Dagur - 31.10.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 31.10.1983, Blaðsíða 8
Friðjón Ámason skrifar: Svínahamborgarahryggur og lambalambakótilettur Það hefur lengi verið einkenn- ándi fyrir íslenska veitingastaði að kastað hafi verið til höndum við matseðlagerð. Matseðlar á sumum stöðum hafa verið hrein hörmung svo ekki sé meira sagt. Með þessu er ekki átt við að mat- urinn sem slíkur sé slæmur, held- ur hefur slæmt málfar og mis- notkun erlendra tungna svo og allvafasamar þýðingar úr erlend- um málum verið áberandi á mat- seðlunum sjálfum. Þetta er undarlegt þegar hugsað er til þess að matseðiilinn er talinn þýðing- armesta sölutæki matsölustaða. Tilefni þessara skrifa er að undirrituðum barst í hendur fá- ein eintök af því ágæta blaði „Degi“, sem gefið er út á Akur- eyri og í nærsveitum. í blaðinu frá 23. september sl., bls. 10, er auglýsing frá Sjallanum. í þeirri auglýsingu eru 2 matseðlar og er yfirskrift annars þeirra: „MAT- SEÐILL: DINNER:“. Hví skyldum við ekki kalla kvöldverð einfaldlega kvöJdverð? Ef verið er að höfða til erlendra gesta, og þá væntanlega enskumælandi, (sem lesa auðvitað allir ,,Dag“) af hverju eru þá ekki allir réttirnir á matseðlinum einnig á ensku? Ég hugsa að útlendingar myndu skilja að þetta er eitthvað um kvöldverð en það er hvergi minnst á „Menu“ sem myndi gefa þeim til kynna að um matseðil væri að ræða. Enn síður skilja þeir hvað í boði er, þar sem allir réttir eru eingöngu nefndir á ís- lensku (ef íslensku skyldi kalla). Ef við erum hins vegar að höfða til íslenskra viðskiptavina, af hverju sleppum við þá ekki enskuslettunum? Snúum okkur þá að réttunum á matseðlinum. Þeir eru mjög girnilegir fyrst í stað, en hvað er svínahamborgarahryggur? Ef átt er við reyktan svínahrygg þá tel ég þetta langa orð aðeins rugla viðskiptavinina í ríminu. Maður heitir Guðmundur Ax- elsson og er fyrrverandi kennari í framreiðslu og réttaþekkingu við Hótel- og veitingaskóla íslands. Samkvæmt fyrirlestrum Guðmundar á árunum 1980- 1982, getur hamborgarhryggur aldrei verið annað en reykt svína- kjöt, og Londonlamb aldrei verið annað en léttreykt lambakjöt. Að öðrum ólöstuðum tel ég Guð- mund Axelsson manna fróðastan um þessi mál því hann gerir sér far um að afla sem bestra upplýs- inga áður en hann fullyrðir um nokkuð það sem vafi leikur á um. Ef ég man rétt, þá mun Þorvald- ur Skúlason, þekktari sem „Þor- valdur í Síld og Fisk“, vera upp- hafsmaður að þessum nafngift- um. Friðjón. Fríðjón Arnason er Akureyringur. Að loknu námi við Menntaskólann á Akureyrí lauk hann námi sem framreiðslumaður og hélt að því loknu til Florida þar sem hann stundar nú nám í viðskiptafræði í sambandi við hótelrekstur. Hann mun Ijúka því námi í vor. Snúum okkur aftur að matseðli Sjallans. Það að segja svína- hamborgarhryggur er því svipað og segja lambalambakótilettur. Svo kemur rúsínan í pylsuend- anum hjá þeim í Sjallanum; svínahamborgarahryggur. Hamborgarhryggur er oft ranglega nefndur hamborgara- hryggur í auglýsingum, á mat- seðlum og manna í millum. Hamborgari sem réttur, er upprunninn í U.S.A. og þaðan höfum við nafnið (e. Hamburg- er). Hamborgari mun vera gerð- ur