Dagur - 02.11.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 02.11.1983, Blaðsíða 2
Þykir þér menn- ingarlíf vera í blóma hér norðan- lands? Karólína Árnadóttir: Alls ekki. Ég held aö ef fólk færi meira á samkomur, myndi menningarlífið blómstra í framhaldi af því. Guðrún Óskarsdóttir: Pað er ágætt hér. Við höfum gott leikhús, málverkasýning- ar og fleira - hins vegar mætti gera meira fyrir yngri kynslóð- ina, hún þarf ekki síður menningarlífi að halda. Helga Torfadóttir: Já, ég myndi halda það. Friðrik Friðriksson: Það mætti vera blómlegra, sér staklega kórstarf og annað söngstarf. Sigurður Arason: Að sjálfsögðu er það ekki, ég býst við að fólksfæðin hafi mikið að segja, það er erfitt að halda uppi góðu menningarlífi á minni stöðum. Göngudeild á Akureyri er aðal baráttumálið — Rætt við Rósu Helgadóttir nýkjörinn formann Samtaka psoriasissjúklinga á Akureyri og nágrenni Um helgina voru stofnuð á Akureyri, samtök psoriasis- sjúklinga á Akureyri og ná- grenni. Nálægt 50 manns gerð- ust stofnfélagar á fundinum en vonir standa til að sú tala verði allnokkru hærri því framhalds- stofnfundur samtakanna verð- ur haldinn um aðra helgi. Á fundinum var Rósa Dóra Helgadóttir kosin formaður samtakanna en það er einmitt hún sem er nú í Viðtali Dags- ins. - Það er búinn að vera mjög langur aðdragandi að stofnun þessara samtaka hér og það hefur verið unnið mikið og gott undir- búningsstarf á liðnum árum. Við eigum mönnum eins og Birki Skarphéðinssyni og Hirti Fjeld- sted mikið að þakka en þeir hafa verið í forsvari fyrir psoriasis- sjúklinga hér á Norðurlandi undanfarin ár, sagði Rósa Dóra Helgadóttir er við náðum tali af henni að loknum stofnfundi Sam- taka psoriasis-sjúklinga á Akur- eyri og nágrenni. - Hver eru baráttumál hins nýja félags? - Pað er fyrst og fremst það að koma á fót göngudeild hér á Ak- ureyri. Psoriasis-sjúklingar hafa hingað til þurft að leita suður til Reykjavíkur til þess að komast í meðferð og eftirmeðferð og það segir sig sjálft hve mikið hags- munamál það er að fá göngu- deildina. Það er kostnaðarsamt bæði fyrir ríkið og einstaklinga að allir þurfi að sækja þessa þjón- ustu á einn stað og göngudeild hér gæti lækkað þennan kostnað mjög mikið. í dag er aðeins ein legudeild fyrir psoriasis-sjúkl- inga, á Vífilsstöðum og það er ekkert leyndarmál að þangað fara aðeins þeir sem verst eru haldnir. Ef mig minnir rétt þá eru þar aðeins níu rúm og langir bið- listar. - Hvað með önnur baráttu- mál? - Við munum leggja mikla áherslu á fræðslu- og kynningar- starfsemi og þessa dagana erum við að búa okkur undir að dreifa veggspjaldi á sundstaði, íþrótta- staði og sólbaðsstofur, þar sem við vekjum athygli á því að psori- asis er ekki smitandi sjúkdómur. Yfirskriftin á þessu veggpsjaldi er: Psoriasis smitar ekki frekar en freknur og við vonum að þetta verði til þess að hræðsla fólks við þennan sjúkdóm minnki. Það er staðreynd að psoroasis-sjúkling- um hefur ekki alls staðar, s.s. í sundlaugum, verið vel tekið og það stafar m.a. af fáfræði. Ungt fólk virðist hins vegar vera mun skilningsríkara en það eldra og við vonum að þetta sé upphafið á víðtækari skilningi fólks á þess- um sjúkdómi. - Er ástandið erfitt í dag? - Því er ekki að leyna að margir psoriasis-sjúklingar þora hreinlega ekki á opinbera staði eins og sundstaði eða í íþrótta- tíma, bæði vegna þess að það ótt- ast að verða fyrir aðkasti og eins vegna þess að það þorir ekki eða vill ekki láta aðra sjá líkama sinn. En þetta er vonandi að breytast. - Er vitað hve margir hér á Akureyri eða á Norðurlandi eru með psoriasis? - Það eru engar nákvæmar töl- ur til en það hefur verið talað um að á milli 2-4% af þjóðinni séu haldin þessum sjúkdómi. Þetta er að vísu mismunandi eftir lands- hlutum en það er talsverður fjöldi hér. Ég get nefnt dæmi að í máli Reynis