Dagur - 04.11.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 04.11.1983, Blaðsíða 7
Svartar ekkjur - no comment. „Hvar var ég nú..?“ Sönvari Joð ex fór ef til vill línuvillt í textanum. Svona eftir á að hyggja, líklcga verður Þráinn að fá prik fyrir atorkumikinn trommuleik. Myndir: KGA. vanda sig við að koma tónlistinni til neytenda. Guldu að vísu fyrir hávaðann fyrrskrifaða. Hljómsveitir eins og Joð ex, Svörtu ekkjurnar og Skriðjökl- arnir, svo dæmi séu tekin, voru lítið annað en álitlegar umbúðir - fjörleg sviðsframkoma og enginn getur neitað því að drengirnir í Joð ex líta út fyrir að vera pönk- arar. (Ekki veit ég hvað er undir móhíkanakamb eða fjólubláu parruki.) Spurning: Tek ég hlutina of hátíðlega? Svar: Að öllum líkindum. Sem uppákoma fyrir menn með þannig smekk, var Skemmu- rokk ágætlega vel heppnað. En sem hljómleikar var það út í hött. En það segi ég satt, að mér þykir ákaflega leitt að ég skuli hafa þessa skoðun á málinu. - KGA. m Gjafhiildur þjófur Vitlausasti þjófur sem um getur, rændi mann að nafni Roger Morse. Hjartalaus var þjófurinn ekki en hann dró svo sannarlega ekki vitið í druslum á eftir sér. Þetta var að kvöldlagi og fanturinn stökk út á stéttina beint fyrir framan Rogga. Ógn- aði honum og skipaði að af- henda sér veskið. Roggi var enginn kjarkmaður og gerði eins og honum var sagt en bað þó um að fá veskið til baka eftir að þjófurinn hafði tekið 1.500 krónurnar hans. Jú, þjófurinn varð ljúflega við þeirri bón og hvarf svo á braut. Það var fyrst þá að Roggi tók eftir því að þjófsi hafði látið hann hafa sitt eigið veski og eftir að Roggi hafði talið seðlana kom í ljós að hann var orðinn 5.000 krónum ríkari. Eins og svo margar aðrar fagrar fraukur er hún Brooke litla Shields sem fyrrum baðaði sig í „Bláa lóninu“ (samt ekki á Svartsengi), mikil áhugamanneskja um líkamsrækt. Brooke gengur með þær grillur að hún sé of feit, a.m.k. ef marka má frásagnir vikublaða og nú leggur hún allt í sölurnar til þess að losna við nokkur grömm af þjóhnöppunum. Auðvitað æfir hún í dýrustu og bestu líkamsræktarstöð Bandaríkjanna og það eina sem hún losnar líklega við (ef marka má myndirnar) eru ómældir haugar af dollara- seðlum. Draumur þeirrar stuttu er svo að verða eins elegant og Jane Fonda um fertugt. Horfnir af spor- braut Þessir kappar ættu að vera Norð- lendingum að góðu kunnir síðan í sumar. Þá svifu þeir á Sporbraut um Norðurland og það er því missýn ef einhverjum sýnist sem svo að þessi mynd sé tekin á Norðurpólnum. Þessir veldúðuðu herramenn heita Ólafur H. Torfason og Örn Ingi og myndin er tekin á Hvera- völlum í hávaðaroki og RÚVAK-stormi. Félagarnir eru nú skildir að skiptum í bili. Ólaf- ur tekur þátt í atvinnumálamaga- síni Páls Heiðars og Örn Ingi stundar fagrar listir ásamt félaga Sigmari, stórgúrmé og listaskyttu á laugardagseftirmiðdögum. Og eins og sjá má þá eru þeir báðir á myndinni.... blöndunartæki fyrir sturtu' og baðker á hagstæðu verði. Sérverslun Draupnisgötu 2 - Sími (96)22360 Akureyri Allt efni til pípulagna jafnan fyrirliggjandi. ^mmmmá 1' Verslanir - Fyrirtæki Póstkröfu- handbók kemur út með Tímanum 1. desember n.k. Þeir sem hafa hug á að minna á vörur vegna póst- kröfusendinga, vinsamlega hafi samband í síma 72250 kl. 9-20 eða 18300 kl. 9-17. IWii Fjölskyldu- námskeið 15. nóv til 7. des. nk. veröur haldiö fjölskyldunám- skeið um áfengisvandamál, einkum miöað viö aö- standendur alkoholista. Námskeiöið byggist á fyrirlestrum, kvikmyndum og hópumræöum. Námskeiöið stendur 12 kvöld kl. 20-23 og verður haldiö í Brekkugötu 8. Gjald kr. 500,- Nánari upp- lýsingar gefur Félagsmálastofnun s. 25880 aö deginum og Albert Valdemarsson s. 25880 kl. 16-18.00. Þátttaka skal og tilkynnt í þennan síma. Samstarfshópurinn. 4. nóvember 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.