Dagur - 02.11.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 02.11.1983, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI i V-á 4 w Hj ■ mH JB V 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 2. nóvember 1983 123. tölublað Slæmt atvinnuástand á Húsavík: Fjöldauppsagnir blasa við — ef tíðarfarið batnar ekki og afli eykst Kaldbaki á Grenivík Atvinnuhorfur hjá frystihúsi Kaldbaks hf. á Grenivík eru nú fremur slæmar eftir að Súl- an EA hætti að leggja upp hjá fyrirtækinu. Tveir heimabátar hafa séð um hráefnisöflun að undanförnu en gæftir hafa ver- ið slæmar og afli lítill þannig að frystihúsið er rekið með lág- marksafköstum. - Við höfum að mestu leyti getað haldið uppi dagvinnunni en þó féll vinna niður sl. fimmtudag og föstudag og þeir eru orðnir þrír dagarnir í haust og vetur sem við höfum ekki getað unnið, sagði Knútur Karlsson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks í samtali við Dag. Að sögn Knúts hefur allt hrá- efni fariö í frystingu en um 50 manns vinna hjá fyrirtækinu. Knútur sagði að nú ylti allt á afla- brögðum og veðráttu en ef afli þessara tveggja heimabáta ykist ekki þá væri ekki bjart framund- an. - Súlan hefur bjargað okkur undanfarin ár en nú fer hún á loðnuveiðar þannig að það er alls óljóst hvenær skipið fer að leggja aftur upp hjá okkur. Pað er vonandi að það verði áður en vetrarvertíð hefst því þá fara bátarnir suður, sagði Knútur Karlsson. Auk Súlunnar hefur Hákon sem skráður er á Grenivík en gerður er út frá Grindavfk, land- að hjá Kaldbaki hf. á vetrarver- tíð og ekki vissi Knútur betur en að svo yrði einnig þegar vetrar- vertíð hefst á næsta ári. Ekki hefur reynst unnt að fá skip í stað Súlunnar né fleiri báta til hráefnisöflunar nú í vetrar- byrjun, enda sagði Knútur að þeir lægju ekki á lausu. Atvinnuleysi á Húsavík er nú með mesta móti miðað við árs- tíma. Veldur þar mestu að slæm tíð hefur hamlað sjósókn og þá daga sem hefur gefið hefur afli verið tregur. Ekki hefur þó komið til fjöldaupp- sagna hjá fiskvinnslunni á Húsavík en nokkrar uppsagnir hafa þó komið til framkvæmda og fyrirtæki hafa þurft að draga saman seglin í bili a.m.k. Samkvæmt upplýsingum Verkalýðsfélags Húsavíkur þá eru nú 43 á atvinnuleysisskrá en á sama tíma í fyrra voru 30 manns atvinnulausir. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna því atvinnuleysi nú hefur verið meira í dögum talið. - Það er slæmt ástand hjá okk- ur nú og ef ekki rætist úr veðri og aflabrögðum um leið þá er skammt í að við verðum að segja upp fólki, sagði Hermann Larsen hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur er hann var inntur eftir atvinnu- ástandinu. - Það féll alveg niður vinna hjá okkur alla vikuna 18.-25. október en Kolbeinsey landaði svo 52 tonnum hér í fyrri viku. Það hráefni dugði út vikuna en í dag er engin vinna nema við sölt- un og pökkun. Við vitum ekki hvenær Kolbeinsey kemur inn aftur en það verður í fyrsta lagi í lok vikunnar og enn er óvíst um afla, sagði Hermann, en sam- kvæmt upplýsingum hans þá staf- ar þetta slæma ástand ekki síst af því að togarinn Júlíus Havsteen hefur að undanförnu verið í slipp á Akureyri. Verið er að skipta Grænhöfðaeyjaskipið sem hleypt var af stokkunum í Slippstöðinni í gær hlut nafnið Fengur og það var forsetafrú Cabo Verde-búa, Carlina Pereira, sem gaf skipinu nafn. Skipið er 140 brúttotonn að stærð og hið fullkomnasta. Reiknað er með að það verði afhent í árslok, en skipið er smíðað fyrir Þróunarsamvinnustofnun íslands. Mynd: KGA „Kannast ekkert við gagntilboð frá okkur“ - segir Vilhelm Þorsteinsson framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa Á fundi atvinnumálanefndar Akureyrar þann 25. okt. var m.a. rætt um stöðu samninga- viðræðna Slippstöðvarinnar og Útgerðarfélags Akureyringa um smíði á togara fyrir ÚA. ^ram kemur í bókun af fundin- um að Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar hafi upplýst að von væri á gagntilboði frá ÚA, en sem kunnugt er gerði Slippstöðin ÚA tilboð snemma í sumar um smíði á nýju skipi og nam það til- boð um 160 milljón krónum. „Ég kannast ekkert við gagntil- boð á leiðinni frá okkur,“ sagði Vilhelm Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri ÚA í samtali við Dag. „Það er best að Gunnar skýri þetta,“ bætti Vilhelm við. „Þó að ég hafi skrifað undir þessa fundargerð atvinnumála- nefndarinnar í fljótheitum, þá er ég ekki viss um að þetta sé hár- nákvæmt, því að tilboð okkar liggur íyrir,“ sagði Gunnar Ragnars. „Við höfum lokið við gerð smíðalýsingar og höfum sett upp uppkast að samningi og það hef- ur orðið niðurstaðan að fara yfir þessa smíðalýsingu með tækni- mönnum þeirra. Það var ekki hægt að koma því við í síðustu viku en verður hugsanlega í þess- ari viku. Það er næsta skref í mál- inu og síðan skal ég ekki um það segja hvert framhaldið verður,“ sagði Gunnar. um vél í Sigþóri, 150 lesta bát sem lagt hefur upp hjá Fiskiðju- samlaginu og tveir aðrir stórir bátar eru á síldveiðum fyrir aust- an. - Júlíus Havsteen er ekki væntanlegur hingað fyrr en í fyrsta lagi í vikulok þannig að togarinn heldur ekki til veiða fyrr en í byrjun næstu viku ef allt gengur vel. Það er því ekki um annað að ræða en að vona það besta í sambandi við veðráttuna, því annars er illt í efni, sagði Hermann Larsen. Fyrir- lm|#j Á ICCWI 0 uppleið - sjá bls. 4

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.