Dagur - 31.10.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 31.10.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Efla þarf fræðslu um umhverfismál í tilefni 45 ára afmælis SUF hefur framkvæmda- stjórn samtakanna ákveðið að einbeita sér að umræðum um umhverfismál og náttúruvernd vegna þess að umhverfismál er sígilt um- ræðuefni sem hefur þó á síðustu árum orðið undir í umræðum dagsins. Önnur viðfangs- efni s.s. atvinnu- og efnahagsmál hafa orðið ofan á og er ekki nema gott eitt um það að segja. En menn mega ekki gleyma sér í leit að efnahagslegum gæðum og hagvexti, vernd- un umhverfisins má ekki verða lífsgæða- kapphlaupinu að bráð. Því þurfa umhverfis- mál alltaf sinn tíma í önnum dagsins. í sambandi við þessa ákvörðun SUF var gerð ályktun um umhverfismál á miðstjórnar- fundi SUF og þar segir svo: „Miðstjórnar- fundur SUF haldinn 8.-9. október að Bifröst í Borgarfirði fagnar þeirri ákvörðun stjórnar SUF, að velja umhverfismál sem afmælisverk- efni SUF, en eins og kunnugt er eiga samtök- in 45 ára afmæli á þessu ári. Sýnt hefur verið fram á með óyggjandi rök- um að mannkynið er á góðri leið með að tor- tíma sjálfu sér og víða er svo komið að stór landsvæði eru að verða óbyggileg vegna mengunar umhverfisins. Sem betur fer hefur ísland ekki orðið fyrir janfmiklum skaða af völdum mengunar frá iðnaði eða af völdum útblásturs frá bifreiðum svo dæmi séu tekin, en ljóst má vera að slíkt ástand varir ekki til eilífðar ef fram heldur sem horfir. Sem betur fer er skilningur á umhverf- isvernd að aukast en mikið vantar enn á að þessum málum sé sinnt sem skyldi. Aðgerðir til varnar mengunar eru kostnaðarsamar og víst er að stjórnmálamenn vilja oft fremur lofa malbiki, nýjum byggingum og brúm frekar en skolphreinsistöðvum og öðru sem gæti stuðl- að að betra umhverfi. Það flokkast líka undir umhverfisvernd að búa svo um hnútana að koma í veg fyrir að fiskistofnar séu ofveiddir. Á því sviði hafa orðið stórstígar framfarir en reynsla síðustu ára sýnir svo ekki verður um villst að ekki var vanþörf á að skipuleggja veiðarnar. Ef til vill má segja að fræðsla um umhverf- ismál sé sá þáttur sem þarf að stórefla á næstu árum. Landsmenn verða að hafa það að leiðarljósi að skila landinu betra í hendur afkomenda sinna en þeir tóku við því. Þessi setning hefur oft heyrst á undanförnum árum en nú þarf að gera raunhæft átak svo ekki verði um orðagjálfur eitt að ræða.“ ám. Smiðshöggið á göngugötuna. Síðasta heilan var lögð í Hafnarstrætið á föstudag- inn og þá er aðeins eftir að ganga frá ýmsum smærri atriðum. KGA smellti mynd af þessum verklega hóp þegar hann stóð upp að ioknu vel unnu verki. Á inn- felldu myndinni er síðasta hellan lögð á sinn stað. „Steingrímur, sláðu á hönd Guðmundar J.“ það bara nokkuð fast - og Nú ekki fyrir alllöngu síðan var forsætisráðherra með fundi vítt og breitt um landið þar sem hann skýrði stefnu og gerðir stjórnar sinnar. Á fundi sem haldinn var hér á Akureyri að viðstöddu miklu fjölmenni lýsti ég yfir stuðningi við aðgerðir stjórnar- innar í efnahagsmálum, og skor- aði á fólk að skrifa ekki á lista verkalýðsfélaganna sem þá voru í gangi þar sem krafist var að bráðabirgðalög frá í vor yrðu felld úr gildi, ekki vegna þess að ég vildi ekki fá samningsréttinn aftur, og ekki vegna þess að ég væri stuðningsmaður þessarar stjórnar, heldur vegna þess að ég óttaðist að þessir listar yrðu not- aðir í öðrum tilgangi en þeim eina sem þeir voru sagðir. Og hvað er komið á daginn, verka- lýðsforingjar rísa upp með háv- aða miklum krefjast hins og þessa umbjóðendum sínum til handa, þeir hafa uppi kröfur um að lægstu laun hækki svo og svo mikið, þetta eru kröfur sem við láglaunamenn vitum orðið að eru algerlega óraunhæfar. Og fólk sér í gegnum þessi látalæti þeirra Guðmundar J. og Ásmundar Stefánssonar og fleiri annars