Dagur - 28.10.1983, Blaðsíða 13

Dagur - 28.10.1983, Blaðsíða 13
Tómas Helgason, yfirlæknir á Kleppsspítala: Gleymum ekki geðsjúkum Kiwanisklúbbarnir á íslandi ætla nú í fjórða sinn að beita sér fyrir landssöfnun til þess að stuðla að endurhæfingu geð- sjúkra. Framtak þeirra hefur verið til ómetanlegs gagns. Annars vegar hefur það fé, sem þeir hafa safnað, komið að beinum notum til starfs- og heimilisendurhæfingar sjúkling- anna. Hins vegar hafa þeir vak- ið athygli alþjóðar á vanda stærsta öryrkjahópsins, þess hóps sem á erfiðast með að tala fyrir sig sjálfur vegna veikinda sinna og vegna þeirra fordóma, sem gætt hefur í þeirra garð. Lykillinn, sem kiwanismenn hafa selt í fjáröflunarskyni, hef- ur verið tákn þess sem þeir vilja leggja af mörkum til að eyða þessum fordómum og til að rjúfa einangrun hinna geð- sjúku. Framfarir Á undanförnum tveim áratug- um hafa orðið miklar framfarir í þjónustu við geðsjúka hér á landi. Aðstaða á sjúkrahúsum hefur batnað stórum og fengist hafa aðrir möguleikar til vistun- ar fyrir þá, sem lengi eru veikir og geta ekki af þeim sökum dvalið á eigin heimilum. Margir hafa lagt hönd á plóginn til að koma á endurbótunum og er í rauninni hægt að tala um þjóð- arátak, þótt ekki hafi alltaf farið hátt. Á þessum árum hefur Geð- verndarfélagið komið upp endurhæfingarplássum að Reykjalundi, geðdeild Borgar- spítalans verið tekin í notkun, stofnuð barnageðdeild Land- spítalans og fengist húsnæði á víð og dreif um borgina í stað húsnæðis á Kleppsspítala, sem var orðið ónothæft og þjónaði ekki lengur þeim tilgangi, sem upphaflega var ætlast til. Síðast, en ekki síst, er að geta stærsta átaksins og mestu framfaranna, opnunar geðdeildar Landspítal- ans. Geðverndarfélag íslands hef- ur átt stóran þátt í þeim fram- förum, sem orðið hafa, annars vegar með fræðslu og útgáfu- starfsemi, en hins vegar með því að koma á fót endurhæfing- araðstöðu fyrir geðsjúka. Tíma- ritið Geðvernd hefur komið út í 17 ár og flutt fræðslu um geðvernd, geðsjúkdóma og meðferð þeirra. Geðverndarfé- lagið hefur rekið ráðgjafar- og upplýsingarþjónustu, sem var mjög nauðsynleg áður en göngudeild geðdeildar Land- spítalans tók til starfa. Stærsta átak félagsins var að auka aðstöðu á Reykjalundi um 22 rúm, svo að hægt væri að taka þar við fleiri geðsjúkum til endurhæfingar. Félagið hefur síðan haldið áfram að safna fé til að bæta endurhæfingarað- stöðu geðsjúkra. Hér hefur annars vegar verið um að ræða starfsendurhæfingu og hins veg- ar hefur verið unnið að því að byggja áfangastað, þar sem sjúklingar, sem náð hafa það miklum bata að þeir þurfa ekki að dvelja á sjúkrahúsi, geta dvalið á um tíma. Á slíkum áfangastað er ætlunin að sjúkl- ingar fái frekari aðstoð og leið- beiningar til að ná þeirri hæfni sem þarf til að geta búið á heim- ili og séð um sig sjálfir. Samstarf Kiwanis og Geðverndarfélagsins Upp úr 1970 beindist áhugi Kiwanisklúbbanna að endur- hæfingu geðsjúkra. Er undir- búningur að fyrstu landssöfnun þeirra hófst 1974, var ákveðið að nota fé sem safnaðist til þess að koma á fót vernduðum vinnustað fyrir geðsjúka. Því var að meginhluta ráðstafað til Bergiðjunnar, sem er vernd- aður vinnustaður á Klepps- spítala. Með sameiginlegu átaki heilbrigðisyfirvalda, Kiwanis- hreyfingarinnar og Geðvernd- arfélags íslands hófst rekstur Bergiðjunnar árið 1975. Þar hafa síðan margir sjúklingar notið starfsþjálfunar. Fram- leiðsla Bergiðjunnar hefur að nokkru farið á almennan