Dagur - 31.10.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 31.10.1983, Blaðsíða 6
Gústaf þjálfar og leikur með KA! „Mér líst mjög vel á að fá Gústaf sem þjálfara og leik- mann með meistaraflokki okk- ar næsta sumar og bind miklar vonir við hans störf hjá okkur,“ sagði Stefán Gunn- laugsson formaður knatt- spyrnudeildar KA um helgina, en þá var gengið frá ráðningu Gústafs Baldvinssonar og mun hann hefja störf hjá KA 1. febrúar nk. Gústaf ætti að vera óþarfi að kynna fyrir knattspyrnuáhuga- mönnum. Hann hefur um árabil verið fastur leikmaður liðs ÍBV og vitað er að ÍBV sýndi áhuga á að því að fá hann til þess að þjálfa meistaraflokk næsta sumar. Jafnframt því að leika með liði ÍBV sá Gústaf um þjálfun ung- lingaliða í Eyjum í mörg ár, en árið 1982 hélt hann til ísafjarðar og lék með liði ÍBÍ í 1. deildinni það ár. í sumar var hann hins vegar á Vopnafirði og þjálfaði lið Einherja í 2. deild og lék með lið- inu sem náði mjög góðum árangri og kom á óvart með frammistöðu sinni. Gústaf mun einnig leika með KA-liðinu eins og fram kom hér að framan. Hann er mjög fjöl- hæfur leikmaður og getur leikið nánast hvaða stöðu sem er á vell- inum. Steinþór Þórarinsson mun að öllum líkindum verða aðstoð- armaður Gústafs og Iiðsstjóri næsta sumar. Metaregn" í Lundarskóla Kári Elíson stóð sig vel að venju. Mynd: KGA. 33 Fjöldi Akureyrarmeta var settur á undirbúningsmóti akur- eyrskra kraftlyftingamanna nú um helgina. Fimni keppendur voru á mótinu og stóðu þeir sig allir með mikilli prýði. Kári Elíson úr KA var nálægt því að setja íslandsmet í bekk- pressu. Átti mjög góðar tilraunir 'við bæði 164 og 165 kg en herslu- muninn vantaði að þessu sinni. íslandsmetið fær því gálgafrest um sinn en öruggt má telja að Kári eigi eftir að bæta metið 163 kg, sem hann á sjálfur, á þessu Nauðsynlegt að hafa tvö jjiiuuug|m^i cau iiciica ivu knattspyrnulið hér í bænum cí segir Þótt vetur sé genginn í garð og þeir séu ekki margir sem eru að hugsa um íslenska knattspyrnu þessa dagana, er nokkur hópur manna sem getur ekki leyft sér þann munað að sitja aðgerðar- laus. Þetta eru þeir sem hafa tek- ið það verkefni að sér að sjá um rekstur hinna ýmsu knattspyrnu- deilda, og þessa dagana eru þeir að huga að komandi keppnis- tímabili. Það þarf að fara í fjár- málin og vinna upp misjafnlega langa skuldahala, það þarf að ráða þjálfara fyrir komandi keppnistímabil og áfram mætti telja. Á dögunum var haldinn aðal- fundur knattspyrnudeildar KA, og þar tók Stefán Gunnlaugsson við formennsku af Gunnari Kárasyni. Af því tilefni höfðum við samband við Stefán og ræddum ýmis mál sem ofarlega eru á baugi. Og hvað er eðlilegra en að spyrja fyrst um fjármálin. Gunnlaugsson, nýkjörinn formaður knattspyrnudeildar KA „Fjárhags- staðan slæm“ „Því er ekki að leyna að fjárhags- staða okkar er mjög slæm, við erum með skuldir upp á nokkur hundruð þúsund krónur sem við þurfum að greiða niður og við stefnum að því að vera búnir að koma þessum skuldahala niður á núllið fyrir áramót.