Dagur - 31.10.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 31.10.1983, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, mánudagur 31. október 1983 122. tölublað Síðuskóli: Híbýli vill halda byggingunni áfram upp á krít „Það eru okkur vissulega von- brigði að þessu erindi okkar til bæjarráðs skuli hafa verið hafnað. En neitunin setur okk- ur hins vegar ekki út á klakann því við höfum verkefni fram á vorið,“ sagði Hörður Tulinius, einn af eigendum Híbýlis hf. en fyrirtækið skrifaði bæjar- ráði bréf og bauðst til þess að halda áfram vinnu við bygg- ingu Síðuskóla gegn greiðslum á næsta ári. í bréfinu segir að byggingu 1. áfanga Síðuskóla sem Híbýli tók að sér á sínum tíma gæti verið lokið um eða upp úr mánaða- mótum okt. - nóv. Fyrirtækið lýsir sig tilbúið til að halda áfram byggingu skólans á einingaverð- um sem samið yrði um þótt greiðslur kæmu ekki fyrr en eftir áramót. Um byggingarstig yrði einnig samið sérstaklega og skila- tíma fyrirtækisins. Þá segir í bréf- inu að með þessu móti aukist lík- ur verulega á því að hægt verði að taka húsið í notkun næsta haust. Bæjarráð Akureyrar hefur tek- ið þetta bréf til afgreiðslu og var erindinu hafnað þar. „Því var hafnað að það yrði samið við Hí- býli um að ljúka við byggingu hússins,“ sagði Úlfhildur Rögn- valdsdóttir bæjarfulltrúi sem sat fund bæjarráðs á umræddum fundi. „Þeir buðu áframhald, óskil- greint, en við bjóðum þeim þess í stað upp á þá uppsteypu sem eftir er, á stöfnum og súlum. Það hefur verið unnið að útboði á þeim hluta verksins sem þá yrði eftir. Þannig er ekki hægt að segja að við höfum hafnað tilboð- inu í sjálfu sér en við höfnuðum því að semja um meira en steypu- vinnuna," sagði Úlfhildur. Margar góðar bækur voru á uppboði í Sjallanum sl. laugardag. Hér má sjá Jón G. Sólnes bjóða eina þeirra upp en við hlið hans er Bárður Halldórsson sem gekkst fyrir uppboðinu. Mynd: gk-. _ Slippstöðin: Tveir menn urou undir frystipressu Alvarlegt vinnuslys varð í Slippstöðinni fyrir helgina. Tveir menn voru að vinna við að flytja frystipressu er hún valt um og lentu mennirnir undir. Það voru þeir Kristinn Steins- son, verkstjóri og Valgeir H. Guðmundsson sem voru að vinna við frystipressuna og slapp Val- geir með skrekkinn. Marðist á fæti en tókst að losa sig af sjálfs- dáðum undan farginu. Kristinn slapp hins vegar ekki eins vel því hann brotnaði illa á öðrum fæti en fór úr ökklalið á hinum. Að sögn Birgis Björnssonar, öryggisstjóra Slippstöðvarinnar þá var mikil mildi að ekki fór verr, því frystipressan sem menn- irnir urðu undir vegur um 1,7 tonn. Gagnaöflun lokið Gagnaöflun af hálfu lögfræð- ings Kennarasambands Islands vegna máls Ormars Snæ- björnssonar, fyrrum kennara við Þelamerkurskóla er nú lokið. Að sögn Gests Jónssonar, lög- fræðings Kennarasambandsins er óvíst hvaða stefnu málið tekur en hann sagðist þó vera að leita samkomulags við ráðuneytið. Hjá Menntamálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar í gær að engra tíðinda væri að vænta fyrr en Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra kæmi til landsins, en ráðherra hefur að undanförnu dvalist erlendis í embættisérindum. Engar uppsagnir - Það er engin vá fyrir dyrum hér. Það var tímabundinn hrá- efnisskortur hér þannig að við sögðum fólkinu upp en nú hef- ur okkur tekist að útvega hrá- efni þannig að uppsagnirnar koma ekki til framkvæmda, sagði Kristján Ólafsson, úti- bússtjóri KEA á Dalvík. Það er Bliki ES 12 sem landar á milli 10 og 15 tonnum á Dalvík í dag og sagði Kristján að þetta hráefni ásamt þeirri vinnu sem væri við pökkun og fleira myndi duga fastráðna fólkinu þangað til togarinn Björgvin landaði á ný seinni part vikunnar. Hinn tíma- bundni hráefnisskortur stafar af því að togarinn Björgúlfur sigldi með aflann að þessu sinni, en Kristján sagði að þetta væri fyrsta sigling togarans um tveggja ára skeið og ekki yrði siglt aftur í bili. Leiktækjastofan í Kaupangi opnar án leyfis: „Fógeti á að loka“ - segir Helgi M. Bergs bæjarstjóri „Ég ætla að opna á mánudag- inn,“ sagði Magnús Kjartans- son er við ræddum við hann fyrir helgina, en Magnús ætlar að opna leiktækjastofu í Kaup- angi án þess að hafa fengið til þess leyfi frá bæjaryfírvöldum. „Ég verð þarna með 6 leiktæki, satt að segja á ég von á öllu illu frá yfirvöldum vegna þessa. Ég ætla að fylgja þeirri lögreglusam- þykkt sem er í gildi í bænum og tel mig ekki brjóta hana með því að opna þennan stað. Það verður hins vegar að koma í ljós hver viðbrögðin verða,“ sagði Magnús. „Ég held að viðbrögðin við þessari opnun geti ekki orðið nerna á einn veg, en annars er það fógeta að bregðast við því,“ sagði Helgi Bergs bæjarstjóri er við spurðum hann hver yrðu við- brögð bæjaryfirvalda við þessari opnun. „Ég tel að fógeti þurfi ekki beiðni frá okkur í þessu efni, hann á að framfylgja lögreglu- samþykkt á Akureyri og þessi að- ili hefur ekki leyfi fógeta svo ég viti til þess að opna þessa leik- tækjastofu og fógeti á að loka henni,“ sagði Helgi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.