Dagur - 07.11.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 07.11.1983, Blaðsíða 2
Notarðu mikið vídeó? Árni Helgason: Of vitundarútfletjandi fyrir minn smekk. Steingrímur Birgisson: Nei, það er betra að lúra á sitt græna eyra, Þórarinn Stefánsson: Nei, það lamar sköpunargáf- una. Jóna Hrönn Bolladóttir: Nei, það er menningarsnautt og fyrir neðan mína virðingu. „Astandið langverst á Eyiafjarðarsvæðinu“ — Rætt við Marinó Jónsson formann Meistarafélags byggingamanna Það hefur ekki farið framhjá neinum að fyrirtæki í ýmsum iðn- greinum, sérstaklega þó byggingariðnaði, hafa átt mjög erfitt uppdráttar að undanförnu. Byggingarframkvæmdir einstaklinga og hins opinbera hafa dregist mjög mikið saman, ekki síst á þessu ári og afleiðingin er m.a. sú að fjöldi iðnaðar- og verkamanna hafa misst atvinnuna. Sumir hafa fundið sér önnur störf, aðrir eru enn atvinnulausir og enn aðrir hafa einfaldlega flutt á brott. Þetta mikla vandamál var m.a. til umræðu á fundi sem iðnrekendur á Akureyri áttu með bæjarráði á dögunum en þann fund sátu fyrir hönd iðnrekenda: Bjarni Sigurjónsson (bifreiðaiðnaðurinn), Ing- ólfur Jónsson (byggingariðnaðurinn), Ingvi Rafn Jónsson (raf- lagnaiðnaðurinn), Marinó Jónsson (byggingariðnaðurinn), Sig- tryggur Þorbjarnarson (raflagnaiðnaðurinn), Torfi Guðmunds- son (járnsmíðaiðnaðurinn) og Tryggvi Pálsson (byggingariðn- aðurinn). Dagur ræddi við einn þessara manna, Marinó Jónsson og var hann spurður að því hvers vegna iðnrekendur hefðu óskað eftir þessum fundi með bæjarráði og hverjar niðurstöður fundar- ins hefðu orðið. - Við óskuðum eftir þessum fundi með bæjarráði einfaldlega til þess að skýra stöðu mála eins og hún er í dag. Það hefur orðið gífurlegur samdráttur í bygging- ariðnaði og fleiri iðngreinum og í dag er ástandið hvergi eins slæmt og enmitt hér á Eyjafjarð- arsvæðinu. Hvergi annars staðar á landinu hefur samdrátturinn orðið jafn hrikalegur og hér og það er okkar skoðun að ef ekki hefði komið til minnkandi verð- bólga og um leið heilbrigðari rekstrargrundvöllur, þá hefðu mörg fyrirtæki í byggingariðnaði og skyldum greinum hér á Akur- eyri, fyrir löngu verið komin á nauðungaruppboð. Stjórnendur fyrirtækjanna hefðu ekki séð sér annað fært en að láta sjóðina bjóða fyrirtækin upp, en nú eygj- um við sem sagt von um leið og verðbólgan minnkar, en við þurf- um hjálp til að komast yfir verstu erfiðleikana sem skapast hafa vegna samdráttarins. til þess að standa vörð um atvinnufyrirtæki um land allt og við sjáum ekki betur en að nú verði ríkið að taka sig á ef það á að standa við stóru orðin. - Hvaða hugmyndir viðruðuð þið á fundinum? - Hvað varðar bæjarfélagið, þá vörpuðum við þeirri hugmynd fram að Akureyrarbær lánaði iðnfyrirtækjum byggingarleyfis- gjald og gjöld til veitustofnana, afborgunarlaus fyrsta árið, til einhverra ára. Með þessu móti væri hugsanlegt að fá ný fyrirtæki og nýja atvinnumöguleika í bæinn. Við komum einnig með hugmynd um að framkvæmda- sjóður Akureyrar yrði efldur og að kannað yrði hvort möguleikar væru á að stofna hér sérstakan iðnþróunarsjóð á Eyjafjarðar- svæðinu. Þessar