“ - Hvaða leiðir eru til í þessu efni, ekki er hægt að leysa þetta með einu „pennastriki“? „Við erum með ýmsar fjáröflun- arleiðir til áramóta og ber þar einna hæst útgáfa á almanaki sem gefið verður út í desember. Þar verða myndir af öllum okkar keppnislið- um í öllum flokkum. Þarna verða einnig auglýsingar sem munu færa okkur tekjur en hugmyndin er að selja þetta almanak á kostnaðar- verði. Þarna verður einnig happ- drætti innifalið og því má segja að þetta sé í senn kynningarbæklingur, auglýsingabæklingur, almanak og happdrætti. Þá er að koma út auglýsingablað nú næstu daga þar sem í eru greinar og annað efni sem tengist knatt- spyrnunni hjá KA. Við verðum með skemmtun og fjáröflun í Sjall- anum sunnudaginn 20. nóvember og áfram mætti telja. síður verið erfitt fjárhagslega en þar þarf auðvitað sömu forsendur til að starfið geti verið með eðlileg- um hætti, að ekki sé verið að elta sífellt langa skuldahala." Við ætlum okkur ekki að sækja um aukna styrki frá bæjaryfirvöld- um, við teljum að bærinn hafi gert vel við okkur og sýnt mikinn áhuga á að styðja okkur sem best, beint og óbeint. Hins vegar munum við leita til þess harðsnúna Iiðs stuðn- ingsmanna sem við teljum okkur eiga og fara fram á þeirra aðstoð við að ná niður skuldahalanum. Við treystum því að menn bregðist vel við, enda er það vitað mál að við getum ekki starfað af þrótti nema vera lausir við þessar skuldir. Það má koma því hér að, að ég hef ásamt nokkrum öðrum mönn- um og aðalstjórn KA gengið í það verk að koma niður stórum skulda- hala handknattleiksdeildar KA og við erum komnir í það verk af full- um krafti. Þar hefur starfið ekki Frá aðalfundi knattspyrnudeildar KA. „Nauðsynlegt að hafa tvö liðu - Nú heyrast þær raddir af og til sem telja lítið vit í því að það sé verið að halda úti tveimur meist- araflokksliðum í knattspyrnu og handknattleik í ekki stærri bæ. Þessar raddir segja að þetta sé allt- of kostnaðarsamt og þeim fáu mönnum ofviða sem sjá um þennan rekstur. Hvert er þitt álit á þessu? „Ég tel alveg nauðsynlegt að við sérum með tvö knattspyrnulið hérna í bænum og ég tel að knattspyrnan myndi setja mikið niður ef hér yrði aðeins eitt lið. Mér hefur virst að það hafi ekki gengið alltof vel að fá menn til að starfa fyrir þessi tvö lið, en ég held að ég geti fullyrt að það hafi gengið enn verr að fá menn til að starfa á meðan sameig- inlegu liði undir merki ÍBA var teflt fram. En hvort þetta gæti orðið lausn í handboltanum veit ég ekki en tel það þó vel þess virði að það verði skoðað. Það eru mun færri áhorfendur á knattspyrnu, en kostnaðurinn ekki svo mikið minni við að halda úti handboltaliði." Rígurinn - Víkjum að öðru. Nú er það staðreynd að talsverður rígur er ávallt á milli KA og Þórs og birtist hann á ýmsum sviðum. Nærtækt dæmi er þegar þið voruð í við- ræðum við Þorstein Ólafsson mark- vörð Þórs um að hann yrði þjálfari hjá ykkur næsta keppnistímabil og Þórsarar tóku því mjög illa. Þurfa alltaf að koma upp -svona mál eða er möguleiki að í stað þessa rígs geti komið til aukið samstarf félag- anna, báðum til hagsbóta? „Samstarf ætti að geta verið á mörgum sviðum ef allt væri með felldu, en við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að þessi rígur sem talað er um að sé til staðar og eigi ekki að vera, orsakast af þeirri keppni sem er á milli félaganna við að halda úti sem þróttmestu starfi og sem bestum liðum. Þessi rígur er viss hvati að því að jafn vel hefur tekist til og raun ber vitni þótt auð- vitað geti rígurinn farið út fyrir þau mörk sem æskilegt má telja. Það að við megum ekki ræða við einn leikmann Þórs sem við berum fyllsta traust til um að taka að sér þjálfun hjá okkur get ég ekki skilið og ég held að Þórsarar ættu að heyra hans hlið á málinu. ÖII beiskja Þórsara beinist gegn mér, en auðvitað hefðum við ekki rætt við Þorstein nema af því að hann sýndi