Dagur - 28.10.1983, Blaðsíða 20

Dagur - 28.10.1983, Blaðsíða 20
Akureyri, föstudagur 28. október 1983 í Smiðjunni um helgina: Gunnar Gunnarsson, píanóleikari og Örn Viðar Eriendsson, gítarieikari, skemmta matargestum okkar um þessa og næstu helgar. Illlltlfilffl Lítill akkur í að selja þeim sem ekkí geta borgað Fimm tObod bárust í togarann Hafþór, það hæsta frá Siglufirði Þormóður rammi hf. á Siglu- firði var með hæsta tilboðið í Hafþór, togara Hafrann- sóknarstofnunarinnar, sem ákveðið hefur verið að selja. Tilboð Siglfirðinganna hljóðaði upp á um 100 m.kr., en lægsta tilboðið var frá Útgerðarfélagi Akureyr- inga, upp á 45 m.kr. Slipp- stöðin var með þriðja hæsta tilboðið upp á 65 m.kr. Sigurður P. Sigmundsson, full- trúi hjá Sjávarútvegsráðuneyt- inu, vildi ekki gefa upp hvað hver og einn bjóðandi byði. - Tölurn- ar segja ekki allt, því það er svo margt sem hangir á spýtunni í þessum tilboðum, sagði Sigurð- ur. Tveir aðilar vilja t.d. að ríkis- sjóður taki önnur skip upp í og aðrir vilja að skipið verði málað og þetta og þetta vel búið tækjum. Auk þess þurfum við að meta stöðu þessara fyrirtækja sem bjóða. Það er ekki víst að hæstbjóðandi verði fyrir valinu, því sé fjárhagsstaða hans erfið, eða litlar líkur séu til þess að hann geti staðið við skuldbindingar um kaup á Hafþóri, þá er lítill akkur í að selja honum skipið. En til- boðin verða skoðuð rækilega og rætt við bjóðendur. Pað ætti að liggja fyrir eftir tvær vikur hvaða tilboði verður tekið, sagði Sig- urður. Alls voru tilboðin fimm. Frá Pormóði ramma upp á um 100 m.kr. og næsthæst er tilboð frá Heimi hf. í Keflavík, sem vilja leggja 20 ára gamlan norskan bát upp í kaupverðið. Slippstöðin býður 64 m.kr. og Höfði hf. á Húsavík vill skipta á togaranum Júlíusi Havsteen og Hafþóri. Nánar er fjallað um tilboðin á bls. 2 í blaðinu í dag. Sauðárkrókur: Ahugí á að vinna rækju „Það hafa landað hér tveir rækjubátar í allt sumar og afla þeirra hefur verið ekið til Keflavíkur. Menn halda því að rækjuvinnsla hljóti að gefa vel í aðra hönd fyrst hægt er að greiða þennan flutningskostn- að,“ sagði Þorbjörn Arnason bæjarfulltrúi á Sauðárkróki í viðtali við Dag. - Porbjörn sagði að það væri í athugun að fara að vinna rækju á Sauðárkróki, en verulegur áhugi væri á því. „Ég þori samt ekki að segja til um hvenær af því gæti orðið, það eru fiskverkendur hér á staðnum sem eru að huga að þessu máli, en það er því miður enginn bátur til af þeirri stærð hér eins og er sem myndi henta til þessara veiða," sagði hann. - Björn Níelsson á Hofsósi hefur leyfi til skelvinnslu í Skaga- firði og hefur hann í hyggju að byggja við húsnæði sitt á Hofsósi til þess að geta hafið vinnslu á skelfisk þar. Unnið er af fullum krafti að niðurlagningu á gaffalbitum hjá Siglósfld þessa dagana Grænhöfða sjósett á mánudag * - Forsetar Islands og Grænhöfðaeyja viðstaddir Yigdís Finnbogadóttir, forseti Islands og forseti Cap Verde, Aristides Maria Pereira, ásamt Carlinu forsetafrú og föru- neyti, koma til Akureyrar kl. 9.30 á mánudagsmorguninn með flugvél Landhelgisgæsl- unnar. Með forsetunum verða ráð- herrar og ýmsir háttsettir em- bættismenn beggja landanna. Eftir komuna til Akureyrar fara gestirnir og skoða frystihús Út- gerðarfélags Akureyringa hf. og Sambandsverksmiðjurnar. Síðan verður hádegisverður i Sjallanum í boði bæjarstjórnar Akureyrar. Kl. 14.30 hefst athöfn í Slipp- stöðinni. Par verður skipi gefið nafn, sem verið er að smíða fyrir Þróunarsamvinnusjóð íslands og á að fara til Cap Verde. Þegar báturinn hefur fengið nafn verð- ur hann sjósettur. Eftir að gest- irnir hafa skoðað skipið halda þeir aftur til Reykjavíkur kl. 16.45. Bæjarbúar eru velkomnir til athafnarinnar í Slippstöðinni. lilfiillil i ; ' ^ ' í Veður „Það er gert ráð fyrir um- hleypingasömu veðri á Norðurlandi um helgina,“ sagði Trausti Jónsson veðurfræðingur í morgun. „Það verður aðallega sunnan- og vestanátt þannig að það verður að mestu þurrt og þíða hjá ykkur. Hins vegar gerir einhverja úrkomu öðru hvoru stutta stund í einu og þá rigningu og verður hvasst. Það verða umhleypingar, það má í sjálfu sér eiga von á hverju sem er þó það verði í aðalat- riðum svona.“ k. Sérfræðingar á staðnum. dömutöskur, margar gerðir. Kuldaúlpur, allar stærðt. ERGEE kuldavettlingar og húfur i núklu úrvali, einnig sokkabuxur. cy

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.