Dagur - 02.11.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 02.11.1983, Blaðsíða 9
Fyrstu heimaleikir Þórsara í körfunni Fyrstu heimaleikir Þórs í körfuknattleik verða um næstu helgi, en þá leika Þórsarar gegn UMFS í íþróttahöllinni. Pórsarar hafa aðeins leikið tvo leiki í vetur, útileiki gegn ÍS og UMFG sem töpuðust báðir. Petta voru slakir leikir af hálfu Þórsara sem eiga að geta mun betur og gera það vonandi gegn Þrír leikir r i blaki helgina Einn leikur verður í 1. deild kvenna í blaki um helgina, en það er viðureign KA og Breiðabliks. Fer sá leikur fram í íþróttahúsi Glerárskóla og hefst hann kl. 15 á laugardag- inn. Tveir leikir verða í Norður- landsriðli 2. deildar í blaki karla um helgina og fara þeir báðir fram í íþróttahúsi Glerárskóla. Sá fyrri verður á laugardag kl. 16.15 og leika þá Skautafélag Akureyrar og RD og á sunnudag leika svo KA-b og KA-a og hefst sá leikur kl. 13.45. Handknattleiksmenn KA eiga erfiða suðurferð fyrir höndum um helgina, en þá eiga þeir að leika gegn íslandsmeisturum Víkings og síðan gegn FH sem trónir nú í toppsæti 1. deildar- innar. Það má telja útilokað að KA sæki stig í þessa leiki og stefnan verður sjálfsagt sú að sleppa án UMFS um helgina. Telja verður að Þór eigi að hafa alla sigur- möguleika gegn UMFS en það er enginn leikur unninn fyrirfram „Við unnum Dankersen í hörkuleik á útivelli í Minden, úrslitin 19:18,“ sagði Alfreð Gíslason hjá þýska handknatt- leiksliðinu Essen er við spjöll- uðum við hann eftir leikina í Þýskalandi um helgina. „Mér gekk alveg þokkalega í leiknum. Að vísu fann ég til þreytu eftir ferðalagið heim og landsleikina við Tékkana og skoraði aðeins eitt mark. Þeir komu mjög langt út á móti mér þannig að það losnaði vel um þess að fá stóra skelli. Þói-sarar halda til Vestmanna- eyja og leika þar gegn Tý í 3. deildinni. Vegna þess að móta- skrá HSÍ hefur enn ekki komið út er okkur ekki kunnugt um tímá- setningu þessara leikja. í íþróttahöllinni á Akureyri verður einn leikur, Þór og Stjarn- an leika í 1. deild kvenna kl. 20 á föstudagskvöld. og hefur aldrei reynst farsælt að vanmeta andstæðinga sína í íþróttum. Fyrri leikurinn verður á laugar- hornamanninn mín megin og hann skoraði alls 10 mörk.“ - Þjálfarinn hefur ekki verið með neinar refsiaðgerðir vegna þess að þú fórst heim í landsleik- ina? „Nei, en ég hygg að hann hefði átt það til ef við hefðum tapað þessum leik og ég hefði aðeins verið með eitt mark, en sem bet- ur fer hafðist þetta.“ - í hvaða sæti eruð þið núna? „Við erum í 4. sæti, en erum búnir með fimm útileiki og þrjá heimaleiki. Næstu leikir okkar dag kl. 14, en sá síðari á sunnu- dag kl. 13.30 og fara þeir báðir fram í íþróttahöllinni sem fyrr sagði. KAfær liðsauka KA hefur bæst góður liðsauki fyrir næsta keppnistímabil í knattspyrnu, því gengið hefur verið frá því að tveir nýjir menn munu leika með liðinu auk Gústafs Baldvinssonar. Þetta eru þeir „stormsenter“ Hafþór Kolbeinsson frá Siglu- firði, en hann vakti geysilega at- hygli með liði KS í sumar, ákaf- lega sterkur og fljótur framlínu- maður sem er mjög hættulegur með boltann. Þá hefur ungur piltur úr ÍBV, Sigurjón Kristinsson, tilkynnt félagskipti í KA, en hann er eins og Hafþór mjög fljótur og leikinn og verður KA-framlínan lítt árennileg við þennan liðsauka KA. eru á heimavelli gegn efstu liðun- um þannig að ef vel tekst til þá eigum við að geta lagað stöðu okkar og komist jafnvel í 2. sætið.“ - Hvað er að frétta af Gunnari bróður þínum? „Þeir hjá Osnabruck léku á heimavelli gegn Berlín í 2. deild- inni og gerðu jafntefli 0:0. Þetta er ekki nógu gott lið hjá Osna- bruck og ég held að Gunnar sé ekki ánægður með gang mála,“ sagði Alfreð. 1—X—2 Só sem nú fer í „spámannsgallann“ er eng- inn annar en aðdáandi Man- chester United númer eitt, Þorbergur Ólafsson eða Biggi í Borgarsölunni. Það fer ekki framhjá nein- um sem kemur þar inn að eigandi staðarins fyigir Man. Utd. að málum. Þar hanga uppi veggspjöld með mynd- um af leikmönnum liðsins og fleira sem sýnir „innræti” þess er þar ræður ríkjum. „Það er ekki spurning að United rúllar Aston Villa upp, það vinna okkur engir á Old Trafford. Ætli þetta fari ekki 3:0 og Stapleton kemur mikið við sögu. Ég hef trú á að Everton nái jöfnu gegn Liverpool í „derbyleiknum“ á Anfield og er næsta öruggur um að Stoke vinnur jó-jó lið Tott- cnham. Annars er röðin hjá mér svona: Arsenal - Sunderland 1 Binninghani - Coventry 1 Liverpool - Everton X Man. Utd.-A.Villa 1 Norwich - Southampton X Nott. For. - Wolves 1 QPR - Luton 2 Stoke - Tottenham 1 Watford - Leicester 1 WBA - Notts C. 2 West Ham - Ipswich X Oldham - Chelsea X ★ Þorsteinn var með 4 rétta Ekki reið Þorsteinn Þor- steinsson „spámaður" okkar i síðustu viku feitum hesti frá getraunaseðlinum er úr- slit hans lágu fyrir. Þó náði hann 4 réttum og er það það mesta sem „spómenn*' okkar til þessa hafa ufrekað. Þorsteinn gat ekki hrósað sigri sinna manna yfir Sout- hampton því Ipswich tapaði á „The Dell". Þeir leikir sem Þorsteinn hafði rétta voru Li verpool-Lu ton, Totten- ham-Notts C., Cambridge- Brighton og Swansea- Blackburn. 1—X—2 Aifreð Gíslason skoraði aðeins eitt mark gegn Dankersen. KA mætir bæði FH og Víking — Þór mætir Tý í Eyjum og kvennalið Þórs fær Stjörnuna í heimsókn Eiríkur Sigurðsson Þórsari sést hér skora í leik í Skemmunni, en um helgina leika Þórsarar tvo leiki í Höllinni. Essen í 4. sæti - eftir góðan útisigur gegn Dankersen 2. nóvember 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.