úr hökkuðu nautakjöti, press- aður og mótaður í flata kringlótta köku eins og flestir kannast við. í U.S.A. má ekki samkvæmt lög- um auglýsa eða selja neitt undir nafninu Hamborgari, nema það sé gert úr nautakjöti eingöngu með hámarksfituinnihaldi að 30% af heildarþunga. Um 21% fituinnihald (og þá 79% nauta- kjöt) er talið æskilegast. Á fs- landi eru mér vitanlega ekki nein lög til um samsetningu eða inni- hald hamborgara. Enda vitum við, viðskiptavinir matsölustaða á íslandi, hins vegar að nauta- kjötið í hamborgurunum sem við kaupum getur verið blandað með öðru kjöti eða fylliefnum, og stundum eru hamborgararnir al- veg án nautakjöts. Enda hafa sumir veitingamenn og kjötkaup- menn séð ástæðu til að auglýsa sérstaklega nautahamborgara til sölu, eða alvöruhamborgara. Jæja, hamborgarahryggur var það hjá þeim í Sjallanum. Þegar ég sé þetta orð, eða heyri, dettur mér alltaf í hug matreiðslumaður með kjötlausan hrygg úr svíni og hakkað nautakjöt á borði framan við sig. Síðan hnoðar hann kjöt- hakkinu utan á beinin þar til framleiðslan lítur út áþekk svína- hrygg. Þessa framleiðslu myndi ég kalla svínahamborgarahrygg. Eflaust þykir einhverjum að farið sé út í öfgar í þessari síðustu klausu en smáatriðin geta skipt miklu. Misnotkun á réttaheitum er mjög algeng. Einhvern tíma spurði DV í spurningu dagsins, hvað fólk ætlaði að hafa í jóla- matinn. Maður einn svaraði því til að hann ætlaði að hafa ham- borgara. Mér flaug í hug Tomma-hamborgarar, en maður- inn hefur eflaust átt við hamborg- arhrygg en ekki hamborgara. Stroganoff er smásteik gerð úr nautalundum, nánar tiltekið „hala“ lundanna, en á ekki að vera úr kjöti annars staðar af skepnunni. Það er hins vegar ekkert Iaunungarmál að stroga- noff er yfirleitt gert úr kjöti ann- ars staðar af skepnunni. Svo heyrist líka og sést auglýst lamba- stroganoff. Það er álíka gáfulegt að segja lambanautakjöt. Svona misnotkun á sérheitum eða fagheitum, hvort sem það skyldi kallast, eyðileggur merk- ingu heitanna fyrir utan það að persónulega tel ég þetta vera hrein og bein vörusvik. Það er verið að selja fólki vöru sem er í raun og veru allt önnur en hún er sögð vera, og þá yfirleitt lakari að gæðum en búast mætti við. Nú má spyrja hverju eða hverj- um sé um að kenna. Viðskipta- vinir matsölustaða eru almennt ekki menntaðir í réttaþekkingu en hins vegar er ákveðin stétt fag- manna á landinu með fjögurra ára nám að baki í þessum fræðum, en það eru matreiðslu- menn. Það hlýtur að mega ætlast til að þeir beri tilhlýðilega virð- ingu fyrir starfi sínu sem faggrein og jafnframt fyrir viðskiptavinum sínum. Það ætti að vera þeim (matr.m.) ljúft að standa vörð um sérkenni fagsins. Éinnig hlýt- ur það að vera líka í verkahring lærimeistaranna á matsölustöð- unum og í Hótel- og veitinga- skóla íslands. Veitingamenn ættu að ganga hart eftir að rétt sé með farið í þessum efnum. í mínum augum setur veitingastaður ofan þegar ég sé óvandaðan matseðil, hversu góður sem staðurinn er að öðru leyti. Meira um heiti og þýðingar; auglýst er um þessar mundir alls konar „paté“. Við höfum ágætt orð á íslensku yfir „paté“ en það er orðið „kæfa“. Algengt er að