markað, en að nokkru hefur hún verið notuð til að endur- bæta húsnæði fyrir dagsjúklinga Kleppspítalans. Kiwanismenn sáu að hér var mikið verk að vinna og betur mátti ef duga skyldi. Því ákváðu þeir að nota fé, sem þeir söfn- uðu í tengslum við K-daginn 1977 og 1980 undir kjörorðinu „Gleymum ekki geðsjúkum“, til þess að byggja áfangastað í samvinnu við Geðverndunarfé- lag íslands. Áfangastaðurinn skyldi vera sérhannaður til þess að þar gætu verið í endurhæf- ingu 6 til 8 einstaklingar í senn. Jafnframt var ákveðið að byggja húsið úr framleiðslu Bergiðjunnar. Mátti þannig segja að tvær flugur væru slegn- ar í einu höggi, annars vegar veitt verkefnum til starfsendur- hæfingar og hins vegar komið ] ’83 1 upp endurhæfingarheimili. Ætl- unin var að reyna að byggja áfangastaðinn í nágrannabyggð Reykjavíkur til að leggja áherslu á, að hann ætti að þjóna fólki hvaðanæva áf landinu. Því miður tókst ekki að fá neina heppilega lóð í nágrannasveit- arfélögunum. En haustið 1980, er ákveðið var að Kiwanismenn ætluðu að selja lykilinn enn einu sinni til stuðnings slíkum áfangastað, fékkst lóð í Reykja- vík og var hafist handa á árinu 1981 um teikningu hússins. Framkvæmdir hófust í apríl 1982 og hefur síðan miðað eftir því, sem fé hefur fengist. Bygg- ingin nálgast nú lokastig, en mikils fjár er vant til að ljúka henni og til þess að kaupa í hana nauðsynlegan húsbúnað. Drengskapur Kiwanismanna og þrautsegja við að sjá borgið verkefni, sem þeir hafa stuðlað að, er því mjög þýðingarmikill. Lykill Kiwanis Þrátt fyrir þær stórstígu fram- farir, sem orðið hafa á síðust árum, eru enn mörg verkefni óleyst og mikið vantar á að þjónusta við geðsjúka sé komin í fullkomið horf. Sérstaklega er erfitt fyrir suma sjúklinga að fá húsnæði og fóta sig á eigin spýt- ur eftir að meðferð á sjúkrahúsi lýkur. Því ber brýna nauðsyn til að ljúka byggingu þess áfanga- staðar, sem Kiwanishreyfingin og Geðverndunarfélag Islands standa nú að byggingu á. Síðan þarf að vinna að því að koma upp fleiri slíkum áfangastöðum og litlum sambýlum fyrir fólk, sem ekki á heimili til að hverfa að eða getur búið eitt sér. Það er ljóst að margir hafa þörf fyrir þann lykil að lífinu sem endurhæfing á áfangastað getur verið. Ekki er að efa, að allir landsmenn bregðast vel við að kaupa lykil Kiwanismanna, til þess að sýna samstöðu sína við þá sem minni máttar eru og þurfa stuðning og endurhæfingu vegna geðsjúkdóma. 29.10. Gleymum ekki geðsjúkum I 29.10.’83 Vélsleðagallar ★ Kuldaúlpur Pólarbuxur ★ Kappklæönaður íslensk ullamærföt Bílastæðin eru við búðardyrnar: Athugið að simi verslunarinnar verður framvegis 2227S (beinn sími). JSS Eyfjörö Hjalteyrargötu 4. 1 Oryggisskór þrjár gerðir með stáltá Sendum í póstkröfu Verið velkomin. Skóvinnustofa Akureyrar Hafnarstræti 88 sími 23450. Ragnheiður Steindórsdóttir í My fair Lady. Leikfélag Akureyrar sýnir My fair Lady Sýningar: Fjórða sýning föstudaginn 28. okt. Uppselt. Fimmta sýning laugardaginn 29. okt. Uppselt. Sjötta sýning sunnudaginn 30. okt. Uppselt. Sjöunda sýning fimmtudaginn 3. nóv. Áttunda sýning föstudaginn 4. nóv. Níunda sýning laugardaginn 5. nóv. Tíunda sýning sunnudaginn 6. nóv. Hópar utan Akureyrar fá afslátt á miðaverði. Börn og ellilífeyrisþegarfá 50% afslátt á miðaverði. Miðasala opin alla virka daga kl. 16-19. Sýningar- daga kl. 16-20.30. Sími: 24073. Leikfélag Akureyrar. 28. október 1983 - DAGUR - 13

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.