Dagur - 02.11.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 02.11.1983, Blaðsíða 8
<rLambakjöt Hýkomið Bakpokar 6 gerðir verð frá kr. 1.331. Sitva áttavitamir margeftirspurðu komnir Pantanir óskast sóttar • Varmapokar verð kr. 175.- Mannbroddar fyrir fjallgöngumenn. Fjallgönguskór væntanlegir, 3 gerðir Sýnishorn á staðnum. Bílastæðin eru við búðardyrnar. Athugið að simi verslunarinnar verður framvegis 22275 (beinn stmí). Eyfjörð Hjalteyrargötu 4. Áskrift, afgreiðsla, auglýsingar. Sími 24222 V Iðjufélagar Árshátíð Iðju verður haldin í Félagsborg laug- ardaginn 12. nóv. nk. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 19.30. Skemmtiatriði, myndasýning. Þátttaka tilkynnist fyrir 5. nóv. á skrifstofu Iðju sími 23621. Verð miða kr. 400,- Ferða- og skemmtinefnd. Árshátíð Árroðans verður haldin í Freyvangi föstudaginn 11. nóv. kl. 20.30 (stundvíslega). Einsöngvarinn Jóhann Már Jóhannsson kemur og margt fleira verður til skemmtunar. Miðaverð 500 kr. matur innifalinn. Pantanir í símum 31185 og 22305 fyrir kl. 20 mánudagskvöldið 7. nóv. Nefndin. * lárs < I tilefni afmælisins föstudaginn 4. nóvember bjóðum við upp á betri kjör Hamborgarhryggur 30% afsláttur Grænmetis- og ávaxtatorg 15% afsláttur Kynning á Lindu-vörum 15% afsláttur Hveiti og sykur 15% afsláttur Opiðtilkl. 19 Komid og njótið kostakjam Kjörbúð KEA Sunmihlíð 8 - DAGUR -''i'; nóvembér 1983 Lambakjöt Matreiðslubók gefin út af Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins Bókaklúbbur Almenna bóka- félagsins hefur sent frá sér nýja og nýstárlega matreiðslubók, þar sem lýst er í máli og mynd- um fjölmörgum aðferðum við að matbúa lambakjöt. Bókin er unnin af ritstjórum Time- Life bóka á vegum Time-Life útgáfunnar, undir umsjá bandaríska matreiðslumanns- ins Richard Olney, en þýðandi hennar er Sigrún Davíðsdóttir. Þýðandinn segir í grein um bókina í Fréttabréfi AB: „. . . Áður fyrr kunnum við þó vissulega að nota lambakjötið vel, hver hluti skepnunnar var nýttur á skynsamlegan hátt mið- að við efni og aðstæður. En nú hentar gömul, hefðbundin mat- reiðsla á lambakjöti aðeins að litlu leyti. Það er því ærið for- vitnilegt og lærdómsríkt að huga að því, hvernig farið er með lambakjöt annars staðar í heim- inum, og er sannarlega víða leit- að fanga í bókinni. Það er með matreiðslu eins og flest annað, að það sakar ekki að kunna réttu handtökin. Og þau er auðvelt að læra af bókinni, því í fyrri hluta hennar eru sýnd- ar myndir af ýmsum handtökum við matreiðslu á lambakjöti, bæði hvernig er hægt að meðhöndla ýmsa hluta kjötsins og eins hvernig farið er að við matreiðslu á ýmsum réttum. í síðari hluta bókarinnar eru svo uppskriftir, sem eru flokkaðar eins og leið- beiningarnar í fyrri hlutanum. Þar er fjallað um glóðarsteikingu og steikingu á pönnu, ofnsteik- ingu, soðið kjöt, hvað hægt er að gera við afganga, og svo ýmsar aðrar aðferðir. Auk þess er sér- stakur kafli með ýmsum grund- vallaruppskriftum t.d. að sósum, fyllingum, grænmeti og fleiru. Auk þess sem það er auðveit að finna girnilegar uppskriftir í bókinni, ætti að vera auðvelt að fá ýmsar góðar hugmyndir með því að skoða myndirnar, og lesa uppskriftirnar . . .“ Bókin Lambakjöt er með fjölmörgum myndum, bæði lit- myndum og svart-hvítum. Hún er í stóru broti (27x23 cm), 176 bls. að lengd. Bókin er filmusett í Prentsmiðjunni Odda, en prent- uð í Belgíu. Betra er að fara seinna yfir akbraut en of snemma. ||UljffEROAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.