sæmilegra manna. Margir launþegar sem vinna fyrir sömu launum og minni en ég hafa haft samband við mig eftir fundinn á Hótel KEA og lýst yfir ánægju sinni með það sem ég sagði þar og tekið undir stefnu stjórnavalda í efnahagsmálum. Við láglaunamenn og konur vit- um vel hvað það er að súpa dauð- ann úr skel, eða eins og Asmund- ur Stefánsson sagði, lifa einungis á mykjunni (skyldi það vera haughús sem verkalýðsfélögin eru að byggja fyrir okkar peninga í Skipagötunni) en ég held að við yrðum ekkert bættari þó að við fengjum nokkra tugi % launa- hækkun sem síðan gengi upp all- an stigann og beint út í verðlagið sem aftur myndi leiða af sér sömu óðaverðbólguna og fyrr, og við stæðum í sömu sporum og áður. Því segi ég þetta að verkalýðs- forystunni hefur aldrei tekist að bæta laun hinna verst settu ein- göngu, og ég hygg að forustan hafi engan hug á því. En ef verkalýðsforustan hefði áhuga á launahækkun fyrir láglaunastétt- irnar eingöngu, því þáði hún þá ekki í vor þegar bráðabirgðalögin voru sett að þessi 8% hækkun í júní kæmi eingöngu á lægstu íaunin eins og boðið var? Það gæti verið fróðlegt að fá svar við því. Vildu þeir ef til vill hljóta þessi 8% sjálfir? Það gæti einnig verið fróðlegt að vita hvað við borgum þessum verkalýðsfor- ingjum okkar í laun og hlunn- indi, þessum mönnum sem eru að fjargviðrast út af bílakaupum for- sætisráðherra, sem ég tel nú reyndar hafa verið gerð á röngum tíma og ætla engan veginn að verja, enda ráðherra einfær um það. Jósef Guðbjartsson skrifar um undir- skriftarlistana og sitthvað fleira En auðvitað verða ráðamenn þjóðarinnar hvort sem það er Steingrímur eða einhver annar að búa við góða aðstöðu en það er annað mál, og verður ekki far- ið nánar út í það hér. En stað- reyndin er sú að verkalýðsfor- ingjar okkar eru flest allir að ég hygg með fleiri en eina stöðu á launum, og eru sjálfir svo langt frá því að vita hvernig það er að lifa af launum verkamanns að þeir ættu helst ekki að tjá sig um það á opinberum vettvangi og alls ekki að reyna að semja um það. Staðreyndin er nefnilega sú að hvergi í veröldinni hefur for- usta verkalýðsfélaga náð árangri eftir að forustumenn hafa fjar- lægst sína umbjóðendur í laun- um, þess vegna mæli ég með að forustumönnum verkalýðsfélaga verði bannað að þiggja laun nema á einum stað og að þeir verði settir í lægsta launaþrep síns verkalýðsfélags og fyrst •þá vissu þeir fyrir hverju þeir væru að berjast. Ég er einn af 52% innan BSRB sem er með undir 15.000 á mán- uði. Hvers vegna er meira en helmingur okkar félagsmanna á svo lágum launum? Svarið er ein- falt. Forustan hefur brugðist. Auðvitað vildi ég geta fengið hærri laun en mun frekar vildi ég geta fengið meira fyrir launin mín og það er það sem ríkis- stjórnin stefnir að, með stöðugu verðlagi og auknum kaupmætti og auðvitað er minnkandi verð- bólga kjarabót. Það sem ég vil að við launþeg- ar gerum er að mótmæla því að farið verði af stað fyrir okkar hönd með einhverjar óhóflegar kröfur sem koma okkur ekki að neinu gagni og eyðileggja ein- ungis það sem áunnist hefur. Því segi ég, Steingrímur sláðu á hönd Guðmundar J. og það bara nokk- uð fast, þannig að hann sé ekkert að veifa henni næstu mánuði. En svona alveg í lokin þá vildi ég óska þess að útibústjórar Fram- sóknarflokksins hér á Akureyri væru álíka röggsamir og forusta flokksins, en ekki þau vesalings dauðyfli sem reyndin er. En því miður þá þykir þeim sem í bæjar- ráði og bæjarstjórn sitja fyrir þennan flokk hér í bæ betra að láta leiða sig en að taka ákvarð- anir sjálfir og vonandi verður það launað í næstu kosningum og komið í veg fyrir að sá meirihluti sem nú er við völd í bæjarstjórn verði látinn komast í þá aðstöðu aftur. Virðingarfyllst. Jósef Snæland Guðbjartsson. 4 - DAGUR - 31. október 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.