Dagur - 31.10.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 31.10.1983, Blaðsíða 5
Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen Bókaklúbbur Almenna bóka- félagsins hefur sent frá sér nýja útgáfu af Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen, með formáls- orðum Steingríms heitins Þor- steinssonar, prófessors, sem hann ritaði fyrir útgáfu bókar- innar 1948. Piltur og stúlka er eins og kunnugt er eitt þeirra verka sem sígild hafa orðið í íslenskum bók- menntum. Hún var fyrsta ís- lenska skáldsagan sem komið hefur fyrir almennings sjónir, var fyrst prentuð 1850, og er útgáfa bókaklúbbsins sjöunda útgáfa bókarinnar. Piltur og stúlka hefur verið eftirlætislestur öllum kynslóðum íslendinga þau 130 ár sem sagan hefur verið til. Sagan er í senn skemmtileg og spennandi ástar- saga og óviðjafnanleg þjóðfélags- lýsing. Ástvinirnir ungu sem full- orðna fólkið vill vera að ráðskast með og stía í sundur eru þau Sig- ríður Bjarnadóttir og Indriði á Hóli. Og svo eru hinar persón- urnar ekki síður ógleymanlegar, svo sem Gróa á Leiti, Bárður á Búrfelli, Guðmundur Hölluson, Þorsteinn matgoggur og fleiri. Hefur sumt af þessu fólki þrengt sér svo inn í vitund íslendinga að það hefur orðið allsherjar tákn fyrir ákveðna eiginleika, t.d. Bárður á Búrfelli fyrir svíðings- hátt og af nafninu Gróu á Leiti hefur verið myndað orðið gróu- saga. Og flestar söngvísurnar í Pilti og stúlku eru enn sungnar á íslandi, svo sem Litfríð og ljós- hærð og Búðar í loftið hún Gunna upp gekk. Piltur og stúlka er í þessari nýju útgáfu 176 bls. og unnin í Prentsmiðjunni Odda. LETTIH h Í.D.L. íþróttadeild Deildarfundur - Myndakvöld á Há-Loftinu fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Myndasýning. 2. Lýst eftir tillögum á þing íþróttaráðs og kjörnir full- trúar á þingið. 3. Önnur mál. Greiðið árgjaldið á funídinum. Stjórn Í.D.L. Ragnhelður Stelndórsdóttir f My fair Lady. Leikfélag Akureyrar sýnir Myfair Lady Sýningar: Sjöunda sýning fimmtudaginn 3. nóv. Áttunda sýning föstudaginn 4. nóv. Níunda sýning laugardaginn 5. nóv. Tíunda sýning sunnudaginn 6. nóv. Hópar utan Akureyrar fá afslátt á miðaverði. Börn og ellilífeyrisþegar fá 50% afslátt á miðaverði. Miðasala opin alla virka daga kl. 16-19. Sýningar- daga kl. 16-20.30. Sími: 24073. Leikfélag Akureyrar. Ferðaáætlun m.s. Drangs frá 1. nóv. til 31. des. 1983. Dagar Mánudaga Þriðjudaga Miðvikudaga Fimmtudaga Föstudaga Vörumóttaka 09.00-16.00 09.00-17.00 09.00-16.00 09.00-17.00 09.00-17.00 Brottför FráAk: 06.00 FráAk: 06.00 Áætlunarstaðir Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Grímsey Ath. Vörur þær sem koma eftir kl. 16.00 á mánudögum og miðvikudögum komast ekki á skrá og verða því að bíða næstu ferðar. Grímsey: Farið verður til Grímseyjar á þriðjudögum. Fyrsta ferð 1. nóv. síðan annan hvern þriðjudag. Útgerðin áskilur sér rétt til að fella niður áætlunarferðir og breyta þeim eins og nauðsyn kann að þykja, koma á aukahafnir eða taka áætlunarhafnir í annari röð en áætlun greinir. Flóabáturinn Drangur hf. Oddeyrarskálanum, Akureyri, sími 24088. Búðarfundir Matvörudeildar KEA Hefjast þriðjudaginn 1. nóvember í kjörbúðinni Strandgötu 25. Miðvikudaginn 2. nóvember í kjörbúðinni Hafnarstræti 20. Fimmtudaginn 3. nóvember Hlíðargötu 11. Fundimir hefjast kl. 6.30 e.h. stundvíslega. Mættir verða fulltruar frá Efnagerðinni Flóm. Veitið athygli auglýsingum í búðunum. AKUREYRARBÆR Stjórn Hitaveitu Akureyrar hefur ákveðið að halda borgarafundi um málefni hitaveitunnar. Fundirnir verða haldnir sem hér segir: 1. Glerárskóli 31. okt. kl. 20.30. 2. Lundarskóli 7. nóv. kl. 20.30. 3. Oddeyrarskóli 14. nóv. kl. 20.30. Allir þeir sem áhuga hafa á málefnum Hitaveitu Akureyrar eru velkomnir á fundi þessa. Nýjar sendingar - Nýjar geröir Opið 10-12 og 1 -6 Laugard. 10 -12 Boröstofuborö og -stólar 1,13 m (-1,55 m) og 0,84x1,80 m Hjónarúm 1,98x1,54 m/dýnum Stækkanleg barnarúm 1,50 m (-1,80 m) x70 Eldhúsborö og -stólar Skrifborö m/hallanlegri plötu 1,15x0,70 og 1,50x0.70 m Sendum í póstkröfu. KOMPAN SKIPAGÖTU 2 AKUREYRI sími 25917. 31, Qktóber 1983 - PAGUR,- 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.