Dagur - 28.10.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 28.10.1983, Blaðsíða 6
 en Þessi unga stúlka vildi dansa . . „Vissi að ég var vinsæll, „Ég hef skemmt áður á Akur- eyri og vissi að ég ætti vinsæld- um að fagna hér, en mér datt ekki í hug að ég hefði bætt svona við vinsældi'rnar," sagði Hailbjörn Hjartarson kántrí- söngvari frá Skagaströnd er hann hafði lokið við að skemmta gestum Sjallans á Ak- ureyri um sl. helgi. Eins og venjulega gerði Hall- björn stormandi lukku og þurfti hann að syngja mörg aukalög áður en gestir Sjallans fengust til að sleppa honum af sviðinu. Við króuðum hann af baksviðs á eftir og hann kvaðst vera dauðuppgefinn. „Þetta er búin að vera geysi- lega erfið lota hjá mér síðan Kántrí 2 kom út. Ég er búinn að vera á ferðinni síðan í maí og það getur varla talist að ég hafi komið heim á Skagaströnd nema rétt aðeins annað slagið.“ - Nokkur bið varð á því að Hallbjörn kæmi fram í Sjallan- um vegna þess að hann hafði verið að skemmta gestum í Dynheimum sama kvóld. Fólk- ið á dansgólfi Sjallans var farið að hrópa nafn hans er hann loksins birtist og allt fór á fulla ferð. Menntaskólanemar voru alláberandi í húsinu þetta kvöld og dönsuðu og sungu með „kú- rekanum" af krafti. Þá var eng- um vandkvæðum bundið fyrir Hallbjörn að fá ungar stúlkur til að aðstoða sig í sumum laganna gegn í Sjallamim og í Dynheimum . . . og fékk klapp á bossann að launum. Hallbjörn í „aksjón“ f Dynheimum. Hallbjöm var í banastuði. Hér er hann hylltur ákaft af aðdáendum en kántrístjaman lét það ekki á sig fá og missti ekki niður nótu. Myndir: KGA. og dönsuðu þær við hann á gólf- inu við mikinn fögnuð við- staddra. Hallbjörn flutti lög af plötum sínum Kántrí 1 og Kántrí 2 og var greinilegt að lagið „Kántrí- bær“ var vinsælast þeirra allra. Þegar Hallbjörn söng: „Já komdu í Kántríbæ" varð allt vitlaust í húsinu og það lag mátti hann syngja aftur og aftur vegna fjölda áskorana. Hallbjörn tjáði okkur að Kántrí 2 hefði ekki gengið eins vel í sölu og hann hefði vonast eftir „Ég veit ekki hvað veldur því,“ sagði hann en tók undir þau orð okkar að sennilega vildi fólk bara fá hann á sviðið frem- ur en hlusta á hann á plötu. 6 - ÖÁGÚR - 28. októbér 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.