heyra og lesa um „uxabrjóst“ og „kjúklinga- brjóst“. Þetta er í sjálfu sér ekki rangt, en að mínum dómi ákaf- lega klaufalegt. Betra þykir mér að heyra talað um „bringu“ í þessum tilfellum, uxabringu og kjúklingabringu. Menn vilja ef til vill sleppa bringukollunum og fá í staðinn brjóstakolla? Svona dæmi mætt lengi telja. Með þessum skrifum er ekki verið að deila á Sjallann einan þótt matseðill þaðan sé gerður að tilefni, það er víðar pottur brotinn. Það er hvimieitt að veitinga- staðir sem annars framreiða svo góðan mat sem raun ber vitni, skuli ekki gera sér far um að vanda meira til verka þegar verið er að koma upplýsingum um framleiðsluna til viðskiptavina. Þökk fyrir birtinguna. Friðjón Árnason. (Leturbr. eru höfundar.) ■ ■ Að kvöldi mánudagsins 31. október næstkomandi eiga allir bifreiðaeigendur að hafa mætt með bíla sína til ljósaskoðunar. Nú fer svartasta skammdegið í hönd og allra veðra er von. Því þurfa allir að leggja sitt af mörk- um til þess að auka öryggi í um- ferðinni. Fátt hefur meiri áhrif þar að lútandi en almenn öku- ljósanotkun og að fólk beri endurskinsmerki. Ljósabúnaður getur bilað og vanstillst á skömmum tíma. Per- ur dofna smám saman við notkun og getur Ijósmagn þeirra rýrnað um allt að helming. Minnumst þess að við notum ökuljósin ekki síður fyrir þá sem á vegi okkar verða en fyrir okkur sjálf. Þess vegna er mikilvægt að ökuljós séu rétt stillt, svo þau blindi eicki eða trufli þá sem á móti koma. Munum -31. október á að vera búið að færa alla bíla til ljósa- skoðunar. Sveit Stef- áns efst Sveitakeppni Bridgefélags Akur- eyrar hófst þriðjudaginn 25. október. Alls spila 19 sveitir sem er mesta þátttaka sem um getur í sögu félagsins. Spilaðir eru tveir 16 spila leikir á kvöldi. Að loknum tveimur umferðum er röð efstu sveita þessi: 1. Stefán Vilhjálmsson 40 stig 2. Hörður Steinbergsson 32 stig 3. Smári Garðarsson 30 stig 4. Páll Pálsson 28 stig 5. Kári Gíslason 26 stig 6. Jón Stefánsson 26 stig 7. Stefán Ragnarsson 25 stig Þriðja og fjórða umferð verða spilaðar í Félagsborg nk. þriðju- dagskvöld kl. 19.30 stundvíslega. Tímaritið Þroskahjálp Tímaritið Þroskahjálp 3. hefti 1983 er komið út. Útgefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. í ritinu er að finna ýmsar grein- ar, upplýsingar og fróðleik um málefni fatlaðra. Sem dæmi má nefna: Frásögn af starfsemi Alfa- klúbbsins Árseli. - Hér er um að ræða tómstundastarf þroska- heftra unglinga á vegum Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur. Greinina skrifa Kristín Lilliendahl, Sjöfn Þráinsdóttir og Sigríður Gunn- arsdóttir. Dóra S. Bjarnason ritar grein sem hún nefnir Réttur eða aum- ingjagæska, og segir hún tilefnið vera framsöguerindi sem hún flutti á borgarafundi um málefni þroskaheftra á Hótel Sögu í des- ember síðastliðnum. Tímaritið Þroskahjálp kemur út fjórum sinnum á ári. Það er sent áskrifendum og er til sölu á skrifstofu samtakanna Nóatúni 17, 105 R.vík., sími: 29901. Á sama stað er tekið á móti áskrift- arbeiðnum svo og ábendingum um efni í ritið. 8 - DAGUR - 31. októþer 1983 ' — ,»*.i ■ i•• •••-.ítCMt-.: .. * ■.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.