hugmyndir hefur bæjarráð nú til athugunar og við munum fylgjast náið með fram- gangi mála á næstunni. - Hvernig er staðan nú í ein- stökum greinum byggingariðnað- ar? - Hún er vægast sagt mjög slæm. Ég get nefnt sem dæmi að í ár hafa verið hafnar fram- kvæmdir við 22 íbúðir í bænum en þegar best lét árið 1978 voru íbúðirnar 242 talsins. Meðaltal sl. þriggja ára er 56.7 íbúðir en með- altalið 1970-1980 er 167 íbúðir á ári. Á þessu má sjá að.stöðugt hefur sigið á ógæfuhliðina og nú er svo komið að samdráttur í mannafla hjá byggingarverktök- um sl. þrjú ár er um 30%. Ég get nefnt eitt einstakt dæmi um samdrátt en það er hjá pípulagn- ingamönnum. Þeim hefur fækkað um 37% á rúmum tveim árum. 13 pípulagningamenn hafa hætt störfum í bænum og þar af eru fjórir fluttir á brott. Og ég veit ekki betur en að þrír til viðbótar hætti störfum á næstunni og þá er samdrátturinn orðinn 46%. Hjá járniðnaðarmönnum er sam- drátturinn á milli 25 og 30% og langmestur hluti þessa samdrátt- ar hefur orðið á þessu ári. Sömu tölur er hægt að nefna hjá raf- virkjum en þar hafa á einu ári 19 menn þurft að leita sér að annarri vinnu. Það segir sig því sjálft að ástandið er mjög dökkt en ekki óyfirstíganlegt ef aðstoð og fyrir- greiðsla fæst í tíma, sagði Marinó Jónsson. - Hvaða svör fenguð þið frá bæjarráði? - Við fengum engin svör, enda vorum við ekki að heimta nein svör á stundinni. Við skýrðum einfaldlega frá ástandinu og viðr- uðum hugmyndir okkar um úr- bætur en það er auðvitað ekki að- eins bæjarráð sem þarf að taka afstöðu til þessara mála. Það eru líka bankarnir, sjóðirnir og ríkis- valdið. Því hefur verið lýst yfir af hálfu ríkisvaldsins að nauðsyn sé Marinó Jónsson með heimilisköttinn Pontu. Mynd: KGA. Leikarar, látið leikhús- gestum eftir bílastæðin Leikhúsgestur hringdi: Ég fór í gamla Samkomuhúsið okkar um síðustu helgi til að sjá My fair Lady. Það var stór- kostleg skemmtun, sem ég þakka hér með fyrir. Ég hélt satt best að segja að svona lag- að væri ekki framkvæmanlegt í þessu litla húsi, en þarna sannast enn máltækið; að allt sé hægt ef viljinn er fyrir hendi. Það var gaman að sjá Arnar hér aftur á sviði og Ragnheiður Steindórsdóttir er ógleymanleg í hlutverki blóma- sölustúlkunnar. Sömu sögu er að segja um Þráinn Karlsson. Hann er stórkostlegur og er ég handviss um það, að hafi þessi Alfred Doolittle einhvern tíma verið til, þá var hann eins og Þráinn skapar hann á sviði Samkomuhússins. En þó ég nefni þessi nöfn þá var sýningin fyrst og fremst sigur heildar- innar, því leikgleðin skein úr hverju andliti. Að lokum langar mig til að benda leikurum og starfsmönn- um sýningarinnar á smágvægi- legt atriði, sem hægt er að lag- færa. Ég var með fyrstu gestun- um í Samkomuhúsið þetta kvöld, en þrátt fyrir það voru öll bestu bílastæðin upptekin. Við nánari athugun kom í ljós að þar stóðu bílar leikara og annarra starfsmanna við sýn- inguna. Mér finnst það sjálf- sögð kurteisi við sýningagesti, að þeir noti önnur bílastæði fjær leikhúsinu, t.d. við Dyn- heima. 2 - DAGUR - ?. nóvember 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.