þessu áhuga. Það er ekkert nýtt hér að annað félagið ræði við leikmann hjá hinu, þetta hefur talsvert verið gert í yngri flokkunum og það er ekki nema um ár síðan forráðamenn Þórs ræddu við einn af leikmönnum meistara- flokks KA um að hann kæmi yfir til þeirra. Við teljum okkur enga engla í þessum málum og setjum okkur í samband við menn ef okk- ur þykir ástæða til og teljum að þeir gætu styrkt okkar lið. Við vitum það og Þórsarar vita það að þetta er stundað, hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki. „Köld kveðja“ Þótt við séum ekkert síður að keppa við Þór en önnur félög þá er ég alveg tilbúinn til þess að hafa visst samstarf við Þór. Ég fékk hins vegar þá kveðju frá formanni knattspyrnudeildar Þórs að það væri mesta áfall fyrir knattspyrnuna á Akureyri í mörg ár að ég skuli vera orðinn formaður knattspyrnu- deildar KA og eftir svona kveðju veit ég ekki hvort samstarfið getur orðið mjög náið. Hins vegar lít ég ekki á þessa yfirlýsingu sem niður- lægingu, heldur hrós fyrir mín störf hjá KA og þegar þessi maður verð- ur orðinn ánægður með þau störf og ég veit að hann meinar það, þá segi ég af mér.“ Félagssvæðið - Þið KA-menn hafið undanfarin ár verið að vinna að uppbyggingu á félagssvæði ykkar í Lundahverfi. Hvernig hefur það gengið? „Við erum stöðugt að bæta alla aðstöðu okkar þar. Nýi grasvöllur- inn kom mjög þokkalega út, mal- arvöllur okkar er orðinn mjög frambærilegur og nú höfum við haf- ið vinnu við 8 þúsund fermetra grassvæði sem við vonumst eftir að þekja næsta sumar. Þá eigum við tvo grasvelli og þessi nýi völlui verður fyrst og fremst æfingavöllur, ekki neinn sparivöllur þótt við gæt- um þess auðvitað að eyðileggja hann ekki strax á fyrsta ári. Það má segja að það sem við horfum næst til sé að fá betri búningsað- stöðu á svæðið en við gerum okkui grein fyrir því að það er ekki hægt að gera allt f einu. Það má vel koma fram að samstarf okkar við starfsmenn og forráðamenn bæjar- ins varðandi uppbygginguna á fé- lagssvæði okkar hefur verið mjög ánægjulegt og gott að leita til þeirra.“ - Það hefur talsvert verið um það skrifað opinberlega að undan- förnu að íþróttafélögin KA og Þór hafi fengið einokunaraðstöðu á rekstri leiktækjasala á Akureyri, hvert er þitt álit á því máli? „Mín persónulega skoðun er sú að þetta sé ekki rétt leið. Ég veit um einkaaðila hér í bænum sem hefur áhuga á að setja upp svona leiktækjastofu og þar geta félögin fengið að hafa sín leiktæki. Þessi aðili myndi sjá um reksturinn en félögin myndu hirða afraksturinn. Þetta tel ég miklu betri leið en að veita einum eða öðrum einokun á þessu sviði. Þetta er mín persónu- lega skoðun og ég veit að það eru ekki allir innan KA sammála mér.“ ári. Flosi Jónsson úr KA sem fer með Kára á heimsmeistaramótið í Gautaborg í byrjun næsta mán- aðar setti fimm Akureyrarmet á mótinu en að öðrum ólöstuðum stóð Freyr Aðalsteinsson sig einna best. Bætti sitt eigið Akur- eyrarmet um hvorki meira né minna en 37,5 kg í samanlögðu og setti sex Akureyrarmet í einstökum greinum. Mesta keppnin var í 110 kg flokki á milli þeirra Jóhannesar Hjálmarssonar og Konráðs Jó- hannssonar sem keppti þarna á sínu fyrsta móti. Eftir hnébeygj- una hafði Konráð örugga forystu sem Jóhannes vann léttilega upp í bekkpressunni og Jóhannes iyfti svo 285 kg í réttstöðulyftunni, samtals 635 kg og vann Konráð með 45 kg mun. Það sem líklega vakti mesta at- hygli á mótinu var að áhorfendur voru fjölmennir, á milli 40 og 50 talsins og er það góðs viti. - ESE, Úr leik KA og Völsungs í 1. deild kvenna. 