Dagur - 04.11.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 04.11.1983, Blaðsíða 6
Hagnneiður StelndOrsdOttir i My Talr Lady. Leikfélag Akureyrar MyfairLady Sýningar: Áttunda sýning föstudaginn 4. nóv. Uppselt. Níunda sýning laugardaginn 5. nóv. Uppselt. Tíunda sýning sunnudaginn 6. nóv. Uppselt. Ellefta sýning þriðjudaginn 8. nóv. Ósóttar miðapantanir seldar sýningardaga eftir kl. 18.00. Hópar utan Akureyrar fá afslátt á miðaverði. Börn og ellilífeyrisþegar fá 50% afslátt á miðaverði. Miðasala opin alla virka daga kl. 16-19. Sýningar- daga kl. 16-20.30. Sími: 24073. Leikfélag Akureyrar. Til sölu Þessi glæsilega bifreið sem er af gerðinni Ford F-100 árgerð 1974 er til sölu. Bifreiðin er með drif á öllum hjólum, 8 cyl sjálf- skiptur með „kvatratrack". öll 5 dekkin eru ný. Glæsileg bifreið að utan sem innan. Uppl. í síma 96-33112. Ritstjórn Auglýsingar Afgreiðsla Sími (96) 24222 AKUREYRARBÆR Bifreiðastjóra vantar hjá Strætisvögnum Akureyrar. Upplýsingar gefur forstöðumaður á skrifstofunni að Draupnisgötu 3 og í síma 24929. Umsóknum skal skila fyrir miðvikudaginn 9. nóv- ember á bæjarskrifstofurnar eða að Draupnisgötu 3. Forstöðumaður. MANNLIF Ærufákar — þeim hefði farið betur örlítið minni hávaði. Skemmurokk Áöur en haldiö er lengra - strax í upphafi - er rétt að nefna að hávaðinn var alltof mikill. Sú tónlist sem flytja átti á Skemmu- rokki drukknaði algjörlega í eig- in bergmáli. Útkoman varð sú, að þarna var heldur um að ræða allsherjar hávaðaframleiðslu, fremur en tónlistarflutning. Það er auðvitað smekksatriði fyrst og fremst, hvað er góð tón- list og hvað ekki. Ef til vill skiptir einhverju máli að „hafa vit á“ þessum hlutum. Smekkurinn kemur samt í fyrsta sæti. Undirritaður verður sennilega að teljast vera hálfgildings leið- indagaur, fyrst honum tókst ómögulega að fíla Skemmurokk sem meiri háttar uppákomu, því að þeir rúmlega hundrað áhorf- endur sem þarna voru, lifðu sig inn í það sem um var að vera. Mér hundleiddist. Ég kann ekki á neitt hljóðfæri - meira að segja munnhörpu er misþyrmt, komist hún í kast við mig. Það er því augljóst að ég er ekki þess verður að tekið sé mark á þessum skrifum. Ég gat ómögulega komið auga á annað markmið þeirra manna sem þarna voru í hljómsveitum, annað en það eitt að láta bera á sjálfum sér. Með heiðarlegri undantekningu, þar sem var hljómsveitin Ærufákar. Þeir virt- ust hafa nokkurn áhuga á því að Svart gull en hvít sál Þeir duttu laglega í lukkupott- inn, predikararnir Darell og Alvin Cresswell í Bandaríkjun- um. Þessir Guðsfeðgar fundu nefnilega hverja olíulindina á fætur annarri á milli predikana og lifa nú í vellystingum. Auðvitað gerðist þetta í Tex- as nálægt Suðurgaffli. Feðgarnir predikuðu Guðs orð en þess á milli leituðu þeir að Svarta gull- inu. Eftir margra ára leit bar streð þeirra árangur og í dag verða þeir hálfri annarri milljón ríkari á degi hverjum. Þeir halda að sjálfsögðu áfram að útbreiða fagnaðarer- indið og aka nú um á breskum Bentley af fínustu gerð. Sukkið réttlæta þeir með því að Guð fái 20% af öllum gróðanum. Sj órænlngj akóngurlnn misþyrmdi eyrunum Versta hljómplata sem nokkru sinni hefur verið hljóðrituð, heitir “I’m a pirate king“ (Ég er sjóræningjakóngur) með Tony Hill. Þetta er samdóma álit þeirra sem heyrt hafa plötuna og allra þeirra fjögurra sem keyptu sér eintak. Það fór því ekki vel þegar kaupsýslumaðurinn Tony Hill ætlaði að slá í gegn. Platan var einu sinni leikin í BBC og plötusnúðurinn sagði þá að þetta væri það versta sem hann hefði heyrt fyrr og síðar. Ein platan var keypt til að nota í glymskratta á breskum pöbb og þegar Tony Hill komst að því þá tók hann að venja komur sínar á umræddan stað og spilaði plötuna við hvert tækifæri sem gafst. - Þetta var hræðilegt. Við- skiptavinirnir streymdu út. Þeir þoldu ekki þetta breim, segir Alan Derrick, eigandi pöbbsins. Hann fjarlægði síðan plötuna og viðskiptavinir eru farnir að mæta aftur, búnir að jafna sig eftir sjokkið. illM — 4, iiC>¥(Mí)■'»}) ;;'',r 6 - DAGUR - 4. nóvember 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.