelssyni teks't ágætlega að færa þessi ljöð á okkar tungu og er fengur í því að kynnast hugsjónunt þeirra sem berjast fyrir tilveru sinni og rétti. Flest eru kvæðin þýdd í óbundið mál Ijóörænt sem nú er siður. Þau eiga þó ekkert sam- merkt við nútíma atómkveð- skap; til þess er hugsun of skýr og ntálefniö brýnt. En fjarska varð manni hlýtt unt hjartaræt- ur að rekast á nokkrar þýðing- arnar í velskornum sjaldhafn- arflíkum hins hefðbundna forms, t.d. þetta úr samísku eítir Paulus Utsi: Fótspor hvíta mannsins: Sem eldi sviðin eru tótspor hans um icttland hreinsins - slóð hins bvita manns. Hann nittúrunnar auðlegð bar á braut: Vort brauð, vort frelsi - arf sem þjóð vorhlaut. Með Iserdómskltekjum sreik hann Sama þjóð, úr sirum heonar flýtur vatn og hlóð. Og langt úr suðri kig þau roru sett að lygin nrri sónn og viUau rétt. Hann festi um leið i skjöld sinn skammarblett.'1 Bókin er 65 bls., prentuð í 300 eintökum i tilcfni af 50 ára rit- höfundarafmæli þýðanda. 28. október 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.