99 Reynisvík“ vann Geysileg barátta var í viður- eign RD (Reynisvík) og KA í 2. deildinni í blaki um helgina, en leikurinn var háður á Dalvík. Leikið var af krafti í nærri tvær klukkustundir og þá loksins fengust úrslit, 3:2 fyrir „Reynisvík“, en það lið er sem kunnugt er skipað Ieik- mönnum úr Reyni Arskógs- strönd og frá Dalvík. Heimaliðið vann fyrstu hrinu 15:13, en KA aðra hrinuna með sama mun. Þá vann RD þriðju hrinuna 16:14 en KA-menn gáf- ust ekki upp og unnu þá næstu 15:6. Var því komið að útslita- hrinunni og hana vann RD 15:10 og leikinn þar með. Þótti þessi viðureign fjörleg og oft þokka- lega spiluð. Fyrsti leikurinn í 1. deild kvenna var um helgina er KA fékk Völsung í heimsókn. Þar var um ójafnan leik að ræða því Völsungs-stúlkurnar sem allar eru þrautreyndar höfðu yfirburði og unnu 3:0, 15:5, 15:4 og 15:1. Þótt Völsungur sé nýliði í deild- inni eru leikmenn liðsins það ekki, og hafa þær flestar komið nálægt landsliði okkar í íþrótt- inni. Þá var annar leikur í 2. deild karla, en þar vann lið Skautafé- lags Akureyrar lið KA-b með 3:1, og fóru hrinurnar 15:4, 12:15, 15:2 og 15:4. 1-X-2 Úrtslitaröðin í íslenskum getraunum um helgina varð sem hér segir: A.Villa - Arsenal 2 Leicester - Everton 1 Liverpool - Luton 1 Norwich - QPR 2 Southampton - Ipswich 1 Stoke - Coventry 2 Tottenham - Notts C. 1 WBA - Birmingham 2 Cambridge - Brighton 2 Leeds - Pourtsmouth 1 Newcastle - Man.City 1 Swansea - Blackbum 2 Þrefalt hjá Brodda og Kristni Kristinn Jónsson TBA vann þrenn guUverðlaun. Um 60 keppendur tóku þátt í opnu móti í badminton sem fram fór í íþróttahöllinni á Ak- ureyri um helgina, en þar var keppt í meistaraflokki og A- flokki. Keppendur I meistara- flokki voru af höfuðborgar- svæðinu og allt besta badmin- tonfólk landsins með, en í A- flokki voru keppendur að sunnan og einnig frá Akureyri. Broddi Kristjánsson TBR sigr- aði þrefalt í meistaraflokknum. Hann vann Þorstein P. Hængsson TBR í einliðaleik í úrslitum 15:11 og 17:15. í tvíliðaleik unnu þeir Broddi og Þorsteinn þá Sigfús Ægi Árnason TBR og Víði Bragason ÍA 15:5 og 15:12 og í tvenndarleik unnu Broddi og Þórdís Eðvald TBR þau Þor- stein Hængsson og Kristínu Magnúsdóttur TBR 15:5 og 15:12. Kristín Magnúsdóttir vann Þórdísi Eðvald í úrslitum einliða- leiks kvenna 12:11 og 11:2, þær Kristín og Þórdís unnu svo Lov- ísu Sigurðardóttur TBR og Elísa- betu Þórðardóttur TBR í úrslit- um í tvenndarleik 15:12 og 15:1. Þrefalt hjá Kristni Kristinn Jónsson TBA vann einn- ig þrefalt í A-flokki. Hann sigr- aði Erling Bergþórsson ÍA í ein- liðaleik 15:2, 10:15 og 15:6. í tví- liðaleik vann hann ásamt Kára Árnasyni TBA þá Hauk Jó- hannsson og Tómas Leifsson TBA með 14:18, 15:2 og 18:15, hörkukeppni þar. Þriðja sigrin- um bætti Kristinn við í tvenndar- leik en þar vann hann ásamt Jakobínu Reynisdóttur TBA þau Þórð Pálmason TBA og Guð- rúnu Erlendsdóttur 15:4 og 15:5. í einliðaleik kvenna sigraði Guðrún Erlendsdóttir TBA en hún vann Jakobínu Reynisdóttur TBA 11:8 og 11:5, í tvíliðaleik kvenna unnu þær Jakobína og Guðrún þær Ragnhildi Haralds- dóttur og Margréti Eyfells TBA með 15:9 og 15:6. Mótstjóri var Ragnar Ragnars- son og þótti öll framkvæmd móts- ins sem var í höndum TBA til fyrirmyndar. 6 - DAGUR - 31. október 1983 31. október 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.