Valdimarssonar, húðsjúkdómalæknis á stofnfund- inum, kom fram að fyrsta árið sem hann starfaði hér, þá greindi hann psoriasis hjá mjög mörgum sjúklingum og þegar haft er í huga að margir hafa leitað suður án þess að fá greiningu hér, þá er ljóst að um umtalsverðan fjölda er að ræða. - Nú hefur verið mikið rætt og ritað um „Bláa lónið“ á Svarts- engi. Var fjallað um það mál á stofnfundinum? - Já þetta mál var rætt þar og vitaskuld höfum við mikinn áhuga á því sem þar er að gerast. Hingað til hefur skort upplýsing- ar um Bláa lónið en nú mun vera fyrirhugað að hefja umfangsmikl- ar og vonandi marktækar rann- sóknir á lækningamætti lónsins. Reyndar ætlaði Valdimar Ólafs- son formaður Landssamtaka psoriasis-sjúklinga að mæta á stofnfundinn til okkar og ræða þessi mál en því miður þá varð ekkert af því vegna veðurs. En Valdimar hefur í hyggju að mæta á framhaldsstofnfundinn og þá verður Bláa lónið á dagskrá. - Hvað með skilning hins opinbera á málefnum psoriasis- sjúklinga? - Við höfum fengið hinn svo- kallaða Stera-áburð, sem er mikið notaður, frítt fram að þessu en annan áburð svo og lyf höfum við þurft að kaupa. Hvað varðar sól- arlandaferðirnar sem vitað er að 80% sjúklinga hafa mjög gott af, þá höfum við fengið þær þrjár ferðir sem skipulagðar eru á ári hverju, borgaðar en vitaskuld hafa ekki nærri allir átt heiman- gengt eða komist í þessar ferðir. En við erum bjartsýn og höfum trú á framtíðinni. Psoriasis er að vísu ólæknandi sjúkdómur en við verðum bara að reyna hvað við getum til að halda honum í skefj- un og lifa sem eðlilegustu lífi, sagði Rósa Dóra Helgadóttir. Rósa Helgadóttir. Eftir standa hræðileg mistök... Siglufjörður 11. október ’83 Vegna undangenginnar umræðu á fundum bæjarstjórnar Siglu- fjarðar um ágreiningsmál milli annars vegar veitustjóra og hins vegar bæjarstjórnar Siglufjarðar, sendi ég undirritaður bæjar- stjórninni eftirfarandi bréf. í upphafi þessa bréfs vil ég undirstrikað harma þau vinnu- brögð sem viðhöfð hafa verið við afgreiðslu þessa ágreiningsmáls og vona jafnframt að bæjarfull- trúar beri gæfu til að slíkt og ann- að eins heyri sögunni til í náinni framtíð. Málefnaleg umræða þessa máls, samanber bókanir í opnum fundargerðum bæjarins verður að teljast með ólíkindum. Forleikur þessa máls er allur lagður til hliðar, það sem á undan er geng- ið skal grafið og gleymt. Persónulegt ágreiningsmál er afgreitt hrátt, birt í opnum fund- argerðum, þar sem bókanir eru óvægnar, ærumeiðandi og nánast í æsifréttastíl. Á fundi bæjarstjórnar 22. sept- ember má lesa tillögu frá Jóni Dýrfjörð, Kolbeini Friðbjarnar- syni og Sigurði Hlöðverssyni. í þeirri tillögu má lesa uppáskrift f.v. bæjarstjóra - Nafngreindur, f.v. form. veitunefndar - Nafn- greindur og núverandi formanns veitunefndar - Ekkert nafn. Hvað þetta segir mönnum um pólitískt ívaf með tilliti til frekari drejfingar á fundargerðum til annarra fjölmiðla. Hver og einn getur síðan getið sér til um ástæður þess að fundar- gerðum er nú dreift til annarra fjölmiðla frekar en endranær. Eftir að hafa fylgst með gangi þessa máls, þá dregur það ekki úr skoðun minni að persónulegar pg pólitískar ástæður komi fram og liggi annars vegar fyrir í þeim ótrúlegu vinnubrögðum sem hér hafa verið viðhöfð. Afgreiðsla þessa máls mælir eindregið á móti hugmynd minni um lýðræði og almennt réttarfar þess. Að velta manni upp úr slíku ágrein- ingsmáli þar sem undanfarandi eðlileg málsmeðferð er ógengin gerir enginn nema sá sem ekki sér æru hans, fjölskyldu og aðra ást- vini. Einnig er ótrúlegt að póli- tískur og persónulegur andstæð- ingur geti átt svona nokkuð skilið. Eftir standa hræðileg mis- tök þeirra bæjarfulltrúa sem hlut eiga að máli. Bergþór Atlason. 2 - DAGUR - 2. nóvember 1983 *', mh» i •* 1 * »/1 # * r** * t t » s*

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.