Dagur - 28.10.1983, Blaðsíða 14

Dagur - 28.10.1983, Blaðsíða 14
VJÐBÓTARLÁN FRÁ HÚSNÆÐISSTOFNUN Reglur um úthlutun vióbótarlána skv. ákvöróun ríkisstjómarinnar 1. Clmsækjendur, sem fengu eða fá frumlán (1. hluta) til nýbygginga og lán til kaupa á eldra húsnæði á árunum 1982 og 1983 úr Byggingarsjóði ríkisins, er gefínn kostur á viðbótarláni allt að 50% af upphaflegu láni þeirra. 2. Viðbótarlánin koma til greiðslu á árinu 1983 og nema allt að 50% af þeim lánshlutum, sem veittir voru á árunum 1982 og 1983. Lánshlutar, sem koma til greiðslu á árinu 1984 verða með 50% hækkun, skv. ákvörðun ríkisstjórnarinnar. 3. Ef framkvæmdaaðili (t.d. byggingarsamvinnufélag) hefur fengið framkvæmdalán til byggingar íbúða, þá eiga kaupendur þeirra rétt á viðbótarláni, að því tilskildu að íbúðirnar hafi verið gerðar fokheldar frá og með 1. október 1981. Ef uppgjör við framkvæmdaaðila fer fram frá og með 1. janúar 1984 þarf ekki að sækja um viðbótarlán, sbr. 2. tölulið. 4. Ef um eigendaskipti er að ræða á núverandi eigandi rétt á viðbótarláni, leggi hann fram þinglýstan kaupsamning eða veðbókarvottorð. 5. Viðbótarlán verða afgreidd frá veðdeild Landsbanka íslands með kjörum, sem gilda um nýbyggingarlán (F-lán) og lán til kaupa á eldra húsnæði (G-lán). Varðandi veð skal þó heimilt að taka síðari veðrétti en 1. og 2. veðrétt, að því tilskildu, að áhvílandi uppfærð lán, að viðbættu viðbótarláni húsnæðismálastjórnar, nemi ekki hærri fjárhæð en 65% af brunabótamati íbúðarinnar. 6. Sækja verður um viðbótarlán á eyðublaði, sem Húsnæðis- stofnun ríkisins leggur til. 7 Gmsóknir um viðbótarlán skulu berast Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 1. desember 1983. 8. Afgreiðsla lánanna hefst svo fljótt sem unnt er, þótt frestur til að skila umsóknum standi til 1. desember nk. Húsnæðisstofnun ríkisins Helgarferðir — Vikuferðir London ★ Osló ★ HelsinM ★ París ★ Edinborg ★ Stokkhólmnr ★ Amsterdam ★ Glasgow ★ Kaup- mannahöfn ★ Luxemborg. Feröaskrifstofan ÚTSÝN Hafnarstræti 98, Akureyrí, simi 22911. 14 - DAGUR - 28. október 1983 Stígvél Nokia og Viking í öllum stærðum. Bílastæðin eru við búðardyrnar. Athugið að sími verslunarinnar verður framvegis 22275 (beinn sími). Ný þjónusta í Smiðjunni Bjóðum hópum, léttan seinni kvöldverð (,,soupper((), um eða eftir miðnætti. Matseðill: Kjötseyði - Nautasteik „cafe de Paris“ og ostabakka. Verð kr. 400.- Dinnermúsík - Tilvalið fyrir leikhúshópa og alla aðra, sem vilja gera sér dagamun (á nóttunni). Panta þarf með smá fyrirvara. AKUREYRARBÆR ||g : ™ Orðsending frá Hitaveitu Akureyrar Á undanförnum vikum hafa staðið yfir stillingar á heitavatnsskömmtun þeirra notenda, sem Ijóst virðist vera að búi við lægra innrennslishitastig en 70°C, þegar notkun er mest og kerfishiti er hæstur. Hitaveita hefur sent tilkynningu til þeirra not- enda sem yfirstillingu hafa fengið af þessum ástæðum, þar sem fram koma hitastigsaðstæður viðkomandi notenda og stærð yfirstillingar. Athuga skal, að töluvert vantar ennþá upp á, að mesta kerfishita sé náð og búast má við einhverj- um sveiflum á hitastigi þar til kuldar verða mestir. Áfram verður unnið að athugun og eftirliti á hitastigi í bænum. Símatími innanhússdeildar hitaveitunnar er á morgnana frá mánudegi til föstudags á milli kl. 7.30 og 9.00 og 9.30 og 10.00 og þar eru einnig veittar upplýsingar og ráðgjöf varðandi innanhússkerfi notenda. Hitaveita Akureyrar. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða hjúkrunarfræðinga á allar deildir strax eða eftir samkomulagi. Á staðnum er húsnæði í Systraseli II, barnaheimili og skóiadagheimili. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.